Allt norður til Íslendingabyggða.

Við Íslendingar erum blessunarlega lausir við það fyrirbæri sem kallað er skýstrokkar. Strokkarnir, sem nú fara hamförum í Bandaríkjunum eru að vísu í syðri ríkjunum en þeir geta geysað allt norður til Íslendingabyggða í Norður-Dakota og valdið þar miklum usla.

Fyrir rúmum áratug fór einn slíkur yfir byggðina í Mountain í Norður-Dakota og lagði þar hús í rúst, sem Íslendingar áttu heima í og ég ræddi við fólkið skömmu síðar og sá verksummerki. 

Einnig fór mikill skýstrókur yfir Salt Lake City einum degi áður en ég kom þangað og var erfitt að trúa því hve mikill eyðingarmáttur getur verið í svona skýstrokk þegar horft er á afleiðingarnar. 

Við Íslendingar eigum nóg með eldgos, jarðskjálfta og fleira og megum þakka fyrir að skýstrokkar ná ekki slíku afli hér og erlendis. 


mbl.is 45 látnir eftir hvirfilbylji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki algerlega rétt Ómar. Við fáum stundum skýstrokka á Suðurlandsundirlendinu að sumarlagi. En sem betur fer ekki nógu sterka til að hífa upp mjókurkú eða eitthvað þaðan af þyngra.

Þeir geta þó gert usla í flögum (moka fræjum og mold hátt í loft) og stundum skrúfa þeyr upp hey sem er flatt eða í múgum.

Þetta er alveg magnað að sjá, og engin leið að sjá nema strókurinn komist í alvöru efni, eins og þurra mold eða hey. Þá er hægt að fylgjast með honum þar til hann hverfur þar sem ekkert er lauslegt til að þeyta upp.

Þeir hæstu sem ég hef séð eru ca. 50 metrar á hæð, ferðahraðinn er 20-40 km/klst, stefnan venjulega A-V, þvermál neðst ekki nema 1-3 m, og uppi kannski 10-20.

Þetta er ótrúlega magnað að sjá, og mér hefur aldrei tekist að ná mynd af þessu.

Og....martröð fallhlífarstökkvara....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband