1.5.2011 | 14:25
Bryndís hrapaði þrefalt hærra fall.
Þeir, sem hafa komið að Dettifossi hafa hugmynd um hvað 44 metra hátt fall er. Hallgrímskirkjuturn er rúmlega 70 metra hár og bíllinn, sem hrapaði í Miklagljúfur í Bandaríkjunum hrapaði 60 metra.
Að sleppa lifandi úr slíku kraftaverki líkast.
Hér á Íslandi hefur þó bíll hrapað þrefalt hærra fall og þau tvö, sem í bílnum voru, lifðu fallið af.
Það var þegar bíll sem Bryndís Brandsdóttir jarðfræðingur ók, fór í dimmviðri fram af hinu þverhnípta Grímsfjalli, skammt frá skálanum, og hrapaði um 200 metra fall niður í Grímsvötn.
Fara þurfti í langan björgunarleiðangur um Jökulheima upp í Grímsvötn til að bjarga Bryndísi og samferðamanni hennar.
Tilviljunin, sem réði því að þau lifðu þetta af, fólst ekki aðeins í því að sleppa, heldur hafði læknirinn, sem tók við þeim á spítalanum, sjálfur lifað það af að falla fram af Grímsfjalli á svipuðum stað fyrir mörgum árum.
Að öllu leyti er því hið íslenska atvik mun magnaðra en hið bandaríska og líkast tll einstakt á heimsvísu.
Hrapaði í Miklagljúfur og lifði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.