Máttur hugvitsins.

Íslensk pylsa kann ekki að þykja merkilegt fyrirbæri og þaðan af síður skúr við hús á mótum Pósthússtrætis og Tryggvagötu, en þegar hugvit og útsjónarsemi eru annars vegar getur þetta orðið að fyrirbæri á heimsvísu.

Þeim sem létu sér detta í hug að leiða Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseta að Bæjarins bestu hér um árið að Bæjarins bestu hefði varla órað fyrir því að hægt væri að vinna þannig úr þessum litla viðburði, að skúrinn sá arna yrði "Mekka pylsunnar" í heiminum.

Smáatriðin, sem gera pylsurnar góðar láta lítið yfir sér en geta orðið dæmi um það að hið smæsta getur orðið það stærsta.

1968 hitti ég Bandaríkjamann í Kaupmannahöfn, sem hafði orðið vellríkur á afar smárri uppfinningu, sem var lítil pappírsskutla sem hægt var að láta fljúga á magnaðan hátt með því að skutla henni út í loftið. 

Lag skutlunnar byggðist á því hvernig pappírinn, sem hún var brotin úr, var klipptur til áður en var brotin saman eftir línum, sem markaðar voru í hana. 

Hann hafði fengið einkaleyfi fyrir þessari uppfinningu og var að vinna skutlunni nýja markaði. Hann sagðist búast við að þetta gengi yfir líkt og Húlahoppið tíu árum fyrr en kvaðst vera á góðri leið með að verða milljarðamæringur. 

Nú er spurningin hvort hægt verði að fá Bill Clinton til að gefa leyfi til að tengja nafn hans hinni íslensku pylsu og matreiðslu hennar. 

1986 hitti ég bandaríska konu í Los Angeles sem græddi á tá og fingri á því að selja skreið til Nígeríu á sama tíma og íslensku sölusamtökin voru í mestu vandræðum með viðskiptin við Nígeríumenn, sem vegna fátæktar borguðu lélegt verð fyrir skreiðina ef greiðslurnar frá þeim skiluðu sér á annað borð. 

Kvartað var yfir skreiðinni vegna maðka í henni og allt var þetta mál hið vandræðalegasta. 

Konan sagðist selja sína skreið eftir vandaða meðhöndlun í góðum umbúðum á hundrað sinnum hærra verði en Íslendingar fengju. Hún keypti skreið fyrir slikk á Íslandi, flytti hana til Ameríku, ynni hana þar og seldi síðan til Nígeríu. 

Ísleningar væru asnar,  þeir væru að reyna að pranga hálfónýtri vöru inn á bláfátæka Nígeríumenn en áttuðu sig ekki á því að 1% Nígerúmanna væru ríkt fólk sem væri tilbúið til að kaupa vandaða innpakkaða vöru. 

"1%" svaraði ég, "það er nú ekki há tala." "

"Rétt er það", svaraði konan, "en Nígeríumenn eru 120 milljónir svo að við erum að tala um meira en eina milljón góðra viðskiptavina.

Hugvit hins íslenska mannauðs er ásamt einstæðu landi, dýrmætasta auðlind okkar. 


mbl.is Íslenska pylsan slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Stundum er engu líkara en að Íslendingar hugsi með sér að fyrst við erum þjóð sem telur 300.000 hræður að þá sé engin önnur þjóð fjölmennari...

 Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.4.2011 kl. 10:28

2 identicon

Hugvit, segirðu?

Kínverjar eru 1,3 miljarðar manna (eða 十三亿 á kínversku), og eru á hraðleið með að verða fremsti framleiðandi á tækniafurðum í stað japana áður. EItt stærsta vandamál kínverja er vatn. Í dag kaupa þeir vatn frá Bandaríkjamönnum, og þú getur fengið fleiri Amerískar vörur í Kína, en allri Evrópu eins og hún leggur sig. Bandaríkjamenn gefa "skít" í Evrópu ... þetta gera hvorki Íslendingar, né Evrópubúar sér grein fyrir.

Það sem einkennir Kína, er að hér hefur þú ómenntað fólk sem er að vinna verk sem þarf tífalda háskólagráðu á Íslandi.  Hér er unnið sólarhringinn út, og allt kapp lagt í að gera vinnuna, og hamrað í unga fólkið að halda uppi fánanum eins og í Bandaríkjunum.  Á meðan í evrópu verður maður að skammast sín fyrir að ver hvítur maður.

Hugvit? Nei, vinur, Íslendingar hafa ekkert hugvit ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 13:42

3 identicon

Bjarne Örn Hansen. Viltu vera svo vænn og þýða þessi orð þín á íslensku.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband