Ekki spurning um hvort heldur hvenær.

Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær það myndi gerast að vegna misskilnings yrði herþotum bandamanna beitt gegn samherjum í Líbíu. Svipuð atvik hafa gerst í öllum styrjöldum og má sem dæmi nefna svipaðar árásir herþotna í Afganistan.

Þar að auki er alltaf sú hætta fyrir hendi að skotglaðir hermenn fari offari þegar þeir hafa fullkomustu stríðstól veraldar í höndunum og að orðbragðið í samtölum þeirra hver við annað verði í svipuðum tóni og hin eftirminnilegu orðaskipti, sem átt sér stað þegar ráðist var á friðsamt og vopnlaust fólk í Bagdad og upplýst var fyrir tilstuðlan Wikileaks.

Eitthvert skelfilegasta vopnið í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar var Stuka steypiflugvél Þjóðverja. 

Þær steyptu sér yfir fólk á jörðu niðri með ærandi hávaða og gereyddu því sem ráðist var á. 

Þessar árásarflugvélar voru svo skelfilegar, af því að þær komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og hurfu síðan og þess vegna þóttu þessar árásir svo lúalegar. 

Yfirbragð hliðstæðra árása nú er svipað. Bandamenn nota herflugvélar sínar til þess að valda dauða og eyðieggingu á jörðu niðri án þess að hætta lífi hermanna sinna, en passa sig á því að fara ekki inn með landher, þar sem mannfall yrði meira. 

Árásin á flutningalest uppreisnarmann er því hið versta mál fyrir bandamenn, þótt um misskilning virðist hafi verða ræða ef marka má frásagnir af árásinni. 


mbl.is Herþota skaut á uppreisnarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Ómar, við lifum í grimmum heimi. Ein ástæðan fyrir því að nær allar þjóðir, þar á meðal Svíar, taka þátt í þessu er sú, að þetta er einstakt tækifæri til að kynna tækin og þeirra "performance". Áhættan er lítil, því engar varnir, en skotmörkin "life".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 18:41

2 identicon

Ætli bardagar á jörðu niðri yrðu ekki endurtekning á fyrra Persaflóastríði, alla veganna hvað tæknilega yfirburði varðar.

Karl (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 22:09

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er auðvitað hárrétt hjá þér.

Valkosturinn er hins vegar engu betri, þ.e.a.s. að leyfa Gaddafi að murka lífið úr uppreisnarmönnum og halda áfram sinni harðstjórn!

Þegar báðir kostir eru slæmir er erfitt að finna lausn, sem allir eru sáttir við.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.4.2011 kl. 04:13

4 identicon

Enginn misskilningur Ómar.  Bandaríkjamenn gerðu það sama í fyrra Írak stríðinu.  Þeir réðust á Írakska herinn, á "highway 80", sem bandarískir hermenn skírðu síðan "Highway of death".  Þar gereyddu þeir öllum hernum... vísvitandi, vegna þess að þeir "ætluðu" sér síðar í landstríð, og án þess að þurfa að eiga við "fríska" hermenn.

Þetta kallast "psyop", en hér er verið að ráðast á "andlegt heilsufar" mann og getu þeirra til að heyja stríð.

Stríð er ekkert göfugt, og menn sem segja "já" við slíku verða að gera sér grein fyrir því að svona brögðum er beitt ... nema þeir vilji sjá sín eigin börn koma heim í líkpokum, þegar hin óhjákvæmilega landganga á sér stað.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 09:45

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stríð er ekkert göfugt, satt er það, og það á við um langflestar styrjaldir, svo sem Fyrri heimsstyrjöldina, sem var hræðilegt stríð.

Öðru máli gegnir um Seinni heimsstyrjöldina sem var háð í sjálfsvörn gegn stórfelldustu villimennsku í sögu mannkynsins, nasismanum. 

Ómar Ragnarsson, 3.4.2011 kl. 20:01

6 identicon

Og þar átti sér oft stað það sem þarna gerðist, - "friendly fire".

Bæði í átökum, óvissu, vegna staðfræðilegra villa, o.fl.

Talið er að loftárás Þjóðverja á miðborg Rotterdam hafi verið mistök (þoka), svo og fyrstu árásir á íbúðarhverfi í London. Sama var reyndar uppi á teningunum með siglingarskekkju þeirra sem olli loftárás Þjóðverja á Freiburg, - þýska borg.

Einn af frægustu flugköppum Bandaríkjamanna féll fyrir eigin loftvarnarliði, svo og flugsveitarfélagi Þorsteins hins íslenska Jónssonar (Bandarísk loftvarnarskytta banaði honum). Þorsteinn þurfti og sjálfur að forða sér á spretti þegar Bandaríkjamenn gerðu loftárás á flugvöll RAF.

Þessi dæmi er erfiðara að afsaka heldur en sekúndubrots ákvörðun um að þagga niður í farartæki sem er að þeyta upp glóðarkúlum upp í loftrými þar sem aðeins einn aðili hefur umferð um.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband