1.5.2011 | 17:14
Mikið áfall fyrir Gaddafi.
Þegar gerð var loftárás á húsakynni Gaddafis 1986 og dauðinn réðist þannig inn á gafl hjá honum greinilega brugðið, enda slíkt eitthvert versta áfall sem arabahöfðingin getur orðið fyrir.
Gaddafi tók í kjölfarið upp endurskoðaða stefnu gagnvart Vesturlöndum, þó einkum eftir að Sþ setti viðskiptabann á Líbíu 1993, og var karlinn bara kominn býsna langt á þeirri leið þegar uppreisn var gerð gegn honum í vetur.
Nú hefur Gaddafi orðið fyrir enn meira áfalli og spurning er, hvernig hann bregst við því.
Mannfallið í árásinni á son hans og fjölskyldu er jafn sorglegt og dráp á öðrum Líbíumönnum á báða bóga.
Staðfestir andlát Saif al-Arab | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar,
Að vera vitlaus, og gera vitleysu er ekki álastavert. Að vera alinn upp í Arabalöndum, með allt annað fyrirkomulag, er ekki álastavert að þeir séu öðruvísi þenkjandi og skipulag þeirra annað.
En að vera vestanmegin hafs, og telja sig vera meðal "gáfaðra" hluta mannkynsins, og gera það sama, er ekki bara álastavert, heldur er það hreinn og beinn glæpur.
Glæp verður þú að skilgreina í mörgum ólíkum skilningi, að gera eitthvað sem þú hefur enga greind að gera þeir grein fyrir, er ekki glæpur. En að vera upplýstur, og hafa vit fyrir sér, og gera það samt ... að senda sprengjur á börn og gamalmenni, eins og í þessu tilviki. Er margfaldur glæpur miðað við það sem þú getur reiknað einhverju apa að hafa gert á sínum lífsferli.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 17:40
Eitt er að vera vitlaus og gera vitleysur. Annað er að vera klikkaður og murka lífið úr sinni eigin þjóð. Að vera alin upp í heimi araba er sumum kannski óskiljanlegt umhverfi. Enn öll erum við með tilfinningar og öll elskum við fjölskyldu okkar og vini og það er okkur öllum sameiginlegt. Hvort sem við lifum vestanmegin eða austanmegin, kristnir eða múhameðs trúar. Við getum ekki setið hjá þegar bræður okkar og systur kalla eftir hjálp til að verjast árás vitskertra manna eins og Gaddafís og sona hans og annar veruleikafyrtra einræðismanna. Eða hver mundi lýta framhjá manneskju sem verið er að berja eða misþyrma?Það er engin afsökun til fyrir morðum/fjöldamorðum.
Vitið til þessi sonur hans á eftir að birtast einn daginn eins og stúlkan sem átti að hafa verið drepin í loftárás bandaríkjamanna á Trípólí að ég held 1987 en birtist svo allt í einu fyrir tveim árum þar sem hún var að útskrifast sem læknir.
Glæpir Gaddafís:
http://tinyurl.com/66e8ues
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 21:21
Það átti að sjálfsögðu að byrja stríðið á að sprengja þarna allt í loftið. Gaddafi og alla í kringum hann. Gaddafi sjálfur er áfall fyrir þjóðina og öllum sem geta ber skylda að skjóta kallin hvenær sem tækifæri gefst. Hann er ekki maður heldur villidýr sem lítur út eins og maður...
Óskar Arnórsson, 2.5.2011 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.