23.4.2011 | 17:28
Í hátíðarskapi.
Bílar og vélhjól sem sýnd eru á páskasýningu Kvartmíluklúbbsins í Kauptúni eru kannski ekki alveg það sem orkusveltan heim í komandi orkukreppu vantar. Páskaegg og hátíðarsteikur eru heldur ekki alveg það sem vantar í sveltandi heimi þar sem offita er að vera helsta heilbrigðisvandamálið.
Tækin, sem sýnd eru á sýningunni eru ekki notuð daglega í snatt til vinnu og um borgina. Þetta eru tæki, sem notuð eru til hátíðabrigða og til að gera sér dagamun.
Sýningin Burnout var stórskemmtilega í fyrra og þessi vafalaust ekkert síðri.
Þeir hafa humor fyrir því óvenjulega úr því að minnsti Mini í heimi, bíllinn, sem notaður var sem bíll sérstaks saksóknara í Áramótaskaupinu, er þarna á sýningunni með öllum tilheyrandi merkjum.
Hið besta mál að fara á þessa sýningu og njóta hennar.
Tryllitækin sýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
„...orkusveltum heim .... vantar.“???
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 20:46
Fyrirgefðu, vantaði i-ið, sem verður nú sett inn. Takk fyrir.
Ómar Ragnarsson, 23.4.2011 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.