Grímsvötn líklegust en önnur eldfjöll hættulegri.

Líklegast hefur verið leitað til íslenskra jarðfræðinga um upplýsingar um það, hvar líklegast væri að gysi næst, þegar settur var Grímsvatnastimpill á næsta eldgos á Íslandi og viðbrögð við því.

Hins vegar hefur verið tiltölulega hættulítið öskufall úr síðustu Grímsvatnagosum, - askan mun minni og léttari en í gosinu í Eyjafjallajökli. 

Öðru máli gegnir um Heklu, Kötlu, Bárðarbungu og Öskjusvæðið ef stór gos verða í þessum eldfjöllum. 

Hekla er komin á tíma og Katla hefur stundum gosið í kjölfarið á Eyjafjallajökli. Auk þess hafa verið skjálftar allt að þremur stigum á Richter á svæðinu frá Öskju og norðaustur í nyrsta hluta Krepputungu allt frá 2007. 

Og meira að segja kom einn yfir 2 stig í Kverkfjöllum nýlega. 

Vonandi hafa menn endurbætt matsaðferðir sínar á dreifingu og magni öskunnar frá því sem gert var í gosinu í Eyjafjallajökli. Miðað við það að flugvellirnir á Suðvesturlandi voru opnir þegar öskufall þar var mest liggur beint við að álykta að aldrei hefði þurft að loka neinum alþjóðaflugvelli á Íslandi á meðan á gosinu stóð ef upplýsingar og útreikningar hefðu verið betri en raun bar vitni. 

Og svipað held ég að hafi gilt um megnið af því sem bannað var í Evrópu. 


mbl.is Líktu eftir Grímsvatnagosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem mér finnst mestu skipta í þessu máli, er að á þessari stundu sem öskufallið var.  Hefðu Íslendingar getað staðið uppi sem kunnáttumenn á þessu sviði.  Að sýna kunnáttu á þessari stundu, hefði líklega gert það að verkum að Ísland hefði fengið gjaldeyri inn, sem næmi tíföldum IceSAVE og vel það.  Alls staðar í heiminum er ótti yfir hamförum, og áróðum um 2012 gerir pólitíska þörf viðbragða enn brýnni.

Enn því miður, þegar þurfti að sýna kunnáttu stóðu Íslendingar eins og flón og voru að reyna að skapa sér meðaumkvunar erlendra aðila.

Svei mér þá ... hvenær ætlar fólk að læra ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 18:29

2 identicon

Stærsta hraun lands­ins og reyndar á jörð­inni úr einu gosi á nútíma er ættað úr Bárð­ar­bungu, það er Þjórsár­hraunið mikla sem rann fyrir um 8500 árum. Er það talið vera um 21–30 rúm­kíló­metrar og flat­ar­málið um 950 fer­kíló­metrar. Það er því tölu­vert meira en hraunin úr Skaft­áreldum og Eld­gjá. Mörg nokkuð mikil for­sögu­leg gos hafa orðið suð­vestan jök­uls­ins, en stærstu gosin virð­ast verða þegar kvikan hleypur til suð­vest­urs.  Tvö gos hafa verið eftir land­nám, Vatna­öldugosið um 870 og Veiði­vatnagosið 1480.  Bæði voru þetta stór­gos sem hefðu mikil áhrif kæmu þau upp í dag. Bárð­ar­bungu­eld­stöðin er sér­stök að því leiti að þar verða alloft miklar rek– og gos­hrinur utan jök­uls­ins til suð­vest­urs inn á hálend­inu milli Vatna­jök­uls og Mýr­dals­jök­uls eða til norð­aust­urs í átt að Dyngju­fjöllum. Á nútíma hafa þessar öflugu gos­hrinur orðið í kerf­inu á um 250–600 ára fresti.  Einnig verða alloft gos norð­austan við Bárð­ar­bungu á jök­ullausu svæði þar sem heitir Dyngju­háls. Þau gos virð­ast þó að jafn­aði minni en þegar kvikan hleypur til suð­vest­urs. Síð­ast gekk slík hrina yfir á árunum 1862–4. Þá hefur komið í ljós í gjósku­lag­a­rann­sóknum að all­mörg gos hafa orðið í jökl­inum sjálfum, vænt­an­lega í eða norð­austur af öskjunni í Bárð­ar­bungu. Þessi gos virð­ast koma í hrinum, all­mörg gos urðu í jökl­inum á árunum 1701–40 og síð­ast árið 1780. Síðan hefur ekki gosið í jökl­inum og ekki gosið í kerf­inu síðan árið 1864. Tíðir jarð­skjálftar í Bárð­ar­bungu sýna þó að þetta mikla eld­fjall mun bæra á sér fyrr en varir. Þessi stóru sprungugos sem verða með um 5–800 ára milli­bili suð­vestur af Bárð­ar­bungu eru sér­lega skeinu­hætt. Þarna eru flestar vatns­afls­virkj­anir lands­ins og sér­hvert þess­ara gosa breytir lands­lagi mjög mikið á þessum slóðum. Þarna munu verða mikil eld­gos í fram­tíð­inni og eld­stöðin er að kom­ast á tíma ef miðað er við forsöguna. Bárð­ar­bunga er því eld­fjall sem á skilið athygli og virðingu. Sjá meira á www.eldgos.is

Jóhannes (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 11:36

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir þetta er eldstöðin sem ég hef verið að vara við nú í nokkur ár fyrst vissi ég ekki hvaða eldstöð það væri sem ég sá gjósa og komst að því þegar ég var að lesa mig til um eldstöðvar þá sá ég að það var einmitt Bárðarbunga í suð-vestur sem kemur.

Sigurður Haraldsson, 17.4.2011 kl. 16:46

4 identicon

Ég hnaut um Þjórsárhraun, sem er nærri mér. Ég hélt að það hefði komið af Hekluslóð, og það er rétt. Þjórsárhraun er EKKI úr B+arðarbungu.

Héddna:

http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3rs%C3%A1rhraun

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband