6.5.2011 | 14:06
Leiðir hugann að víetnömsku munkunum.
Viðbúnaður Bandaríkjamanna í Suður-Vietnam í kringum 1960 var ekki meðal helstu heimsfrétta lengi vel. Var þó ýmislegt við hann að athuga.
Það var ekki fyrr en víetnamskur munkur kveikti í sér og brenndi sig til bana á almannafæri sem athyglin beindist fyrst að því sem var að gerast í landinu.
Þetta var alveg dæmalaust atvik á þeim tíma og oft þarf slík atvik til svo að svipt sé hulu af einhverju máli, sem er miklu stærra og alvarlega en almennt er haldið. Enda kom í ljós í Vietnam að svo var.
Ljósmyndirnar af brennandi munknum og síðar af brennandi fólki, sem flýði eftir árás Bandaríkjamanna á vietnamskt þorp höfðu meiri áhrif á almenningsálit í Bandaríkjunum og um allan heim en langar fréttaskýringar á hernaðinum í landinu.
Nú liggja ekki fyrir hvaða aðstæður drógu hinn íranska hælisleitanda til þess örþrifaráðs sem hann greip til í morgun og best að fullyrða ekkert þar um.
Það er ekki nýtt að svona mál komist fremst í umræðuna. Mál Patricks Gervasonis fyrir þremur áratugum komst fremst í fréttir vegna þess að einn stjórnarþingmanna hótaði að láta af stuðningi við þáverandi stjórn ef hann fengi ekki landvist.
Að öðrum kosti er alls óvíst hvort það mál hefði vakið nokkra umtalsverða athygli.
Mikil hætta skapaðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mohammed Bouazizi kom af stað byltingunni í Túnis með því að kveikja í sér.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 15:48
Gott Guðmundur að minna á þetta. Í Newsweek International, Ferbruary 14, 2011, var frábær grein eftir Fouad Ajami einmitt um þetta; "Historians of revolutions are never sure as to when these great upheavals in human affairs begin. But the historians will not puzzle long over the Arab Revolution of 2011. They will know with precision when and where the political tsunami that shock the entrenched tyrannies first erupted. A young Tunisian vegetable seller, Mohamed Bouazizi, in the hardscrabble provincial town of Sidi Bouzid, set himself on fire after his cart was confiscated and a headstrong policewoman slapped him across the face in broad daylight.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.