25.4.2011 | 23:09
Misvísandi vísbendingar.
Gosið í Eyjafjallajökli sýndi hve áfátt þekkingu manna var á eðli dreifingar gosöskunnar og áhrifum.
Askan var oft á tíðum svo fín að með ólíkindum var, svo að hún smaug stundum inn í tæki sem áttu að vera vatnsþétt. Það þýðir að öskukornin voru mun minni en minnstu vatnsdropar.
Á hinn bóginn var prófað að fljúga á einshreyfils flugvél með bulluhreyfli með mælitæki inn í öskumökkinn í um 10-15 mínútur og reyndist askan ekki fara yfir þau mörk sem talin voru varasöm.
Sjálfur prófaði ég að fljúga í um 20 sekúndur inn í svarta öskurigningu og varð framrúðan alsvört á þeim tíma en þegar komið var út úr hinum öskublandaða rigningarloftmassa þvoði hin hreina rigning öskuna af.
Vegna þess að askan var vatnsblönduð gerði hún engan óskunda.
Eftir að flugvélin hafði staðið á jörðu niðri í þurru öskumettuðu lofti og barið var létt með lófanum ofan á mælaborðið upp við framrúðuna, gaus upp líkt og svartur reykur með rúðunni !
Svo fín var askan að hún líktist fremur reyk en ösku.
Þannig var þessi aska mikið ólíkindatól.
Útreikningum í tölvum á dreifinu efnanna var stórlega ábótavant og gott dæmi um það var að öskumettuðu lofti og maður barði létt ofan á mælaborðið á mörkum þess og framrúðunnar gaus uppflugvellirnir íslensku voru opnir þá daga sem mesta askana var í loftinu við þá !
Dag einn í byrjun maí brast á hvöss norðvestan átt og var í hádegisfréttum útvarps greint frá því að askan fyki yfir Írland og myndi loka flugvöllum þar.
Á sama tíma var bannsvæði fyrir loftför með skrúfuþotuhreyfla sett í áttina upp í þennan mikla vind, sem var mikill í öllum hæðum, rétt eins og askan gæti borist á móti honum!
Það er eins gott að einhverjar framfarir verði í því að fást við svona viðfangsefni næst þegar svipað ástand kemur upp.
Ekki ástæðulaus ótti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn og aftur sýnir vísindasamfélagið að engu er treystandi. Þjóðverjar eru nýbúnir að gefa út skýrslu um að óþarfi var að loka þýskri lofthelgi.
Ég er með ösku úr gosinu í lokaðri krukku. Þegar ég hristi hana, er eins og krukkan fyllist af reyk.... eða gufu. Nokkrar mínútur líða áður en sest til í krukkunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.4.2011 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.