25.4.2011 | 18:43
"Að bera sannleikanum vitni."
Lærdómurinn af Tsjernobyl og Fukushima að segja sannleikann er jafngömui "hinum viti borna" en breyska manni.
Gott er að rifja Tsjernobyl upp nú um páskana sem helgaðir eru manninum sem aðspurður um hlutverk sitt hér á jörðinni sagði: "Ég er kominn til að bera sannleikanum vitni". "Hvað er sannleikur?" spurði Pílatus þá og ýjaði að því að hinn endanlegi sannleikur verði aldrei uppgötvaður til fulls.
Í meðferð áfengissjúklinga er grunnuppgötvun þeirra sú, að lygin var aðalatriðið í sjúkleika þeirra, afneitunin og réttlætingin sem áfengissjúklingurinn breiðir út meðal meðvirkra vina og ástvina.
Áfengisfíknin er af sama toga spunnin og gróðafíknin, sem heltók íslenskt samfélag í aðdraganda Hrunsins, því að hún byggðist fyrst og fremst á lyginni, sjálfslyginni, lygi að öðrum, afneitun og meðvirkni meirihluta landsmanna.
Þrátt fyrir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og margt fleira, sem komið hefur í ljós, virðist í gangi svipuð fíkn í gróðann af skefjalausri orkuöflun skammtíma hugsunar, þar sem í gangi er stórfelld afneitun á afleiðingum slíkrar orkubólu fyrir komandi kynslóðir sem þurfa að borga reikninginn dýru verði.
Sannsögli helsta lexía Tsjernóbyl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.