24.4.2011 | 11:43
Fer ekki eftir efnahag.
Stelsýki er eins og hver annar sjúkdómur sem fer ekki allt af eftir efnahag. Hjá sumum hefur þetta brotist út sem áhættusýki og þá hefur frægt og ríkt fólk verið nappað fyrir smástuldi rétt eins og bláfátækt fólk.
Þegar ég var í sveit fréttist af einum mesta efnabónda í landsfjórðungnum, sem stal snærishönk.
Maður á lúxusjeppa, sem stelur blómum á föstudaginn langa, er haldinn sömu veilu og drykkfeldur umrenningur sem stelur smáaurum til að eiga fyrir sjúss.
Hjá slíkum manni er það að vísu drykkjusýkin, sem ræður öllu, samanber hin fleygu orð fornvinar míns, sem Bakkus kúgaði, en hann sagði þegar skellt var á hressilegri hækkun á áfengisverði: (hann var svoítið gormæltur) "Ómag, nú eg bgennivínið ogðið svo dýgt að maðug hefug ekki efni á að kaupa ség skó."
Á lúxusjeppa með stolin blóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eigendur stærstu fiskiskipanna ákváðu að taka mannréttindin af Íslendingum,
að róa til fiskjar og mega fénýta aflann!
Frjálsar handfæraveiðar leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda fátækrar þjóðar!
Fiskaðu 10 þorska, 10 kg. þunga á dag, = 100 kg, á 30 dögum x 100 = 3.000 kíló
400 kr. fyrir kílóið = 1.200.000 krónur.
Þetta gæti bláfátækur Íslenskur almenningur auðveldlega gert á árabát,
með handfæri og FRELSI!
Aðalsteinn Agnarsson, 24.4.2011 kl. 13:36
Nákvæmlega! Þetta er hárrétt hjá þér!!! Fiskurinn á að vera þjóðareign en ekki bara tilheyra einhverjum örfáum. Mér finnst algjört einræði ríkja hér um allar trissur Stöndum upp frá tölvunum og skundum niður á Völl
Sterkast væri að þúsundir röðuðu sér þegjandi, allt í kringum Alþingishúsið og Stjórnarráðið. Fylla miðbæinn af fólkinu í landinu í dauðaþögn.
Einföld skilti, öll með sama texta.....
"Við borgum launin ykkar!"
"Vinnið fyrir þeim í okkar þágu,
ella víkið nú þegar"
Já, það er gaman að láta sig dreyma um góða gjörninga í páskahretinu....
anna (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 17:52
Hvar fær maður sjúss fyrir smáaura?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 17:53
Og svo (h)Lóhan(n).....?
Ómar Bjarki Smárason, 24.4.2011 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.