15.4.2011 | 12:50
Dásamlegt uppátæki.
Mikið hefði ég haft gaman af því fyrir rúmri hálfri öld að fá að taka þátt í því að fjalla um stjórnarskrána á fundi eins og þeim sem ungmennaráð ætla að halda á morgun.
Og mikið hefði ég haft gaman af því að koma á fund ungmennaráðanna á morgun.
En ég neyðist til að boða forföll því að fyrir löngu, meðan að tilvist og störf núverandi stjórnlagaráðs voru svífandi í lausu lofti, lofaði ég því að vera erlendis næstu daga.
Þess vegna get ég aðeins sent ungmennunum hvatningarorð og hamingjuóskir með það góða framtak sem felst í fundi þeirra í Iðnó og afrakstri hans.
Ungmenni ræða um stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.