Minnir óþægilega á 2008.

Orðalagið "erfitt að útvega endurfjármögnun" heyrðist oft árið 2008. Orðalagið er nógu tæknilegt og loðið til þess að menn áttuðu sig ekki á því að í raun þýddi þetta að viðkomandi fyrirtæki stefndu beint í gjaldþrot.

Fjölmiðill greindi frá því að borgarstjórinn í Reykjavík hefði skrifað á facebook síðu sína að Orkuveitan væri "á hausnum"  og að erlendar lánastofnanir, sem fylgdust vel með skuldunautum, hefðu þegar í stað fengið þessi ummæli þýdd á þann hátt að OR væri gjaldþrota. 

Í hádegisfréttum RUV nú rétt í þessu var frá því skýrt að Norræni fjárfestingarbankinn teldi að "lánshæfi OR væri óviðunandi" sem er í raun það sama og Jón Gnarr sagði á facebook-síðu sinni, það er að OR væri "á hausnum."

Ummæli Davíðs Oddssonar:  "Íslendingar borga ekki" flugu strax á næstu klukkstundum um  sjónvarpsstöðvar, fjölmiðla, stórfyrirtæki og sendiráð um allan heim.

Stundum er eins og menn haldi að hér sé flest líkt og var fyrir daga internetsins og að ummæli á einkasíðum svokölluðum og í íslenskum fjölmiðlum séu aðeins til heimabrúks. En svo er alls ekki eins og dæmin sýna

Og líka hið gagnstæða, að hægt sé að halda leyndu fyrir Íslendingum sem útlendingar komast að.

Raunar er það oft svo að þeir sem mest eiga að vita, í þessu tilfelli íbúar Reykjavíkur, vita miklu minna en erlendar fyrirtæki og stofnanir. Að því leyti til var kominn á það tími að borgarstjórinn segði það sem hann sagði. 


 

 


mbl.is Vilja ekki lána Orkuveitunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll. Ljóst er að fjölmörgum kröfum hefur verið hafnað í þrotabú íslensku bankanna að hluta eða öllu leyti. Sem sagt, Íslendingar borga ekki það sem útlendingar og aðrir lánuðu bönkunum þremur. Það er ekkert nýtt og þurfti ekki Davíð til að skýra það út fyrir þjóðum jarðar.

Ríkisstjórnin hefur í tvö ár krafist þess að íslenskir skattborgarar endurgreiði eigendum innlána Landsbankans í Englandi og Hollandi, þ.e. þessum tveimur ríkjum. Kosið verður um það þann 9. apríl. Þá kemur í ljós hvort meirihluti landsmanna tekur undir með skoðun Davíðs að þessu leyti og ýmsilegt bendir til að svo verði.

Gnarrinn geypaði hins vegar um stöðu Orkuveitunnar af fádæma vanþekkingu sinni. Að því leiti eru dæmin tvö algjörlega ósamanburðarhæf.

Þó er gott að vita til þess að yfirlýsingar embættismanna séu almennt heyrum kunnar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.3.2011 kl. 14:08

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lausn á skuldavanda Orkuveitunnar getur aldrei falist í meiri lántöku. Eina leiðin til að laga hann er að minnka skuldabyrðina. Lausnin var kynnt fyrir meira en hálfu ári síðan, en viðbrögðin láta á sér standa. Í millitíðinni hefur Jón Gnarr lýst því yfir að hann vilji borga IceSave, en það hefur ekki hjálpað honum að útvega nein erlend lán.

Látum ekki leiða okkur tvisvar í sama foraðið. Það sem öðru fremur stendur í vegi fyrir uppbyggingu og framförum á Íslandi í dag, er landlæg fíkn í erlent lánsfé. Henni þarf að útrýma, og við byrjum á því 9. apríl með því að hafna óþarfa áhættu vegna afleiðinga gáleysislegrar hegðunar skuldafíkla í einkarekstri.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2011 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband