13.4.2011 | 16:48
Þjóðhagslega arðbært.
Lengi hefur verið litið á almenningssamgöngur og aðrar hagræðingarumbætur í samgöngum frá of þröngu sjónarhorni þar sem menn hafa séð eftir þeim frjámunum sem í svona umbætur fara.
Í ferðum mínum um fjórar danskar borgir, þrjár norskar og sjö sænskar auk lesturs athyglisverðrar skýrslu norrænna borgasamtaka um 16 norrænar borgir hefur tvennt aðallega vakið athygli mína:
1. Þær norrænu borgir sem eru á stærð við Reykjavík eru álíka dreifbýlar ef nota má það orð og Reykjavík. Aðeins stóru og gömlu borgirnar eru með þéttari byggð.
2. Almenningssamgöngum er yfirleitt betur fyrir komið í þessum borgum en á höfuðborgarsvæðinu hér heima enda er ekkert þessara borgarsamfélaga með annað eins sundurlaust kraðak af sjálfstæðum einingum og Reykjavíkursvæðið með tilheyrandi skipulagsleysi.
Hátt eldsneytisverð er ekkert einstakt íslenskt fyrirbæri. Það er á svipuðu róli og í nágrannalöndunum og erfitt að benda á rökréttari, skilvirkari og réttlátari skattlagningu, einfaldlega borgað eftir notkun og ekki hægt að svíkja undan.
Önnur skattlagning í staðinn myndi verða óréttlátari og nær að lækka aðra skatta og gjöld en það sem, lagt er á eldsneyti.
En ekki er síður mikilvægt að efla þann valkost sem almenningssamgöngur eru og gera ráðstafanir til að laga bílaflotann að því umhverfi, sem hlýst af því að olíuöldin hefur náð hámarki sínu vegna þess að jarðefnaeldsneyti jarðarinnar er takmörkuð auðlind og þverrandi í framtíðinni.
Milljarður á ári í samgöngur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Almennings samgöngur eru ágætur innan borga, en hér á norðurlöndum er bílaeign nauðsynleg. Þegar þú ert kominn í norður Svíþjóð, ertu að tala um vegalengdir sem nemur hundruð kílometra, á milli bæja. Samgöngur á milli þessara staða er nauðsynleg, og auknar samgöngur enn þausynlegri.
Olíu eign bandaríkjamann, og vestrænna þjóða er þegar byrjað að hnigna. Sú áætlun bandaríkjamann, að auðlyndir Araba myndu renna út á undan vestruveldunum hefur mistekis gífurlega. Þess vegna er lífs nauðsynlegt að finna út mögulega að nýta aðra eldsneytisgjafa, eins og vetni.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.