Sporin frá 1978

Á útmánuðum 1979  lenti ég flugvél í Hornvík, næstu vík við Hælavík, og við Sigmundur Arthursson gengum þaðan upp á Hornbjarg þar sem jörð var snævi þakin.

Þar gengum við fram á svo stór spor eftir dýr, að það hlaut að vera mun stærra dýr en refur og tókum mynd af sporunum, sem við notuðum í heimildarmyndina "Eyðibyggð." 

Þetta voru köld ár, einkum árið 1979, og hafís rak að landinu. Það var því líklegt að bjarndýr kæmi á land. 

Nú eru hins vegar hlý ár en samt ganga bjarndýr á land. Það gæti bent til þess að rót sé komið á stofninn vegna breyttra skilyrða í sjó og í lofti. Um það er þó ómögulegt að segja. 

Í þetta sinn gildir ekki sú afsökun fyrir því að fella þetta dýr að það ógni fólki eða fénaði. Hornstrandir eru eyðistrandir þar sem hvorugt er fyrir hendi. 

Það þarf því að taka sér góðan umhugsunartíma áður en það yrði tekið til bragðs að fella björninn og leita ráða til að koma honum út á ísbreiðuna, til dæmis með því að flytja hann deyfðan í þyrlu. 


mbl.is Hressilegur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Önundur sagði dálítið óþægilegt að vita ekki hvar dýrið er. „Svona dýr skokkar auðveldlega 50 km. á dag. Það er þoka á svæðinu sem þýðir að björninn getur verið kominn upp að hliðinni á manni áður en hann veit af.“

Önundur sagðist hafa áhyggjur af tveimur mönnum sem eru á þessu svæði. Þeir fóru í land með bát snemma í morgun og ætluðu að ferðast um. „Þeir sem settu þá í land eru að reyna að hafa samband við þá. Það er ekkert GSM-samband þarna nema á takmörkuðu svæði.“"

ls (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 13:06

2 identicon

Sæll,algjörlega sammála þér. Kannski mun hann bara halda sér í Hælavíkinni og verða aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Þrjár leiðir eru í stöðinni þar sem hann mun líklega aldrei synda á haf út. Skjóta í hann deyfilyfjum og flytja hann annað t.d. á sínar heimaslóðir. Deyfa hann og setja í hann senditæki til að fylgjast með ferðum hans og hafa skotmann með til öryggis ef hann nálgaðist fólk. Þessi lausn byggist á því að hann afli sér fæðu úr sjónum eins og hann er vanur að gera. Örþrifaráðið er að aflífa hann. Hann gat í öllu falli ekki fundið betri stað til að stíga á land.

sigurður ingólfsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 13:07

3 identicon

ég vona að málin verði hugsuð vel áður en blóðþyrstur veiðimaður fær að spreyta sig á að drepa þetta dýr.. Held að margt annað sé í stöðunni en bara að skjóta hann.

Kristín Hávarðsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 13:16

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þið vilduð kannski, Sigurður og Kristín, skreppa norður og vita hvort þið getið ekki komið hálsól á greyið og teyma hann svo suður í Húsdýragarð?  Mínu fólki hefur staðið ógn af hvítabirni, og þeir eru ekkert lamb að leika sér við.  Hættið þessari veruleikafirringu strax, og skjótið dýrið.  Það er mannúðlegast.

Sigríður Jósefsdóttir, 2.5.2011 kl. 13:46

5 Smámynd: Steini Thorst

Er ekki bara málið að koma GPS tracker á dýrið og geta þannig fylgst nákvæmlega með ferðum þess?

Steini Thorst, 2.5.2011 kl. 13:48

6 identicon

Jæja byrjar þá enn ein ísbjarnarsöngurinn.  Ég hélt að allmennt værum við Íslendingar frekar skynsöm þjóð en samt töpum við vitinu um leið og Ísbjörn gengur á land og látum eins og þetta sé einhverskonar gæludýr sem þurfi „bara“ að koma aftur í búrið sitt.  Þessi dýr eiga ekki heima í Íslenskri náttúru og geta ekki lifað hér vegna þeirra aðferða sem þeir nota við að afla sér fæðu. Að flytja hann aftur til sinna heimkynna er ekki eins auðvelt og það hljómar vegna þess að hann er búinn að ganga á land annarstaðar þá er eftir því sem mér hefur skilist ekki víst að hann fengi að fara til baka.  Það eru hömlur á því að flytja lifandi dýr á milli landa og ef ætti að gera þetta samkvæmt öllum reglum er það ekki sjálfgefið að slíkt væri leyft.  Hvað varðar það að veiða hann og setja í búr þá held ég að hann væri betur kominn undir grænni torfu heldur en það, fyrir mína parta vildi ég frekar vera dauður en hýrast í búri það sem eftir er ævinnar og ég býst við að nafna mínum þætti það sama.  

Björn (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 14:19

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir athugasemdir #4 og #6.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2011 kl. 14:25

8 identicon

Björn þú vilt frekar vera dauður en að hýrast í búri það sem eftir er ævinnar þannig að ég geri ráð fyrir að þú viljir þá taka upp dauðarefsingu í staðinn fyrir lífstíðarfangelsi, í mannúðarskyni, eða hvað?

En að öðru leiti þá vona ég að tekið verði á málinu af skynsemi og rósemi, það er afar sjaldgæft að ísbirnir ráðist á fólk. Get þó tekið undir það með #4,#6 og #7 að við að sjálfsögðu metum öryggi fólks fram yfir velferð bangsa.

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 14:57

9 identicon

Fer bara ekki Gnarrinn borgarstjóri og hnýtir upp í hann spotta og hefur hann hjá sér í Reykjavík. Hugsið ykkur hvað væri gaman að mæta þeim á Laugaveginum. Ef til vill myndi það auka verslun þar. NEI ÞAÐ Á AÐ SKJÓTA ÞENNAN ÓFÖGNUÐ UM LEIÐ OG TÆKIFÆRI GEFST TIL ÞESS. 

gissur jóhannesson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 14:58

10 Smámynd: Steini Thorst

Jæja, það þarf víst ekki að velta þessu lengur fyrir sér,.....

Steini Thorst, 2.5.2011 kl. 15:36

11 identicon

Jæja, greyið fallið.

50m er reyndar svona á mörkum hins mögulega með pílu.

Flutningurinn ætti ekkert að vera tiltökumál:

a) beint í Selagirðinguna í Húsdýragarðinum. Þá á hann líka nóg að éta. Bannað börnum.

b) beint aftur til Grænlands og ekki sækja um leyfi hjá ESB, enda er Grænland ekki í ESB. Það er reyndar tiltölulega einfalt að flytja skepnur HÉÐAN.

En nú fer hann líklega bara í refafóður og uppstoppun. Bjössagreyið.

Menn furða sig svolítið á þessum tíðu heimsóknum síðustu ár. Sel það ekki dýrara en ég keypti, en hef heyrt að léttari rekísinn (v. bráðnunar) sé nokkuð fljótur í förum, og svo synda þeir restina. Og það er búið að vera nokkuð um vestlægar áttir undanfarið.

Hvað skyldi hann annars hafa verið lengi á landi, og er hann sá eini?

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 17:14

12 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jón logi, þetta hefur ekkert með ESB að gera, Grænlendingar vilja ekki fá dýrið til baka. Heldur afskrá þeir það af veiðikvótanum.

Það á að skjóta þetta á færi, það er ódýrast

Brynjar Þór Guðmundsson, 2.5.2011 kl. 21:17

13 identicon

Ómar ! Þú minnist þarna á Sigmund Arthursson kvikmyndatökumann,en að mínu mati er hann einn sá besti kvikmyndatökumaður sem þjóðin á,og vona ég að hann sé búin að fá viðurkenningu á því.

Númi (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband