Aldahvörf óhjákvæmleg.

Velsæld olíualdar hefur náð hámarki og leiðin liggur aðeins niður á við. Ef reynt er að fresta því verður fallið niður á við aðeins hraðara og afleiðingarnar verri þegar ósköpin dynja yfir. 

Mikilvægasta verkefni hagvísindanna verður því að finna aðra leið en endalausan hagvöxt til að tryggja hamingju jarðarbúa. 

Ráðamenn í lýðræðisríkjum er um megn að grípa til raunsærra ráða því að þeir horfa aðeins fjögur ár hið mesta fram í tímann. 

Það á líka við um íslenska ráðamenn, sem eru enn fastir í gróðasókninni sem skóp Hrunið í stað þess að setja af stað markvissa umbreytingu í orkubúskap og þjóðlífi sem nýtir sér þá einstöku stöðu sem við höfum varðandi innlenda og endurnýjanlega orkugjafa, sem hægt er að nýta án þess að fórna fyrir það ómetanlegum náttúruverðmætum landsins og bera hagsmuni komandi kynslóða fyrir borð.


mbl.is Eldsneytisverðið lamar efnahag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott skrif Ómar og hafðu þökk fyrir! Vonandi að það verði hlustað á þig því að þú hefur lög að mæla!

Sigurður Haraldsson, 7.5.2011 kl. 01:03

2 identicon

Í dag hangir sjálfstæði þjóða á olíunni, og þeirri flutningaleið sem hún er háð. Aðeins vetni, veitir Íslendingum sjálfstæði.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 10:31

3 identicon

Alveg rétt hjá þér Ómar. Nær að lúra eilítið á orkunni frekar en að semja hana af sér á hrakvirði og þurfa svo að (hömm) vera með hinum þegar orkueiningin fýkur í verðgildi upp í hæstu hæðir.

Og Bjarne: Hvað ertu að segja? Vetni er flytjanlegt geymsluform orku til hreyfiafls. Sama gildir um uppistöðulón og kapal. Flutningar og keyrsla Íslendinga gætu orðið sjálfstæðir á innlendum orkugjafa án þess að vetni kæmi til.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 12:39

4 identicon

Jón Logi: Ég er að hugsa um rafmagnið, eins og þú segir, sé flutt í vetni sem geymsluform til að flytja raforkuna í hreyfimotor í skipum og bifreiðum. Rafmótorar eru svolítið kraflitlir í hlutfalli við sprengimotor, svo ég viti til.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 13:08

5 identicon

Bjarne: Vetnið er yfirleitt ekki nýtt í sprengihreyfli, heldur brunasellu. Og það er ekki sérstaklega þægilegt í geymslu og flutningi.

Rafmagnið ER hinsvegar næstum allstaðar. Þess vegna veðja ég á rafbíla eða rafbíla-tvinn sem framtíðina, og þjónustunet (skiptibatterí, hraðhleðsla) um allt land.

Það þarf bara að slípa það aðeins betur. En þetta er mestöll olíunotkun þjóðarinnar, - á bíla.

Það versnar í þessu með eldsneyti á flgvélar, en er reyndar hægt að nota "ræktað" eldsneyti.

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband