27.3.2011 | 19:47
Á slóðum Rommels fyrir 70 árum.
Ég er að lesa atburðarás Seinni heimsstyrjaldarinnar dag frá degi fyrir réttum sjötíu árum og nöfnin eru kunnugleg, því að í mars 1941 var Rommel í sókn til austurs á svipuðum slóðum og uppreisnarmenn sækja til vesturs nú.
Á engum vígstöðvum Seinni heimsstyrjaldarinnar gengu sóknir og gagnsóknir jafn langt og hratt sitt á hvað og í Norður-Afríku.
Það er vegna landshátta, sem bjóða upp á stríð sem líkist um margt sjóhernaði.
Nú er að sjá, hvort eitthvað svipað verður uppi á teningnum nú.
Hernaðurinn fyrir 70 árum byggðist mjög upp á birgðaflutningum og svipaðar aðstæður eru nú að mörgu leyti.
Einnig leika skriðdrekar og brynvarin farartæki stórt hlutverk, og ef NATÓ getur komið í veg fyrir að hersveitir Gaddafís geti notað þau, er það mjög mikilvægt fyrir gengi uppreisnarmanna.
Uppreisnarmenn í stórsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fréttir herma að Gaddafi og hans clan séu að undirbúa flótta sinn til Hvíta-Rússlands. En þeir Gaddi og Lúki eru miklir vinir. Húgó kallinn í Venazúela er einnig “close friend”. “Birds of a feather”.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.