30.3.2011 | 19:56
Gott hjá Ögmundi.
Flutningur innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur mun lengja ferðaleið þess sem fer fram og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar um 164 kílómetra. Það er tvöfalt meiri lenging en yrði ef Hvalfjarðargöng yrðu lögðu niður.
Það samsvarar því, í kílómetrum talið, að ökumenn á leiðinni fram og til baka milli Akureyrar þyrftu að aka fyrir Hvalfjörð, fara um Brattabrekku og Laxárdalsheiði og auk þess að krækja út á Hvammstanga og til baka, bæði á leið norður og suður.
Flugvallarsvæðið nú er aðeins 7% af Reykjavík vestan Elliðaáa eða álíka stórt og hafnarsvæðið. Miklabraut ein tekur helming á við flugvöllinn. Engum dettur í hug að flytja höfnina suður til Njarðvíkur eða byggja íbúðabyggð þar sem Miklabraut er.
Þungamiðja íbúðabyggðar höfuðborgarsvæðisins er nú 4 kílómetrum austan við flugvöllinn, austast í Fossvogsdal, ekki í Vatnsmýrinni.
Það er lögmál á heimsvísu að krossgötur laða að sér byggð og hentugast er að hún sé sem næst þeim.
Stærstu krossgötur landsins eru við Elliðaárdal, 5 kílómetrum frá Vatnsmýrinni.
Frá þessum krossgötum er álíka langt, 5 kílómetrar upp á Hólmsheiði. Þar er bæði kaldara, vindasamara og meiri raki en við Skerjafjörð sem þýðir að þar er oftar þoka og meiri hálka en á núverandi flugvallarstæði.
Í stað þess að framkvæma þrjá gerninga: 1. Rífa flugvöllinn í Vatnsmýri. 2. Reisa þar íbúðabyggð. 3. Gera flugvöll á Hólmsheiði -
- væri hægt að framkvæma einn gerning: Reisa íbúðabyggð á Hólmsheiði, sem yrði jafn langt frá krossgötunum og Vatnsmýrin er.
Ögmundur Jónasson tekur að mínu viti skynsamlega á þessu máli, enda hefur ekki verið gætt jafnræðis í rökræðunum um Vatnsmýrina.
Haldin var dýr samkeppni um það hvernig svæðið gæti verið nýtt ef flugvöllurinn færi en engin samkeppni um það hvernig hann og umhverfi hans gætu orðið ef hann er kyrr.
Þar bendi ég sem dæmi á áratuga gamla hugmynd mína um "breyttan og betri flugvöll", þ. e þá að lengja austur-vestur-brautina og gera hana að aðalbraut valllarins, enda er autt svæði við austurenda brautarinnar og sjór við hinn endann, og gera litla 1100 metra braut þar sem nú eru fyrrum byggingar olíustöðvar Skeljungs, sem aðeins yrði notuð í hvössum sunnan- og norðanáttum.
Vísa að öðru leyti í fyrr bloggskrif mín um flugvöllinn með því að slá upp í leitarorðadálkinum efst til vinstri á bloggsíðu minni.
Reisi nýtt hús við flugvöllinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hvernig færðu út 160 km frá Kef til rvk fram og tilbaka ?
Óskar Þorkelsson, 30.3.2011 kl. 20:17
Á skiltum Vegagerðarinnar stendur 45 km. til Keykjavíkur frá Keflavík ef ekin er Reykjanesbrautin. Ekki veit ég hvaða Krísuvíkurleið Ómar á við en væri fróðlegt að fá það upplýst.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 20:47
Hroki hrunliðsins í R.vík. á sér lítil takmörk.Það vill ráða því hvar innanlandsflugið á sér höfuðstöðvar og sömuleiðis flug herflugvéla.Það krefst þess að það verði ekki í R.vík. og það þótt R.vík sé höfuðborg landsins.Það vill allt flug til Keflavíkurflugvallar eða eitthvað annað.Þessu R.víkur-stjórnarliði hefur ekki dottið í hug svo lítið að velta því fyrir sér hvort Sandgerðingar, 90% af Keflavíkurflugvelli er innan Sandgerðisbæjar, vilji nokkuð hafa með innanlandsflugið né herflugvélar sem vekja fólk fyrir allar aldir.Réttarstaða Sandgerðisbæjar er sú sama hvað varðar Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkur hvað varðar Reykjavíkurflugvöll.
Sigurgeir Jónsson, 30.3.2011 kl. 20:59
"Stærstu krossgötur landsins eru við Elliðaárdal, 5 kílómetrum frá Vatnsmýrinni."
Myndir 1-9 sýna hvaða þróun gæti orðið með nýju sjúkrahúsi og samgöngumiðstöð á Höfðanum, skoðið myndirnar fram og til baka.
Sturla Snorrason, 30.3.2011 kl. 21:08
Ómar er fullfær um að útskýra vegalengdir - en ekki virðast allir færir um að skilja, að vegagerðarskilti gefa ekki altækar upplýsingar um alla ferðamáta, hvað þá tíma eða eldsneytiskostnað. Flugleiðin RVK - AEY - RVK styttist varla við flutninginn til Keflavíkur (eða Sandgerðis ;-)
Þorkell Guðnason, 31.3.2011 kl. 00:56
Ég reikna með að Ómar taki með í reikninginn að oft lætur maður einhvern aka sér út á flugvöll. Það eru fjórar ferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkur. 4 x 45 = 180.
Síðan dregur hann frá samsvarandi akstur innan höfuðborgarsvæðisins miðað við að völlurinn sé þar, og miðar væntanlega við að meðaljóninn búi um 4 km. frá Reykjavíkurflugvelli. Þannig fær hann út þessa tölu.
Ágúst H Bjarnason, 31.3.2011 kl. 06:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.