Réttmæt draumsýn.

Um þessar mundir er rætt um að engin laun skuli vera lægri en 200 þúsund krónur á mánuði. Sömuleiðis kemur fram að þessi laun haldi fólki í raun neðan við fátæktarmörk. Og vitað er að margir hafa enn minna fé til framfærslu en þetta. 

Á hinn bóginn er vitað að margir hafa laun sem eru fimmfalt hærri eða meira en það og það fylgir með, að vegna þess að við séum hluti af alþjóðasamfélagi getum við ekki haldið þessu fólki í landinu til að sinna sínu mikilvæga hlutverki, sem ekki sé hægt að vera án, sé ekki raunhæft að reyna að lækka þessi háu laun. 

Ögmundur Jónasson gegndi á tímabili embætti heilbrigðisráðherra og hefur vafalaust kynnst því launaumhverfi, sem er í heilbrigðiskerfinu, - einnig því, að verði laun lækna lækkuð of mikið, muni þeir flytja úr landi þar sem laun eru hærri.

Hér er því úr vöndu að ráða ef það á að jafna launin. Vandinn við það kom í ljós í vinnudeilu starfsmanna í loðnubræðslum í vetur en þá töldu þeir það vera rök fyrir stórhækkun kaups þeirra, að þeir væru svo fáir, að hækkun heildarlaunabyrði sjávarútvegsins myndi verða sáralítil. 

Til samanburðar myndi tiltölulega lítil launahækkun þúsunda sem vinna á mun lægri launum í og í kringum sjávarútveginn verða samanlagt að mikilli hækkun heildarlaunabyrði atvinnuvegarins. 

Þegar þetta er skoðað sýnist mörgum, eins og sjá má á bloggi og athugasemdum við ummæli Ögmundar, að það sé fullkomlega óraunhæft og jafnvel skaðlegt að nefna það að munur á hæstu og lægstu launum ætti ekki að vera meiri en þrefaldur. 

Auk þess myndi hugsjón Ögmundar í framkvæmd valda þvílíkri verðbólgu og setja hér allt á hvolf, að verr væri af stað farið en heima setið. 

"Ég á mér draum" sagði Martin Luther King í frægri ræðu fyrir nær hálfri öld. Þegar hann mælti þau orð og orðaði frekar í hverju draumurinn væri fólginn, fannst mörgum það fráleitur draumur hjá honum og órar einir. 

Samt voru þetta ekki aðeins orð í tíma töluð, heldur höfðu þau áhrif og skiluðu meiri árangri með tímanum en margir höfðu talið möguleika á að væri hægt, þótt vitanlega sé enn langt í land með að draumsýn Kings rætist á heimsvísu. 

Ögmundur Jónasson hefur orðað draumsýn sem er réttmæt vegna þess að hún byggist á réttlætiskennd í anda kjörorðanna frelsi-jafnrétti-bræðralag þar sem hið endanlega takmark er að í krafti samkenndar (bræðralags) muni nást fram mesta samanlagða frelsi mannanna barna, sem mögulegt er, en án jafnréttis er þetta samanlagða frelsi óhugsandi. 

 


mbl.is Hæstu laun verði þreföld lægstu laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli minn

Raunhæfast af öllu er að gera Ögmund að einræðisherra.

Óli minn, 2.5.2011 kl. 00:46

2 identicon

Já það er rétt hjá þér Ómar.  Launamunurinn hér á klakanum er fáráðnlegurí báðar áttir.
Það eru nokkur atriði sem þurfa að gerast.  Lægstu laun hækki um x-kr og hæstu "ofurlaun" lækki um x-kr.

Svo þarf að taka skattkerfið í gegn.  Allt þetta persónuafsláttur og vitleyisgangur flækir einungis málin.  Setja þarf flatann skatt á alla.  Allir borgi td. 20% skatt. 20.000 af hverjum 100 þús.  Og stórlækkun á öðrum skattstofnum.  Svo sem matvælaskatti.  Þetta batterí þarf ekki að vera svona flókið til að það virki.  Afætur í kerfinu tildæmis er einstakt dæmi.  Það er Fólk sem vinnur gerfistörf, listamenn sem fá laun og styrki frá ríkinu, ef að þú ert góður listamaður átt þú að geta lifað á listinni þinni, ef ekki, finndu þá annað að gera.
Einnig alþingismenn sem fá stjarnfræðilegann lífeyri.  Og svo má lengi vel telja up.

kv.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 01:48

3 identicon

Málið er að þessi hugmynd Ömmar, er ekki svo galin. Í Sviss eru lægstu laun ca. 500.000 og svo lang-langflestir á bilinu 500.000 - 1.500.000. Sem sagt frá x í 3x.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 10:38

4 Smámynd: Óli minn

Ég er farinn til Sviss.

Óli minn, 2.5.2011 kl. 11:14

5 identicon

Gamli komminn að brjótast út úr Ögmundi... hlægilegt rugl í karlinum.

Að auki er fáránlegt að lögreglan sé með svona tilburði í kirkjum eða hjá öðrum hjátrúarfullum hópum...
Einnig á Ögmundur ekki að halda neinar ræður or nuthing á svona hjátrúarsamkomum..

Þetta er púra hneyksli á alla vegu.

Peace

doctore (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 11:29

6 identicon

Ég veit nú ekki með launabyrði sjávarútvegsins. Hef aldrei verið á öðru eins kaupi eins og á sjó og í landvinnslu. En......vaktirnar voru nokkuð langar. Og skatturinn fékk mikið ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 17:28

7 identicon

Skipstjóri fær tvo hluti en hásetinn einn, er þá ekki nóg fyrir forstjórann að fá þreföld laun verkamannsins.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband