Aðdáendurnir eldast.

Þótt sagt sé: "Elvis lifir!" eða "Elvis is in the building" og að aðdáun á honum hafi gengið í bylgjum og átt ný blómaskeið nokkrum áratugum eftir að hann var á tindi ferils síns, vinnur tímans tönn hægt en örugglega á stöðu hans.

Nú fækkar þeim aðdáendum hans sem eru á barneignaaldri og því er það í sjálfu sér engin frétt þótt nafnið Elvis sé ekki lengur í hópi 1000 vinsælustu nafnanna sem foreldrar gefa börnum sínum. 

Þegar ég var skírður var hægt að telja þá Íslendinga, sem hétu Ómar, á fingrum sér, svo fáir voru þeir og ungir. 

Þegar nafn mitt komst í símaskrána 1959 var aðeins einn annar Ómar þar, litlu eldri en ég. 

Ómarsnafnið fékk nýjan byr á síðustu árum heimsstyrjaldarinnar þegar nafn Ómars Bradleys, hershöfðingja, var í fréttum dögum, vikum og mánuðum saman.

Rithöfundurinn Ómar Kayam var vinsæll á tímabili og síðar leikarinn Ómar Shariff. 

Nafnið fékk því meðbyr á tímabili sem skilaði sér uppi á klakanum. 

Sum nöfn eru einfaldlega háð tískustraumum og umtali og öðlast vinsældir eða tapa þeim í samræmi við það. 


mbl.is Vinsældir kóngsins dvína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Ómar. Stefnuræðan þín í gær var stórglæsileg!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 14:12

2 identicon

Ég held þú hafir ætlað að skrifa:"Elvis has just left the building" sem ég hef oft heyrt en ekki "Elvis is in the building" sem ég hef aldrei heyrt.Eða eins og segir í stórgóðu lagi með Frank Zappa:

 Elvis has just left the building --
Those are his footprints, right there
Elvis has just left the building --
To climb up that heavenly stair

He gave away Cadillacs once in a while;
Had sex in his underpants,
Yes, he had style!
Bell-bottom jump-suits?
That's them in a pile,
But he don't need'em now,
'Cause he's makin' Jesus smile!

Elvis has just left the building --
Those are his footprints, right there
Elvis has just left the building --
To climb up that heavenly stair

The Angels all love him,
He brings them relief
With droplets of moisture
From his handkerchief!
Cher'bim 'n ser'phim
Whizz over his head --

[ From: http://www.metrolyrics.com/elvis-has-just-left-the-building-lyrics-frank-zappa.html ]

Jesus, let him come back!
We don't want Elvis dead.

Elvis has just left the building --
Those are his footprints, right there
Elvis has just left the building --
To climb up that heavenly stair

So what if he looks like a wart-hog in heat?
He knows we all love him --
We'll just watch him eat,
So take down the foil
From his hotel retreat,
And bring back The King
For the man in the street!

Elvis has just left the building --
Those are his footprints, right there
Elvis has just left the building --
To climb up that heavenly stair
He's up there with Jesus, in a big purple chair

Finnur Júlíusson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 17:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef heyrt setningunni um Elvis og bygginguna snúið við til þess að minna á, að hann lifi, og notaði það því vísvitandi í þessari mynd.

Ómar Ragnarsson, 7.5.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband