28.3.2011 | 09:27
Fylgist með magni og vegalengd !
Í 52 ár hef ég fylgst með eyðslu bíla minna við hverja áfyllingu með því að bera saman ekna vegalengd og magn eldsneytis, sem ég hef tekið. Í nokkrum tilfellum hefur þetta gefið upplýsingar um að eitthvað væri að bílnum og því bæði sparað fé og fyrirbyggt vandræði.
Ef stolið er af bílnum í leyni kemur það strax í ljós. Þetta er gulls ígildi í orðsins fyllstu merkingu þegar eldsneytið er orðið jafn dýrt og raun ber vitni.
Skrapp frá og tankurinn tæmdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En hver stelur bensíni af bíl? Hver er með græjur til að gera þetta og hvernig getur hann gert það án þess að vekja neina smáathygli á sér?
Það þarf einhvern atvinnumann í svona og þeir verða ekki bara til sísona, einn, tveir og þrír. Það kæmi mér ekki á óvart að einhver þrautþjálfaður apaköttur frá útlöndum (Austur-Evrópu, með frían reisupassa hér á Íslandi í gegnum Schengen, auðvitað) hefði gert þetta, hlæjandi að grunleysi heimamanna hér eins og jafnan.
Alfreð K, 28.3.2011 kl. 16:24
Ég vona að Alfreð sé að grínast með Austur Evrópumanninn. Ekki vegna þess að þeir séu svo saklausir umfram aðra, heldur hvernig maðurinn setur þetta fram. Stíllinn hjá honum bendir til fordóma.
núll (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.