13.4.2011 | 22:57
Virði hvers þingmanns eykst.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar um vantraust á Ríkisstjórnina hafa það í för með sér að hver sá þingmaður, sem studdi stjórnina, getur "selt" sig dýrt eins og það er kallað, ef slíkt er uppi á teningnum hjá honum.
Bjarni Benediktsson ýjaði að þessu á Alþingi í kvöld þegar hann hjó eftir ummælum Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur varðandi virkjanir bæði efst og neðst í Þjórsá.
Út af þessu má spinna kenningar um það að nú muni færast í aukana "verslun" stjórnarflokkanna með tvo málaflokka, annars vegar hugðarefni Sf hvað varðar aðildarumsókn að ESB og hins vegar hugðarefni grænna þingnanna VG varðandi virkjanaáform.
Grænu þingmennirnir á jaðri órólegu deildarinnar í VG muni nýta tæpa stöðu stjórnarinnar til þess að skilyrða stuðning við stjórnina og áframhaldandi viðræður við ESB með því að stóriðju- og virkjanaáformum verði haldið í skefjum.
Sagt er að sá tími hafi verið ótrúlega mikill, sem Steingrímur Hermannsson eyddi í það á fyrstu stjórnarárum ríkisstjórnarinnar, sem hann myndaði haustið 1988 að stunda samninga við einstaka stjórnarþingmenn til þess að halda stjórninni Stefá á floti.
Einkum hafi hann þurft að eyða miklum tíma og fyrirhöfn í að hafa Stefaán Valgeirsson góðan og orðið mjög feginn þegar hann gat kippt þingmönnum Borgaraflokksins inn í stjórnina og látið þeim hið nýja Umhverfisráðuneyti í té.
Ekki stóð það síður tæpt í febrúar 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn sína á vægast sagt afar tæpun grunni.
Staða þeirrar ríkisstjórnar var svo tæp að málefni eins Frakka, Patrick Gervasoni, hafði næstum sprengt ríkisstjórnina vegna þess að Guðrún Helgadóttir gerði það mál að úrslitaatriði hvað varðaði stuðning hennar við ríkisstjórnina.
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar sem að vægi einstaklingsins eykst aukast öfgarnir þá og með deilurnar þar að í veldisfalli.
Steingrímur keypti Guðfríði klukka 23:55 eða eins og það heitir "5 mínútum fyrir fall" og svo virðist vera sem að Jóhanna hafi reynt hið sama með SA og ASÍ en hætt er við að það snúist úr höndunum á henni þar sem að partur af því sem hún hefur þurft að lofa til að sætta SA/ASÍ dró hún til baka í kveld í skítkasti í sandkassanum.
Nú hangir ríkis"stjórnin"? gjörsamlega á horreiminni og líklegra en ekki að enn hægist á þar sem ekki verða allir á eitt sáttir með frekari öfgar þeirra sem hæst ætla að hafa.
Það er þó eitt sem gæti bjargað "samstarfinu" og það er tillaga Birgittu um að formenn WC og Samspillingar segi af sér og láti keflið í hendur annarra.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 00:12
Var Guðfríður ekki sett af sem þingflokksformaður hjá VG í fyrradag? Hún verður örugglega eins og bráðið smjör í höndunum á Steingrími Sigfússyni næst þegar á þarf að halda. Svo á að setja Jón Bjarnason af sem ráðherra til þess að friða Jóhönnu og Ögmundur gerir jú allt sem honum er sagt að gera.
Samfylkingarþingmennirnir eru allir komnir á stóran daglegan skammt af ESB töflum og ráfa um með óráði undir stjórn skeifu Jóhönnu.
Þetta er ákaflega óhugnanleg blanda.
Sigurður Þorsteinsson, 14.4.2011 kl. 07:15
Tek undir með síðasta ræðumanni. Hrossakaupin voru pínlega sýnileg í gær. Þar var höndlað með 1 stk. umhverfismálaráðuneyti m.a. ekki nema að Guðfríður Lílja sé með stokkhólmsheilkennið eða þá Battered Woman syndrome.
Guðmundur Steingríms er greinilega á leið yfir í samfylkinguna aftur og líkist föður sínum meir og meir í tækifærismennskunni. Hvað hann fær að launum kemur brátt í ljós.
Manni flökrar við að verða vitni að þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.