Lýðræðisumbót.

Það verður spennandi að sjá hvað nýtt frumvarp um persónukjör felur í sér.  Ég hef verið fylgjandi því að það verði að veruleika hér á landi eins og í ýmsum öðrum löndum, þannig að prófkjörin færist inn í kjörklefana. 

Það má útfæra persónukjörsreglur á mismunandi hátt og mér finnst alveg athugandi að framboðin fái sjálf að ráða því hvernig þau haga þessu. 

Þá yrði um að ræða þrjá möguleika, sem framboðin gætu valið sér sjálf og myndi nafn aðferðarinnar vera tilgrein fyrir ofan hvern framboðslista: 

1. Sama kerfi og núna. Röðin getur því aðeins breyst að nógu margir kjósendur striki út eða raði upp á nýtt. 

2. Persónukjör með leiðbeinandi röð framboðsaðila, þ. e. nöfnum raðað eftir því sem framboðsaðili leggur til án þess að sú röðun hafi nokkurt vægi, því að kjósendur listan hafi einir algert vald til röðunarinnar. 

3. Persónukjör svipað því sem var í stjórnlagaþingkosningunum. 

Og nú spyr kannski einhver: Hvers vegna að gefa nokkurn afslátt á því að innleiða persónukjör í líkingu við það sem er í lið 3?  Svarið er það að það sé hluti af lýðræðisfrelsi að framboð og flokkar fái að ráða því sjálf hvaða form þeir velja í þessu tilliti. 


mbl.is Frumvarp um persónukjör væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband