30.3.2011 | 21:18
Íslandi bjargað !
Þegar Siv Friðleifsdóttir sneri úrskurði Skipulagsstofnunar við og leyfði Kárahnjúkavirkjun sagði Þorgerður Katrín í Kastljósi að hún hefði "bjargað Íslandi".
Í framhaldinu hófst ævintýri "athafnamanna", "fjárfesta" og "vogunarsjóða" sem að vísu endaði óvænt 2008.
En nú virðist það vera að hefjast á ný.
Og upphæðirnar, sem nú er veifað, eru miklu stærri en þær sem veifað var 2002.
Þá var startið á "björgun Íslands" sem Þorgerður Katrín talaði um, metið upp á um 400 milljarða á núvirði, en í þetta skipti koma athafnamennirnir, fjárfestarnir og vogunarsjóðirnir með 1700 milljarða inn í landið með því eina litla skilyrði að fá íslenskan ríkisborgararétt með smá tilhliðrun.
Meðal þessara björgunarmanna eru Rússar, en eins og allir vita er talið 99,9% víst Rússar reisi olíuhreinsistöð við Arnarfjörð upp á ca 500 milljarða á núvirði.
Við erum því samtals að tala um ca 2300 milljarða inn í hagkerfið í þessu tvennu. Ekki ónýtt að fá það. Að vísu þarf meira til svo að hægt sé að toppa björgunaraðgerðina 2002-2008, en þá bólgnaði fjármálakerf Íslendinga upp í meira en 5000 milljarða.
Ef við tökum Helguvík og Bakka með gæti upphæðin að vísu farið yfir 3000 milljarða !
Og þegar menn sjá þessar risatölur er ekki ónýtt að 2007-menn eins og Hjörleifur Kvaran, sem er í slagtogi með þessum bjargvættum, geti hjálpað til við að fá Norræna fjárfestingarbankann og fleiri slíka til að veita okkur myndarlega "endurfjármögnun" til að hægt verði að útvega tíumenningunum útlendu þá orku sem þeir þurfa.
Verkefnin núna eiga að vera tengd endurnýjanlegum orkugjöfum en felast alls ekki í því að þessir útlendingar muni ásælast þessa orkugjafa.
Engu að síður þarf þessa orku sem þeir tala um, og þá er að sjá hvaðan við getum fengið peninga til þess að virkja nógu mikið og hvort orka Íslands muni duga til að útvega þá orku sem 1700 milljarða króna fjárfesting mun útheimta, sjö sinnum meiri fjárfesting en Alcoa kom með inn í landið 2002-2007.
Vilja ríkisborgararétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða vitleysa er þetta nú í þér Ómar minn - það er talað um að fjárfestingageta viðkomandi hóps sé 1700 milljarðar - hverjum dettur í hug að þeir fjárfesti fyrir þessa upphæð hér. Það væri nú meira ruglið. Eins og sagt var þá er búið að setja inn hálfan milljarð sem á að fara í nýsköpunarfyrirtæki - og vonandi kemur síðan meira af erlendu fjármagni frá þeim ef nýsköpunarfyrirtækin sem þeir fara fyrst inn í.
Hvaða hvaða (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 22:22
Satt og rétt hjá þér Ómar. En má ekki bæta við olíunni á Dreksvæðinu. Yrði sæmileg viðbót.
Björn Emilsson, 30.3.2011 kl. 22:47
Mig grunar sterklega að þarna sé á ferð hópur manna sem vill kaupa hina nýju tækni sem við Íslendingar höfum þróað við að vinna eldsneiti. (þeir þekkja það sem hafa fylgst með)
Af hverju er það mál ekki komið á fulla ferð. Getur þetta verið ástæðann ?
Már (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 01:09
Ríkisborgararéttur til sölu.
Lítið notaður og ekki í ábyrgð + nóta fylgir (ekki þýfi).
Aðeins fjársterkir aðilar, utan Schengen koma til greina.
Einstaklingar er innan orkugeirans starfa, ganga fyrir.
Allar nánari upplýsingar fást í Helvíti, Follow me plz.
Skuggi (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 03:03
Tja, það myndi kannski þurfa svona stóra björgunaraðgerð til þess að bjarga hinni fyrri björgun?
En í alvöru, - Fjallkonan liggur flöt í for, og það raðast upp "bjargarar" með sigtið á því "allraheilagasta", - það er ekkert að gera fyrir kellu en að rísa á lappir sjálf og hugsa málið og þvottinn svo á eftir.
Jón Logi (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 10:35
Ekki þekkti ég þessi orð Þorgerðar.
Enn eitt Zitat þessarar aumu konu, sem húm getur ekki verið stolt af.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 17:11
Einföld aðgerð, FRELSI til handfæraveiða leysir byggða, fátæktar og atvinnuvanda
Íslendinga! FRELSI er það sem vantar, ekki nýjar lántökur gjaldþrota þjóðar,
nýtum auðugustu fiskimið í heimi á sjálfbæran hátt, ekki eins og í dag er miðin
gefa þjóðinni lítið brot af eðlilegum afla!
Aðalsteinn Agnarsson, 31.3.2011 kl. 18:30
Aðalsteinn Agnarsson. Þú ert oft búinn að skrifa þetta. Ég er með annan fótinn norðan heiða í litlu sjávarplássi og er farinn að trúa þér. En af hverju er þetta ekki gert? Ómar tjáir sig lítt um þetta, enda höfuðborgarsonur, sem hefur líklega aldrei í saltan sjó migið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 20:51
Það er ekki rétt að ég "tjái mig lítt um þetta." Sjávarútvegsstefna Íslandshreyfingarinnar 2007 snerist um það að koma á fót strandveiðum þar sem hleypt yrði nýju lífi í sjávarbyggðirnar sem hafa koðnað niður.
Ég skil ekki af hverju fæðingarstaður manns ráði því hve mikið eða lítið maður veit um lífið í dreifbýlinu. Í meira en hálfa öld hef ég farið um allt land árið um kring sem fréttamaður og skemmtikraftur og helgað störf mín málefnum landsbyggðarinnar.
Það að auki er
Ómar Ragnarsson, 1.4.2011 kl. 00:03
...eru mágar konu minni sjómenn sem hafa miðlað mér mörgu í gegnum tíðina.
(Vegna tæknilegra örðugleika datt þessi setning aftan af athugasemdinni hér á undan)
Ómar Ragnarsson, 1.4.2011 kl. 00:06
Athyglisvert allt saman. Enginn þekkir nú Ísland með öllu tilheyrandi betur en þú Ómar. Það kemst enginn með tærnar þar sem þú hefur hælana í þeim þekkingarheimi.
Skil ekki af hverju ég tortryggi ekki Kanadamennina sem vilja koma hingað með sína þekkingu og styrk. En á eflaust eftir að átta mig á því seinna. Skil hins vegar mjög vel það sem Aðalsteinn segir um fiskinn. Undarlegt að ekki fleiri en raun ber vitni átti sig á þessum skjótfengna auð hafsins. Ómar, þú þekkir líka fiskveiðar örugglega betur en flestir, m.a. því þú ert tengdasonur Patreksfjarðar
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2011 kl. 08:26
Það eru margir vinklar á þessu. Sjálfur er ég nú landkrabbi, en ekki meir en svo að ég hef bæði verið í landvinnslu og á sjó.
Og það breytir miklu.
Þetta með frjálsar handfæraveiðar vekur hjá mér nokkrar spurningar.
1: Hvað ætli veiðigetan geti orðið? Örugglega töluverð og vaxandi.
2: Hvað með stærri báta og togara sem þurfa að kaupa kvóta til að elta sama fisk, og það oft á slóð þar sem smá-jullur komast ekki? Er það þá sanngjarnt?
3: Hvað með sveiflur t.d. í útflutningi sem er heljarinnar system? Togararnir landa nánast eftir klukkunni (bæði ísað og fryst) á vestu vetrarmánuðum, þegar hinir minni geta ekki hreyft sig? Það má lítt stoppa flæðið?
Svo koma bónusar:
1: Meiri vinna og líf við ströndina
2: Ofur-góð vara og eins fersk og orðið getur.
3: Lítið rask á t.d. hafsbotni.
4: Þetta er ferðaþjónustuliður, og ekkert smá skemmtilegt! Ég ætla að læðast á handfæraveiðar í vor!!!! Ómar má alveg koma ef hann vill :D
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.