28.4.2011 | 00:07
Engra annarra kosta völ.
Blómastuldurinn á föstudaginn langa kom þjófnum í aðstöðu þar sem hann átti aðeins einn kost: Að skila blómunum og skammast sín eða verða ella uppvís að fáránlega lágkúrulegum stuldi.
Stelsýki getur verið jafn erfiður sjúkdómur og hver önnur fíkn.
Fyrir hálfri öld kynntist ég fjölmörgum af þekkustu tónlistarmönnum landsins og einn þeirra glímdi við þann löst, að þegar hann varð of drukkinn sótti að honum alveg fáránleg stelsýki.
Annar þjóðþekktur maður var eitt sinn gestur á heimili foreldra minna í partíi og fannst í lok þess sofandi áfengisdauðasvefni í skoti í forstofunni með frosið kjötlæri í fanginu, sem hann hafði stolið úr ísskápnum og ætlað að hafa á brott með sér en komst aldrei lengra með það.
Þetta atvik varð mér síðar tilefni í eftirfarandi hendingar í textanum "Ég hef aldrei nóg" þar sem lýst er hegðun fólks í villtu partíi:
"....Akfeitar æða frúrnar í tvist
og alls kyns fólk er sárlega þyrst.
Forstjórinn dáði "deyr" þar í sátt
og dreymandi faðmar kjötlæri hrátt..."
Villuleit í boði Púka
Frétt af mbl.is
Lúxusjeppaeigandi skilaði blómumInnlent | mbl.is | 27.4.2011 | 10:38
Plöntum sem stolið var úr blómakerjum utan við veitingastaðinn Hafið bláa við Ölfusá hefur verið skilað.
Lesa meira
Færsluflokkur
Aðalflokkur:Bloggar Bækur Dægurmál Enski boltinn Evrópumál Ferðalög Fjármál Fjölmiðlar Heilbrigðismál Heimspeki Íþróttir Kjaramál Kvikmyndir Lífstíll Ljóð Löggæsla Mannréttindi Matur og drykkur Menning og listir Menntun og skóli Pepsi-deildin Samgöngur Sjónvarp Spaugilegt Spil og leikir Stjórnmál og samfélag Sveitarstjórnarkosningar Tónlist Trúmál Trúmál og siðferði Tölvur og tækni Umhverfismál Utanríkismál/alþjóðamál Vefurinn Viðskipti og fjármál Vinir og fjölskylda Vísindi og fræði
Athugasemdir
Leyfa athugasemdir við færsluí daga frá birtingu
uppvís að fáránlegum stuldi.
Lúxusjeppaeigandi skilaði blómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.