Jákvæðir möguleikar.

Ef rétt verður á málum haldið geta Íslendingar átt góða möguleika á að nýta sér vaxandi verðmæti sem felast í umhverfisvænni starfsemi á alla lund. Möguleikar á samsetningu rafbíla og hvers kyns önnur starfsemi sem tengist grænni umhverfisstefnu eru eitt það jákvæðasta sem hægt er að finna fyrir okkur.

Nýtt dæmi um þetta er vaxandi ásókn erlendra ferðamanna í að skipta við fyrirtæki, sem hafa umhverfisvottun. 

En þá verður líka að búa svo um hnúta að ítrustu kröfum um vöndun vinnubragða í hvívetna sé fylgt en ekki reynt að skauta fram hjá þeim eins og svo oft er reynt að gera hér á landi. 

 


mbl.is Milljarðasamningur um rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

4x4 Range Rover með rafbíla DRIFBÚNAÐI

Öll fréttin er mjög ruglingsleg og ótrúverðug

Grímur (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 14:25

2 Smámynd: Einar Steinsson

Hvað er ruglingslegt við "drifbúnað"?

Einar Steinsson, 23.3.2011 kl. 14:28

3 identicon

Hárrétt, Ómar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 14:34

4 identicon

Galli: Framleiðslan á þeim rafhlöðum sem fara í þessa bíla hafa valdið meiri umhverfis skaða áður en þær komast nokkurn tíman í bílinn heldur en bensín bíll sem er ekið 200.000+ km og hvaðan haldið þið að rafmagnið komi sem fer svo í að hlaða þessa bíla aftur? úr risastórum eiturgufuspúandi orkuverum.

Og að ætla að byggja rafmangs Range Rover, er ekki allt í lagi, hverju ætla þeir að bjarga með því að rukka 25-30 mills á bíl og selja 150, afhveru ekki að byrja aðeins rólegra og gera bíl sem "venjulegt" fólk hefur efni á. einfalt, þeir eru ekki að reyna að bjarga einu eða neinu, bara græða peninga með því að gera bílinn í svo litlu upplagi til að tryggja að allt seljist.

Og þessi bíll mun ALDERI komst 320km á einni hleðslu , þetta er miðaða við að þú býrð í heimi þar sem engin annar notar göturnar og þú þarft aldrei að stíga á bremsuna eða fara yfir hraðahindru þú getur bara haldið sama hraða í 320km án nokkura vandræða.

Rafmagn er ekki umhverfisvænt hvað þá rafmagnsbíllinn.

Hs (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 19:28

5 identicon

Skrif Hs minna mig á það að fyrir all löngu þóttu mönnum fáránlegt að flugvél gæti flogið yfir Atlantshafið á milli US og Evrópu.

Þá mætti Hs hafa í huga að það líður að því að olíulindir gangi til þurrðar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 20:34

6 identicon

Það sem Hs skrifar er alveg satt, það er umhverfisvænna að keyra Hummer 150.000km.- heldur en að framleiða einn Prius. Fyrir utan við það hvað þetta er ótrúlega hættulegur búnaður ef þú lendir í slysi, það eru nokkrir slökkviðliðsmenn sem hafa látið lífið í bandaríkjunum eftir að hafa verið að klippa fólk úr Hybrid eða Rafbílum og klippa á vitlausum stað.

Ég veit alveg hversu hættulegur búnaður þetta er í höndum þeirra sem vita ekkert hvað þeir hafa, ég er búinn að fara á mörg námskeið fyrir Hybrid bíla og er sjálfur Bifvélavirki. Eitt vitlaust handtak og maður er að öllum líkindum dauður. Þetta er mjög sniðugur og flottur búnaður, en hann á eftir nokkur ár í þróun í viðbót til að vera hentugur búnaður

Rögnvaldur Már Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 21:35

7 identicon

Þeir hljóta að vera eitthvað bilaðir þessir bretar.  Samningurinn er upp á 10.000 stikki í Kína. Er ekki ódýrara að setja  saman drifin þar? Og hvaða kjaftæði er þetta um 7 sek. upp í 100. Til hvers? Þetta er típikal íslenskt draumórabull.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 21:43

8 identicon

Vonandi er eitthvað vit í þessu dæmi , en ég á erfitt með að koma auga á umhverfisvænkuna í því, nema við mjög sérstakar aðstæður, það segir sig sjálft að rafbíll er því aðeins "umhvefisvænn" í þeim skilningi að hann er útblástursfrír. ef rafmagnið er fengið frá "umhverfisvænu" orkuveri, sem t.d. þýðir að ekki er hægt að nota Kárahnjúkarafmagn til að hlaða mig , ef miðað er við afstöðu þína til þess Ómar.  Og ekki heldur rafmagn frá  olíu, kola eða gaskynntu veri, því vegna taps í orkuumbreytingu og upphleðslu myndi rafbíllin"menga" meira en samsvarandi dísil eða bensínvagn.

En í reynd verður það  á endanum samkeppnishæfinin sem gengur að þessum hugmyndum um rafbíla dauðri , því ef þeir geta ekki keppt við hina verði nema á fá meðgjöf eða ríkisstyrk í formi skattafsláttar og tollaeftirgjafa eins og er staðreynd , þá gefast bæði ríki og einstaklingar upp á að reyna þetta.  Það er nefnilega staðreynd erfitt er að komast fram hjá  er að það sem ekki er hagkvæmt er ekki vistvænt og getur aldrei orðið. Svo á með einhver snillingur kemur ekki fram með verulega góða og ódýra lausn á  því hverning á að geyma raforku í hæfilega litlu íláti hef ég takmarkaða trú á rafbílum sem einhverri framtíðarlausn, og það eiginlega því miður , því ef hægt væri að leysa þennan geymsluvanda á einhvern viðunandi hátt þá væri  kominn grunvöllur fyrir að hægt væri að koma því við að nota sólarcellur til að breyta sólarljósi beint í rafmagn í stórum stíl, og miklu víða en í faratækjabransanum í raun.

Bjössi (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 21:46

9 identicon

Þó þið hafið komið með góða punkta sem eru vissulega sannir, að það er umhverfisvænna og hagkvæmara að fá sér bensínbíl (sérstaklega þessa nýju) en rafmagnsbíl. Ég segi líka hagkvæmara því það er auðvitað glatað að geta bara keyrt 100km á hleðslu og þurfa svo að hlaða í 10+ tíma eftirá. En það má ekki vera of svartsýnn, ég sé þetta sem ágætis tilraun til að vekja áhuga hjá fólki á rafmagnsbílum. Það að þetta er range rover sem er kraftmikill er soldið lúmskt líka.. Því fólk sem á peninga þarf að fá áhuga fyrir svona bílum og það fólk lítur ekki tvisvar við bílum eins og G-wiz og svoleiðis rusli. Ef eftirspurnin kemur, verður meiri pressa að flýta þessari þróun fyrir. Svo eru auðvitað ekkert nema góðar fréttir ef þeir vilja bygga verksmiðju hér og skapa störf. :)

Karl (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 22:23

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minni á orð mín í pistlinum: "...ítrustu kröfur um vönduð vinnubrögð..." Það þarf ævinlega að reikna dæmið allt til enda. Nýlega var gefið út að rafbíll erlendis eyðir í raun að meðaltali sem svarar 2,5 lítrum af bensíni á hundraðið, vegna þess að raforkan er fengin hjá raforkuveri sem notar jarðefnaeldsneyti. 

Þessi lága tala fæst vegna þess að það felst betri nýtin á orkunni í stóru orkuveri heldur en þegar henni er dreift í farartæki. 

Viðbragðið 7 sekúndur upp í hundrað er líklegast rétt tala vegna þess að rafmótor gefur jafnt tog (torque)  á öllu snúningssviðinu allt frá núlli, en bensín- og dísilvélar fara ekki að toga fyrr en við 1000 snúninga og bensínvélarnar ná hámarkstoginu ekki fyrr en við ca 3500 snúinga en dísilvélarnar við ca 2000 snúinga/mínútu. 

Ómar Ragnarsson, 23.3.2011 kl. 23:14

11 identicon

Miklir eru efasemdarmennirnir, en vitna ekki í neitt máli sínu til stuðnings.

Skoðið þennan:

http://en.wikipedia.org/wiki/Tesla_Roadster

3.7 sek í hundraðið, eyðir jafngildi 2 lítra á hundraðið. Heimsmet í langkeyrslu, 511 km á hleðslunni, en það er hægt að spæna upp batteríinu á miklu minni tíma.

Top Gear tók hann í test, og voru ánægðir með aksturinn, en ekki með endinguna.

Ég held að þessi bylting sé bara að byrja, og að við Íslendingar ættum að vera á tánum og tilbúnir, og passa okkur á því að semja ekki allar orkulindir frá okkur, því að olían MUN klárast, og þá eru bensínbílar ALLIR úreltir. Löngu áður yrðu þeir óbærilega dýrir í rekstri.

Rafbílar eru enn of dýrir, og það á eftir að slípa þessa tækni töluvert til. En það eru þegar búnar að vera miklar framfarir, og þeir eru ódýrir á km ef mikið er snattað, - ca 1/10 í orku m.v. bensín ef ég man rétt.

Með betri rafhlöður, vararafhlöðu, og stoðkerfi um landið (t.d. skiptirafhlöður á bensínstöðvum) og verð sem mun lækka, held ég að megi fullyrða ð rafbílar verði algeng sjón í framtíðinni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 08:00

12 identicon

Mér finnst nú bara furðulegt að samningurinn skuli vera metinn á 30milljónir per bíl. Hvað þýðir það fyrir þetta fyrirtæki NLE ? Að þeir kaupi breittan bíl á 30milljónir af breska fyrirtækinu ?

Annars ber að fagna hverskyns þróun í bílum sem nota annan orkugjafa en bensín.

Asgeir (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 08:21

13 identicon

Jón Logi víst er Teslan skemmtilegt leikfang fyrir þá sem eiga nóg af aurum, en ekki gleyma því að rafhlöðusamstæðan er að mig minnir sammsett úr 96000 farsímabatteríum,  og dugir kannski í 2000 hleðslur áður en það þarf að skifta henni út, og það kostar ekki svo lítið , venjulega u.þ.b. 2-4 sinnum meira en  nokkur bensínsparnaður  , það verður auðvitað að reikna með þessu í eyðsludæminu, og þá kemur dálítið annað út.

Það er rétt hjá Ómari  að  þegar kemur að "torkinu" þá er rafmótor allt annar handleggur  en sprengihreyflarnir sem við erum vanir, og þess vegna er 6-7 sekúndur í hundraðið er ekkert ólíkleg tala,  en á móti kemur að ef alltaf er notað  fullt afl til að taka af stað þá dregur heldur betur úr orkunýtungunni þ.e.a. s. hún dettur þá kannski niðuur um helming eða svo. Og venjulega eru notkunartölur sem gefnar upp eru fyrir rafbíla miðaðar við nokkurnveginn jafnsléttu , engir fjallvegir eða miklar brekkur með í því dæmi. Sem snattbílar á jafnsléttu geta vel rafbílar gengið, en allavega enn sem  komið er vantar mikið á að þeir séu einhver raunhæf  allsherjarlausn.

Og svona í framhjáhlaupi , rafbílar sem eyða sem samvarar 2,5 á hundraðið ef  orkan kemur upphaflega úr jarðefnaeldsneyti  eru af svipaðri gerð og vagninn sem fór í langferð frá London til Manchester fyrir skemmstu á vegum dagblaðsins Guardian, í fylgd blaðamanna frá því sem birtu ferðasöguna jafnóðum, hún tók 4 sólahringa,   meðalhraðinn var innan við 10 km/klst , og ferðatíminn u.þ.b. einum degi lengri en þegar var algengast á þeim tíma þegar aðalsamgöngumátinn milli þessara tveggja staða var að þeirri gerð sem notar aðallega hei sem orkugjafa. Póstvaginn frá Manchester til London var venjlega þrjá sólahringa á leiðinn um aldamótaskiftin 1799 - 1800. 

Bjössi (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 11:45

14 identicon

Þetta er tíminn NÚNA, og strax allt annar en fyrir 20 árum

Ath Tesluna aftur, og drepum á nokkrum hlutum:

1: Þetta er sportbíll og ekkert neitt "ódýr" eins og hægt væri að gera.

2: Hann ER skráður í svipaða orku og 2L á hundraðið, - það myndi engu skipta þótt það væru 4, rafmagnið af netinu er svo margfalt ódýrara en bensín.

3: Ef að batteríin endast 2000 hleðslur og að drægið er bara 250 km en ekki mílur eins og meðalnotkun er gefin upp fyrir, - þ.e.a.s. keyrt asnalega og oft gefið í, þá er endingin SAMT 500.000 km. Það er miklu meira en meðalbíllinn er keyrður, og meira en meðalending á vél.

4: Þetta er í dag, en tæknin þarna er bara rétt komin af stað

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 12:58

15 Smámynd: Lárus Sighvatur Lárusson

Mikið er ánægjulegt að menn hafi áhuga á að ræða rafbíla, komu þeirra inn á markaðinn og tækni þeim tengdum. Hitt er, að það er alltaf dapurt að sjá aðila stíga fram með endalausar fullyrðingar sem standast ekki skoðun og ósa af vanþekkingu. Það er svo flott að skella fram fullyrðingum til hægri og vinstri án þess að vita nokkurn skapaðan hlut að því er virðist og án þess að þurfa að standa við þær.

Við skulum aðeins skoða nokkur atriði til að skapa umræðu um rafbíla enda veitir ekki af:

------------------------------------

Hs segir : „ Galli: Framleiðslan á þeim rafhlöðum sem fara í þessa bíla hafa valdið meiri umhverfis skaða áður en þær komast nokkurn tíman í bílinn heldur en bensín bíll sem er ekið 200.000+ km og hvaðan haldið þið að rafmagnið komi sem fer svo í að hlaða þessa bíla aftur? úr risastórum eiturgufuspúandi orkuverum.“

Í flestum tilfellum tekur því ekki að svara svona fullyrðingum en við skulum samt gera það í þetta sinn.

Bíllinn og notkun hans

Mengun af völdum bíla er að jafnaði skipt upp samkvæmt lífferils-greiningu í nokkur stig. Þessi stig eru brotin upp og analísetruð, þ.e. hvað hver og einn þáttur hefur mikil mengandi áhrif og hann metinn. Aðferðarfræðin er aðeins mismunandi eftir því hvaða aðilar gera þetta en í stórum dráttum er um sama hlut að ræða. Metin er framleiðsla bílsins og allra þátta hans og notkun á líftímanum og síðan förgun.

Hér eru þeir þættir sem metnir eru:

1. Road - vegurinn (misjafnt er hvort vegir séu teknir inn en ekki er hægt að nota bílinn án vega og því telja sumir að hann sé hluti af mengunarferli bílsins)

2. Glider - boddy bílsins, grind, dekk etc.

3. Drive-train - drifbúnaðurinn (vél, gírkassi etc.)

4. Car: mainteinance & EOL – notkun, viðhald og förgun

5. Líþíum rafhlöður (þegar rafbílinn er metinn)

6. Operation - notkun orkunnar og áhrif hennar frá vöggu til grafar

Orkunni er yfirleitt skipt í 3 stig og best er að sýna hvernig það er með bensín/olíu :

1. Feedstock – rannsóknir, borun, pumpun, flutningur í olíuhreinsun

2. Fuel – hreinsun olíunnar og flutningur að olíudælu

3. Operation – mengun sem hlýst af notkun bílsins

Allir þessir þættir eru metnir útfrá mörgum þáttum og eru gróðurhúsaáhrifin einn þátturinn.

Liþíum rafhlöður

Mengun af völdum framleiðslu og förgun á rafhlöðum í nútíma rafbílum svara til á milli 15% og 20% af heildarmengun rafbílsins. Heildarmengun rafbíls þ.e. framleiðsla og förgun er mjög áþekk og er á bensín eða dísilbíl. Reyndar er frekar lítill munur á milli bíla hvort heldur þeir nota, vetni, metan, metanól, bensín, dísil, rafmagn eða aðra orkugjafa eða orkubera. Ég hef yfir þetta ágætar upplýsingar sem þið getið nálgast hjá mér ef þið viljið og sendið þá á mig línu á nle@nle.is og mun ég senda upplýsingar þar um. Eins er hægt að googla mjög mikið af upplýsingum um þetta.

Kolefnismengun bíla

Meðalmengun hefðbundinna bíla í Bretlandi er í dag um 173gr. pr. km. en bílarnir eru með mengun frá 80gr. og upp í 500gr. pr. km. Takmark Breta er að fá meðaltalið niður í 130gr. pr. km fyrir árið 2020.

Rafbíll knúinn í Bretlandi mengar um 100gr. pr. km þannig að þið sjáið að það er mun heppilegra að keyra á rafbílum þó svo að rafmagn sé að hluta framleitt með kolum og olíu í Bretlandi.

Á Norðurlöndunum er meðal mengun rafbíla um 70gr. pr. km.

Á Íslandi erum við mjög nálægt núllinu en ég hef ekki séð beinar tölur þar um, en Ómar gæti kannski frætt okkur um það. Ekkert orkuver gefur af sér 100% mengunarfría orku því það er alltaf mengun við að búa til orkuverið og framleiða í hvaða formi sem það er.

------------------------------------

Hs. Heldur áfram : „Og að ætla að byggja rafmangs Range Rover, er ekki allt í lagi, hverju ætla þeir að bjarga með því að rukka 25-30 mills á bíl og selja 150, afhveru ekki að byrja aðeins rólegra og gera bíl sem "venjulegt" fólk hefur efni á. einfalt, þeir eru ekki að reyna að bjarga einu eða neinu, bara græða peninga með því að gera bílinn í svo litlu upplagi til að tryggja að allt seljist.“

Sem svar við þessu má segja að Nissan, Renault og aðrir rafbíla framleiðendur eru að búa til bíla fyrir fjöldann. Neytendur eru eins misjafnir og þeir eru margir og af hverju ætti ekki sá sem vill kaupa sér Range Rover að hafa möguleika á að fá sér einn slíkan sem rafbíl ? Ættu rafbílar bara að vera fyrir einhverja sérhópa – útvalda - bara þá sem ekki ætla að fá sér Range Rover ?

Halló ? Fyrir utan það að innan ekki mjög langs tíma verður hægt að fá allar tegundir bíla sem rafbíla.

------------------------------------

Hs. Heldur áfram : „Og þessi bíll mun ALDERI komst 320km á einni hleðslu , þetta er miðaða við að þú býrð í heimi þar sem engin annar notar göturnar og þú þarft aldrei að stíga á bremsuna eða fara yfir hraðahindru þú getur bara haldið sama hraða í 320km án nokkura vandræða.

Rafmagn er ekki umhverfisvænt hvað þá rafmagnsbíllinn.“

Áttaður þig á að sú þegar eru bílar á markaðnum sem þú kæri Hs. getur keypt og komast á meira en 320km. Jón Logi bendir réttilega á Tesla Roadsterinn sem gefin er upp fyrir um 390km á hleðslunni en menn hafa keyrt allt að 550km á einni hleðslu með sparakstri !

Hvað varðar það að rafmagn sé umhverfisvænt eða ekki þá nægir útskýring mín hér að ofan.

------------------------------------

Rögnvaldur Már skrifar: „Það sem Hs skrifar er alveg satt, það er umhverfisvænna að keyra Hummer 150.000km.- heldur en að framleiða einn Prius. Fyrir utan við það hvað þetta er ótrúlega hættulegur búnaður ef þú lendir í slysi, það eru nokkrir slökkviðliðsmenn sem hafa látið lífið í bandaríkjunum eftir að hafa verið að klippa fólk úr Hybrid eða Rafbílum og klippa á vitlausum stað.“

Er þetta ekki alveg dásamlegt !

Viltu benda mér á hvar ég get séð upplýsingar um alla þessa aðila sem hafa látið lífið við að klippa fólk úr Hybrid bílum. Nánast allir Hybrid bílar sem seldir hafa verið undanfarin ár eru þannig að þú getur ekki stungið þeim í samband við rafmagn. Þeir hafa frekar litlar rafhlöður eins og t.d. Toyota Prius. Þeir geta auðvitað verið hættulegir fyrir það, ég dreg ekki úr því. Ég skal auðvitað ekki þvertaka fyrir að slys hafi átt sér stað enda er það eðlilegt með nýja tækni, en ég held að Toyota sé búin að selja vel yfir 1 milljón Priusa.

Endilega sendu mér upplýsingar um alla þá er látið hafa lífið Rögnvaldur á nle@nle.is

Hinsvegar er ágætt taka þetta atriði upp þar sem öryggi varðandi rafbíla þarf að vera eins og við aðra bíla. Bílaframleiðendur hafa þróað bílana með öryggi að leiðarljósi og þeir hafa fundið lausnir á þessu eins og öðru. Skoðaðu nýleg test sem gerð hafa verið á rafbílum undanfarið og þá kemstu að því, t.d. á Volvo og Mitsubishi og fl.

Hitt er, að kenna þarf þeim sem koma að slysum hvernig standa eigi að aðkomu slíkra bíla og á það líka við um þær tegundir sem t.d. nota gas sem orkugjafa. Þetta er allt ný tækni sem krefst nýrra vinnubragða og þekkingar og það á við okkur öll sem umgangast bíla ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólk auðvitað.

Hugsaðu þér að koma að breyttum Metanbíl sem er með laskaða slöngu eftir árekstur og metangas hefur lekið inn í bílinn. Þú kemur að bílnum, hann er ómerktur og þú heldur að þetta sé bara venjuleg Toyota Corolla. Síðan þvingar þú upp kramda hurð til að komast að slösuðu fólki, það kemur neisti og búmm !

Gasið getur verið ósýnilegt eins og rafmagnið og hvoru tveggja getur verið stórhættulegt.

Eigum við þá ekki bara hætta við þetta allt saman ? og halda bara áfram að vera með 50 til 100 lítra af bensíni í bílnum (undir farþegasætinu) eins og það sé svo öruggt ! nei auðvitað ekki, það eru eðlilega fundnar lausnir sem henta hverri tækni en það á ekki að slaka á kröfunum.

Ég sá að N1 hafði fengið ISO stöðlun á stöðina sína uppi á höfða þ.e. við að dæla á bílana, en það er ekki ISO stöðlun á þessum bílskúrsbreytingum á metanbílum sem eiga sér stað hér um allan bæ. Þú getur líka rétt ímyndað þér ef allir væru að breyta bílum í rafbíla í öðrum hverjum bílskúr ! það væri ekki mjög sniðugt.

-----------------------------------------

Karl segir: „Þó þið hafið komið með góða punkta sem eru vissulega sannir, að það er umhverfisvænna og hagkvæmara að fá sér bensínbíl (sérstaklega þessa nýju) en rafmagnsbíl. Ég segi líka hagkvæmara því það er auðvitað glatað að geta bara keyrt 100km á hleðslu og þurfa svo að hlaða í 10+ tíma eftirá. „

Í fyrsta lagi Karl þá hafa þessir herramenn ekki komið með neina punkta sem eru sannir og fjarri því að það sé umhverfisvænna að fá sér bensínbíl.

Flestir rafbíla sem koma á markað núna eru gefnir upp fyrir allt að 160km drægni á einni hleðslu. Allmennt standast þessir bílar þær kröfur með einni undantekningu en það er Mitsubishi iMiEv bíllinn sem gefin er upp með 160km drægni, en nær að jafnaði ekki nema um 100km eða minna. iMiEv bíllinn er með 16kWs rafhlöðu á móti t.d. Nissan Leaf sem er með 24kWs rafhlöðu og einnig er gefin upp fyrir 160km drægni. Það er þarna stærðarmunur á rafhlöðunni sem skýrir kannski minni drægni í iMiEv bílnum.

En það er með þetta eins og annað að rafhlöðutæknin verður betri með hverju árinu, fleiri rafbílar eru framleiddir og verðið fer niður. Við höfum haft bensínbílinn í stöðugri þróun í vel yfir 100 ár og hugsið ykkur hvað rafbíllinn má þola á sínum fyrstu dögum að þurfa að standast þær kröfur sem við höfum komið okkur upp gagnvart bensínbílnum á yfir 100 árum!

Málið er að rafbíllinn stenst þær kröfur að langstærstum hluta strax í dag !

Ég er með upplýsingar um athugun sem gerð var á 700 bílum í sveitarfélögum í Noregi varðandi akstur bifreiða á vegum sveitarfélaga. Í Noregi eru um 6000 bifreiðar í notkun á vegum sveitarfélaga.

Niðurstaðan var að :

46,9% bíla eru keyrðir undir 50km á dag

42,7% bíla eru keyrðir milli 50 og 100km á dag

7,8% bíla eru keyrðir milli 100 og 150km á dag

2,7% bíla eru keyrðir meira en 150km á dag

Ég endurtek að nánast allir rafbílar sem eru að koma á markað keyra allt að 160km á jafnaði á hleðslunni. Samkvæmt niðurstöðum úr norsku könnuninni þá eru 89,6% allra bíla hjá sveitarfélögum í Noregi keyrðir undir 100km á dag ! M.ö.o. hægt væri að skipta þeim bílum út fyrir rafbíla strax í dag.

Á liðnu ári var gerð könnun hér á landi með rétt um 360 atvinnubílum á höfuðborgarsvæðinu. Settur var ökuriti í bílana og munu niðurstöður verða kynntar fljótlega. Þær niðurstöður eru í mjög svipuðum dúr og þessar.

------------------------------------

Bjössi segir: „Jón Logi víst er Teslan skemmtilegt leikfang fyrir þá sem eiga nóg af aurum, en ekki gleyma því að rafhlöðusamstæðan er að mig minnir sammsett úr 96000 farsímabatteríum, og dugir kannski í 2000 hleðslur áður en það þarf að skifta henni út, og það kostar ekki svo lítið , venjulega u.þ.b. 2-4 sinnum meira en nokkur bensínsparnaður , það verður auðvitað að reikna með þessu í eyðsludæminu, og þá kemur dálítið annað út.“

Hið rétta er að í Teslu Roadster er 6.831 cella eins og notaðar eru í mörgum fartölvum og er þetta tækni frá því um 2005 sem fyrst kom á markað 2006 eða fyrir 5 árum síðan. Tesla Model S sem er rúmgóður Sedan bíll og kemur á markað hér á landi á haustmánuðum 2012 kemst hinsvegar 480km á einni hleðslu.

Í E-Range Rovernum eru 96 cellur þannig að um aðra tækni er að ræða. Rafhlöðurnar eru gefnar upp fyrir að endast um 480.000km sem gefur um 32 ára notkun ef keyrðir eru 15.000km á ári.

Bílgreinasambandið orðaði það þannig í haust að við ættum að henda eldri bílum en 10 ára þar sem flotinn væri orðinn allt of gamall eða meðalaldur meira en 10 ár á meðan meðalaldur í EU löndunum væri um 7 ár.

Flestir rafbílaframleiðendur gefa upp minnst 8 ára ábyrgð á rafhlöðunum eða 160km. Ég hef ekki séð viðlíka ábyrgð á þessum ágætu bensínbílum ! Þegar talað er um þessa ábyrgð þá er verið að ábyrgjast að rafhlöðurnar gefi að lágmarki 80% af upprunalegri hleðslu.

Dæmi: ef bíll er seldur í dag með 200km drægni þá er ábyrgst að hann skili 160km eftir 8 ár eða 160.000 km.

Er það ekki ásættanlegt ?

Rafbíllinn er í dag í dýrari kantinum og ræður þar mest um verðið á rafhlöðunum. Bílaframleiðendur eins og Nissan t.d. eru að byggja nýjar verksmiðjur í Bretlandi, Portúgal BNA og víðar og þeir byggja rafhlöðuverksmiðjur við hliðina. Fjöldaframleiðsla á rafbílum er hafin og það lækkar verðið.

Ómar hljóp um alla koppa og grundir sem einn af þeim fyrstu með nýþungan Nokia farsíma fyrir 15 til 20 árum síðan. Hann varðaði veginn fyrir okkur hin. Hvað voru margir þá sem sögðu að þetta væri nú allt of þungir símar með rafhlöður sem entust ekkert og hvergi hægt að ná sambandi og og og . . . .

Nú er sami söngurinn uppi nema við erum að tala um rafbíla en ekki fyrstu kynslóð farsíma.

Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar : - )

Lárus Sighvatur Lárusson, 24.3.2011 kl. 19:02

16 identicon

Auðvitað eigum við að ræða þetta frekar.

Því hér hefur verið sleginn fullkominn tónn. Ég held að innlegg Lárusar sé eitthvað það besta blogg-innleg sem ég hef nokkurntímann séð. Þess vegna einmitt væri gaman að fara aðens lengra í þankagangi. Eins og með verð á orkunotkun (keyrslu) á ekinn km og svo hugsanleg viðbrögð stjórnsýslunnar, sem myndu tapa stjarnfræðilegum fúlgum af bensínskatti.

En heiður skal Lárus hafa.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband