13.4.2011 | 09:08
Varla til baka í Samfylkinguna?
Guðmundur Steingrímsson haslaði sér völl í Samfylkingunni þegar hann ákvað að taka þátt í stjórnmálum þótt bæði faðir hans og afi hefðu verið formenn Framsóknarflokksins. Hann sá sig síðan um hönd, ef svo má segja, og fór í framboð fyrir sinn ættarflokk.
Varla fer hann nú að kvarna niður fylgi Framsóknar með því að stofna nýjan flokk? Og varla að fara til baka inn í Samfylkinguna?
Það er ekkert nýtt að Framsókn sé klofin í svona málum. Hún var klofin í afstöðunni til EES á sínum tíma og til voru Framsóknarmenn sem ekki gengu í takt við forystu flokksins í afstöðunni til NATO, EFTA og fleiri mála.
Hópur Framsóknarmanna átti þátt í stofnun og framboði Þjóðvarnarflokksikns 1953 og upp úr 1970 voru óánægðir ungir Framsóknarmenn helstu forsprakkar svonefndrar Möðuvallahreyfingar, þeirra á meðal Ólafur Ragnar Grímsson og Baldur Óskarsson.
Framsókn fékk það orð á sig fyrir hálfri öld að "vera opin í báða enda" og á auðvelt með að vera það áfram.
Eru Siv og Guðmundur á útleið úr Framsókn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin á sér flugumenn í öllum flokkum. Þeirra er sundrungin skuldlaus.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 10:29
Það hafa nú margir gengið til liðs við Samfylkinguna sem "óháðir" Ingibjörg Sólrún t.d , Dagur B. og Íslandshreyfingin svo dæmi séu nefnd. Samfylkingin gæti þess vegna verið regnhlífarsamtök. Þessvegna geta Siv og Guðmundur S. komið undir þessa regnhlíf málefnum til styrktar... En þetta þekkir þú betur en ég Ómar...
Sævar Helgason, 13.4.2011 kl. 10:32
Ég held að Guðmundur hefur aldrei farið í framboð sem XB maður.... hann skipti bara yfir. Svipað og Þráinn Bertelsson.
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2011 kl. 10:49
Menn verða líka að átta sig á um hvað samtök framsóknarmanna snúast, þótt Siv og Guðmundur fái þægilega vinnu við það að ganga út þá á þetta ekki við um hinn almenna floksmanna sem er í vinnu.
Þess má líka geta að Samfylkingin hefur nú stöðu Framsóknarflokksins hjá ríki og sveitafélögum. Þegar ég var í flokknum voru ekki nema 80% miðstjórnarmanna í vinnu á vegum flokksins en 99% flokksstjórnarmanna Samfó.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.4.2011 kl. 11:26
Ég hegg eftir einu Ómar. EES atkvæðagreiðslan, - mig minnti að Framsókn hefði verið eini flokkurinn sem greiddi alfarið á móti. Alþýðuflokkur var með, Sjálfstæðismenn klofnir (píndu þeir ekki Haukdal til að sitja hjá?). En gaman væri að vita hvernig athvæði féllu, - fann það ekki í fljótri leit.
1993?
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 12:02
Þetta kjánalega útspil Íhaldsins var það besta sem gat komið fyrir stjórnina. Nú verða menn að bekenna, geta ekki svikið lit. Og ég er ekki viss um að allir séu Bjarna þakklátir fyrir það. Fyrir marga í þingflokkum stjórnarinnar (kettina) verður þetta afdrifarík atkvæðisgreiðsla. Ég meina, vilja þau ná kjöri við næstu kosningar. Þeir sem greiða munu atkvæði með tillögunni geta gleymt því að komast aftur á þing, og þessvegna strax farið að leita til vinnumiðlunar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 12:21
Framsókn var klofin gagnvart EES. Halldór Ásgrímsson og hans skoðanasystkin greiddu atkvæði með, hluti sat hjá, og mig minnir að einhverjir hafi greitt atkvæði á móti.
Ómar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 16:52
Var það loka-afgreiðslan? Sú sem að Vigdís tafði um stund?
Mín minning er sú að mestallur Framsóknarflokkur hafi verið á móti, eða allur. Hinir klofnir nema Alþýðuflokkur sem var með.
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 18:45
" Og varla að fara til baka inn í Samfylkinguna? "
Hvers vegna ekki? Eins og Þruman bendir á, þá er Guðmundur Steingrímsson vindhani eins og Þráinn Bertelsson, sem fór yfir í Samfylkinguna á atkvæðum fávitana (þau 5% sem kusu hann).
Haukur: Ég held að ef kettirnir úr VG stofna nýjan flokk, þá gætu þeir/þær auðveldlega komizt á þing. VG myndi þá bíða verðskuldað afhroð. Eftir áratuga misstjórn af hálfu fjórflokkanna, er öruggt að nýir flokkar munu fá stuðning, svo fremi sem frambjóðendum sé treystandi.
Ég er enn að bíða eftir skoðanakönnun, sem spyr þá kjósendur, sem vilja kjósa aðra flokka en fjórflokkinn (rúmlega 6% í nýlegum könnunum), hvað þeir myndu þá kjósa ef það væru kosningar á næstunni. Ég er viss um, að þegar nær dregur kosningum (sem verða í marz 2012), þá muni Liljuflokkurinn fá talsverðan stuðning og verða jafnstór Vinstri Brúnum. Einnig muni Samtök Fullveldissinna komast á þing og Hreyfingin bæta við sig. Ég er ekki viss um Framsókn. Ef þingflokkurinn getur orðið samstíga, þá heldur flokkurinn fylgi sínu, annars ekki.
Það er mín skoðun, að ég myndi frekar vilja drukkna í rotþró en að kjósa Framsókn (sama gildir Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og VG), en Sigmundur Davíð er öðruvísi en spilltu risaeðlurnar sem hafa farið fyrir flokknum á árunum 1944 - 2008. Það sem Sigmundur hefur sagt hingað til er mjög skynsamlegt.
En eitt er víst: Tími Jóhönnu og Steingríms er löngu liðinn. Þau einu sem ekki sjá það eru þau sjálf. Enginn er eins blindur og sá sem ekki vill sjá.
Libertad, 13.4.2011 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.