22.3.2011 | 06:59
Af hverju ekki á Húsavík?
Fróðlegt væri að fara ofan í saumana á því af hverju aflþynnuverksmiðjan, sem rís við Akureyri, er þar en ekki á Húsavík.
Talað er um 150 störf við verksmiðjuna, en Húsvíkingum finnst það líklega ekki nóg atvinnuuppbygging fyrir þá, 450 störf við 340 þúsund tonna álver hefur hingað til verið draumsýn þeirra auk virkjana upp á 650 megavött.
Mér sýnist augljóst að 150 ný störf á fljótlegan hátt við aflþynnuverksmiðju hefði orðið mun betri kostur fyrir Húsvíkinga en flest annað.
Orsakirnar gætu verið aðallega tvær:
Einblínt hefur verið á álver og það talinn kostur að mikil umsvif vegna virkjanaframkvæmda myndu fylgja því. Þessi umsvif eru hins vegar tímabundin. Ef þúsund manns fá tímabundið atvinnu við slíkar framkvæmdir verða þúsund manns atvinnulausir þegar þeim lýkur.
Húnvetningar þekkja þetta vel frá tímum Blönduvirkjunar og myndu áreiðanlega eftir á hafa kosið að eftir sæti fyrirtæki til frambúðar í héraði, sem nýtti orkuna.
Álver hefur verið og er enn efst á forgangslista Húsvíkinga og því eðlilegt að aðrir fjárfestar leiti annað.
Hin orsökin er alþjóðleg: Það er kostur í augum fjárfesta að öflugt og stórt samfélag sé í nánd við starfsemina þar sem velvilji er gagnvart starfseminni og ekkert annað í svo miklum forgangi, að hindra aðkomu fjárfestanna.
Akureyri og svæðið frá Tröllaskaga austur í Bárðardal fellur undir hina alþjóðlegu skilgreiningu, sem notuð er um borgarsamfélag, "FUA", sem er skammstöfum yfir hugtakið "Functional Urban Area", "Virkt borgarsamfélag".
Með tilkomu Vaðlaheiðaganga yrði Húsavík við jaðar slíks samfélags. En Héðinsfjarðargöng voru sett framar í forgangsröðina.
Aðeins tvö slík samfélög eru á Íslandi, Akureyri og Reykjavíkursvæðið.
Öll orka meirihluta þingmanna Norðausturkjördæmis hefur farið í áldrauminn á Bakka og á meðan rís þegjandi og hljóðalaust verksmiðja við Akureyri, sem hefði haft alla þá kosti atvinnustarfsemi sem Húsvíkingar þurftu, svo framarlega sem tæknilega var mögulegt að hún risi þar.
Mig að hinum yfirþyrmandi álversdraumi sé helst um að kenna að þetta gerist.
Vilja stækka verksmiðjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held við ættum að reyna að fá forvinnslu verksmiðju á húsavík.
Þá gæti álið farið frá alcoa( á betra verði geng ódýrari orku) til húsavíkur þar sem það yrði vaslan niður í þynnur þær svo gerðar klára fyrir vinnsluna á akureyri (á betra verði gegn ódýrari orku.
Síðan ættum við að setja upp þétta verksmiðju og flytja álþynnurnar frá akureyri í hana og framleiða þétta (á betra verði gegn ódýrari orku)til sölu á erlendan markað.
Svo skulum við ekki gleyma sparnaðinum við flutninga á álinu til útlanda og svo aftur hingað.
Ég held að þar sem við erum að fara í þessa verksmiðju leið þá verðum við að hætta að framleiða bara hráefni fyrir aðra til að græða á.
Við höfum séð það í fiskvinnslunni og það hefur skilað okkur verksmiðju skipum sem vinna aflan aðeins að hluta svo er hann frystur og seldur úr landi hálf lítið unninn, vinnsla í landi er að deyja.
Ég man að þegar ég var að birja að vinna í fiski þá sendum við fiskinn út þar sem hann var keyrður á færiböndum gegnum vél sem raspaði hann svo var hann frystur aftur og settur í neytenda pakkningar.
nú í dag er hægt að fá fjöldan allan af til búnum fisk vörum við verðum bara að gera meira af því.
Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 07:58
Stóriðjan hefur alltaf verið sett á oddinn hjá allt of mörgum þingmönnum, einkum þeim sem eru á hægri línunni.
Oft gleymast aðrar atvinnugreinar. Þannig eru um 140 ársverk tengd skógrækt og skóanytjum á Austurlandi. Er það ekki um 25% ef ekki meira af þeim störfum sem til urðu við álbræðsluna á Reyðarfirði?
Sem dæmi um ruðningsáhrifin þá varð stærsta skógræktunarstöðin, Barri, að flytja sína starfsemi frá Egilsstöðum. Sá flutningur hefði þurft að undirbúa fyrir 20 árum eða svo, m.a. að koma upp góðum skjólskógi. Þessi starfsemi Barra hefur lent í endalausum hremmingunum: fokskemmdir þar sem urðu miklar skemmdir, óhagstæð bankalán vegna flutninganna, minni eftirspurn framleiðslu o.s.frv.
En hvað varð um spilduna þar sem Barri var á Egilsstöðum? Byggingabraskari nokkur hafði augastað á henni og sá fyrir sér gósentíð og byggði nokkrar íbúðablokkir. Þær standa nú að mestu auðar sem bankar hafa yfirtekið enda forréttingin komin á höfuðið.
Var þetta ekki mjög dæmigert um þessa draumsýn athafna sem endaði úti í mýri?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2011 kl. 08:29
"Fjöldi ársverka var á síðasta ári um 12 og yfir sumartíman störfuðu 18 til 26 manns hjá fyrirtækinu."
http://barri.austurnet.vefir.net/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=3&Itemid=14
Sleggjan og Hvellurinn, 22.3.2011 kl. 13:27
Þetta var mjög góður punktur hjá Hjörleifi. Þá yrði flutningurinn á áli norður fyrir til Húsavíkur, - forvinnsla -> Akureyri, og bakaleiðin notuð í framvinnsluna (bílar lestaðir báðar leiðir), og svo skipað út frá Húsavík.
Þennan fókus hefur vantað, því að framhaldsvinnslan skilar alltaf meiri afleiðslu heldur en frumvinnslan. Það má því ekki gambla út allri orkunni í frumvinnslu fyrst og útiloka þar með allt annað.
Flott hjá Eyþóri og Eyfirðingum!
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 14:10
Ómar, með fullri virðingu. Þetta ágæta fyrirtæki Becromal á Ísland verður að ákveða hvað hentar þeim, varðandi uppbyggingu á stækkun. Finnst líklegt að hagkvæmast sé að hafa viðbótina á sama stað. Það var ekki lengi vel neitt atvinnuleysi á Húsavík, og því æskilegra að fá annars konar rekstur þangað. Ef menn tækju augnhlífarnar í burtu, kæmu örugglega einhverjar gáfulegri hugmyndir en álver á Húsavík.
Sigurður Þorsteinsson, 22.3.2011 kl. 16:44
Þarna kemur nýtt orð, - "augnhlífar".
Það er eins og mig minni að þetta hafi í gamla daga verið kallað "augnblakkir", sem er sjálfsagt tekið upp eftir "eye-block". Tilgangur: að dráttarhesturinn sjái bara hvert hann fer, ekki það sem er allty í kring.
Ansi gott!
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 18:04
Það var áður en farið var að tala um álver við Húsavík sem ákveðið var að byggja svona verksmiðju á Akureyri.
Í upphafi stóð til að Japanir myndu byggja svona verksmiðju þarna, en þetta varð niðurstaðan og er það mjög ánægjulegt og ættu allir að gleðjast yfir því.
Málflutningurinn hjá þér er nú oft frekar ömurlegur eins og t.d í þessu samhengi að þurfa að vera að hnýta í Húsvíkinga. Alltaf sama tuggan....
Stefán Stefánsson, 22.3.2011 kl. 19:56
Húsvíkingar hafa sett álverið ofar öllu. Þeir hafa talið sig hafa 1000 megavatta orku þótt aðeins brot af því sé sannanlega fyrir hendi. Þeir vilja láta umturna Leirhnjúki-Gjástykki. Þeir hafa viljað fara af stað með einn kaupanda orkunnar sem þurfa mun alla jarðvarma og vatnsorku Norðausturlands áður en yfir lýkur.
Skrýtið er ef ekki má nefna þá sem standa fyrir þessari stefnu öllum öðrum fremur.
Ómar Ragnarsson, 22.3.2011 kl. 20:38
Varðandi það sem Þruman & Co segir um ársverk í skógrækt á Austurlandi þá eru fleiri forréttingar en Barri. Þar eru aðalstöðvar Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum sem og nokkrir starfsmenn á Hallormsstað. Þá eru hlutastörf skógarbænda drjúg en þessi tala 140 kemur fram í ársskýrslum frá Austurlandi.
Svo má aldrei gleyma öllum „afleiddu“ störfunum, verktakastarfsemi, flutningar, þjónusta, o.s.frv. „Afleidd störf“ tengjast ekki aðeins álbræðslum heldur öllu atvinnulífi sem stundum vill gleymast þeim sem áhuga hafa fyrst og fremst fyrir álbræðslum.
Mosi
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2011 kl. 21:17
Að sjálfsögðu hafa Húsvíkingar fullan hug á stóru fyrirtæki í grennd, sem skaffar hundruði starfa.
En....hefur eitthvað annað verið í boði en álver? Ég á mjög bágt með að trúa því að heimamenn myndu beita sér fyrir því að álver skyldi það vera og ekkert annað. Kannski sumir í stjórnunarstöðum, en fjandans aldrei byggðin.
Það hefur bara ekki verið neitt annað uppi á ræðupúltinu....
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.