Leikkonur lifa.

Leikarar og leikkonur lifa í verkum sínum þótt jarðneskri tilveru ljúki. Það gerir Elisabet Taylor og það gerir líka íslensk stallsystir hennar, því að á nú reikar hugurinn til tveggja leikkvenna, sem eiga þetta sameiginlegt og kveðja þetta tilverustig nokkurn veginn á sama tíma. 

Nær mér stendur Margrét Ólafsdóttir, hin íslenska leikkona, sem var svo mikil, hlý og heil manneskja, að hennar er sárt saknað.

Ekki síður verður mér hugsað til manns hennar, Steindórs Hjörleifssonar, sem ég átti langt og gott samstarf við, bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og ekki síður þegar hann var dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu. 

Það kom í hans hlut að móta fyrstur manna það starf og honum fórst það vel úr hendi. 

Lengi hefur það verið einhver ljúfasta minning sem ég hef átt um tvenn hjón og tilhlökkunarefni að hitta þau.  Annars vegar Thor Vilhjálmsson og Margréti Indriðadóttur og hins vegar Steindór og Grétu. 

Svo mikil hlýja, virðing og væntumþykja en líka stutt í húmorinn og lífsgleðina. 

Nú eru þau Thor og Gréta farin og hugurinn er hjá Margréti Indriðadóttur og Steindóri Hjörleifssyni og niðjum og ástvinum þessara tveggja góðu hjóna, sem ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur.

 


mbl.is Útför Taylor í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband