Þriðja heims þjóð?

Ég er að lesa kafla í bók Eiríks Bergmanns Einarssonar sem heitir "Sjálfstæð þjóð" og fjallar um það hvernig Íslendingar fóru með himinskautum í aðdraganda Hrunsins, töldu sig nánast yfirburðaþjóð, sem landshagir og saga hefðu lyft upp í atgervi svo að annað eins þekktist ekki í heiminum.

Í þessum bókarkafla er, eðli máls samkvæmt, raðað helstu einkennum, ummælum og gerðum okkar frá þessum árum og fyrir bragðið verður hann svo fáránlegur, svo hlægilegur og grátlegur í senn að maður kemst hreinlega við sem Íslendingur.

Svo er að sjá af þessum ummælum að umsvif Íslendinga í Danmörku væri hugsuð sem hefnd fyrir alda langa kúgun, maðkað mjöl og hvaðeina með því að kaupa það upp í Danmörku, sem okkur sýndist, enda værum við yfirburðaþjóð, einstæð í verlöldinni og segðum það hver upp í annan og

Sem dæmi má nefna að þegar Íslendinga hugðust hefna fyrir 14:2 hrakfarirnar á Parken 2006 en hinir íslensku áhorfendur sáu fram á enn einn niðurlægjandi ósigurinn á leikvellinum, fóru þeir að syngja einum rómi: "Ve vil köbe Parken!"

Það átti að segja Dönum, að við myndum hefna líka öllum, hvar sem við kæmum, allt frá forsetanum til áhorfenda að knattspyrnuleikjum á erlendri grund. 

Í bókinni er rakin söguskoðun Jóns Jónssonar Aðils sem skipti þjóðarsögunni í fjóra kafla, gullöldina til 1262, hnignunarskeiðið 1262-1550, niðurlægingarskeiðið 1550-1750 og endurreisnarskeiðið eftir það.

Á gullöldinni voru Íslendingar með glæsilegustu þjóðarhagi og atgervi sem þekkst hafði allar götur til Rómaveldis og Forn-Grikkja, síðan komu hnignunarskeið og niðurlæginartímabil, að mestu að kenna vondum útlendingum, og loks endurreisnarskeiðið þar sem framsækin þjóð barðist við erlenda kúgara. 

Þegar farið er hratt yfir árin 2003-2009 liggur við að þjóðin hafi farið í gegnum þrjú fyrstu skeiðin á ljóshraða og sé nú á niðurlægingarskeiði, sem speglast í fréttum hvers einasta dags, svo sem eins og í dag: Læknaskortur og íslendingar meðhöndlaðir eins og þriðja heims þjóð á skipi, sem heldur uppi samöngum við landið. 

Spurningin er hins vegar, burtséð frá réttmætri andspyrnu við illa framkomu við íslenska farmenn, hvort við getum í þetta skipti reynt að líta aðeins meira í eigin barm og skoðað, hvort við vorum og erum slík yfirburðaþjóð, sem við höfum talið okkur hafa verið á Þjóðveldisöld og Gróðabóluárunum eða hvort við ætlum nú loks að læra eitthvað af þeim ósköpum sem þjóðarsagan fyrr og síðar á að geta kennt okkur. 

Hvort eigum framvegis kost á því með því að líta í eigin barm að komast hjá því að lenda í aðstæðum, sem þriðja heims þjóðir svokallaðar þurfa að sætta sig við. 


mbl.is Mótmæla lægra kaupi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held hann hafi rétt fyrir sér um yfirburði Íslendinga á Þjóðveldisöld, svona að hluta til.  En sá hluti sem gerði landið þannig, dó á tímum sturlunga ...

Íslendingar féllu fyrir glópagullinu ... ekki er allt gull, þó glói.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 14:35

2 identicon

Rifjast nú upp tlllaga Magnúsar Kjartanssonar um að Ísland yrði endurskírt og nefnt Miklafold og Íslendingar yrðu þar af leiðandi Miklfoldungar. Tillagan var sett fram í tilefni þess að valdsmönnum í Reykjavík þótti nafn Klambratúns ekki við hæfi og breyttu því í í Miklatún. Það festist náttúrlega aldrei í sessi og var fært í rétt lag nýlega sem betur fer.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 14:56

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held þú lærir lítið á því að glugga í endurtekningabækur Eiríks Bergmanns, Ómar Ragnarsson. Og þeir, sem með kjánalegum hætti tjá sitt stolt og dramb, eru ekki dæmigerðir fyrir alla þjóðina.

Meginþunginn í málflutningi Eiríks miðar að því að gera lítið úr gildi sjálfstæðis Íslands, fullveldisréttinda þess, áttaðu þig á því, og þó var það einmitt í krafti þeirra fullveldisréttinda, sem tækfæri gafst til að stækka fiskveiðilögsöguna úr 3 mílum í 4, úr 4 í 12, úr 12 í 50 og loks í 200 mílur. Þetta kom ekki af sjálfu sér, tókst aðeins fyrir mikla baráttu og mikla stjórnvísi, en hefði samt verið ómögulegt að ætti sér þannig stað án sjálfstæðis okkar.

Og þar er einmitt komin forsendan fyrir tækniframförum okkar lungann af seinni hluta 20. aldar og skjótum framförum okkar í velsæld og velferð á sama tíma.

Sjálfum þykir mér montrassaháttur jafn-heimskulegur og þér, en þú mátt ekki horfa fram hjá staðreyndum eins og þeim, að í bandi hjá Dönum hefðum við ekki unnið okkar sigra í framfaramálum þjóðarinnar.

Svo er alveg óþarfi að gera lítið úr menningu þjóðarinnar á 13. öld og raunar síðar, þó að Jón Jónsson Aðils og Jónas frá Hriflu hafi farið offari í þjóðrembunni, fyrst og fremst Danahatrinu.

Sjá nánar um þessi mál hér: Silfur-Egill: trúgjarn lærisveinn við fótskör Eiríks Bergmanns Einarssonar.

Jón Valur Jensson, 7.5.2011 kl. 14:59

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ómar, þú ert betur gefnari en það,að fara trúa og lesa eftir Eirík Bergmann. Ómar farðu á Bókasafn og fáðu bók sem heitir Fátækt Fólk, eftir Tryggva Emilsson,og önnur eftir sama höfund sem heiti Baráttan um Brauðið.

Vilhjálmur Stefánsson, 7.5.2011 kl. 15:19

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að þú skulir taka til þín Íslendingahatursáróður ESB elítunnar. Ég átti engan þátt í hruninu Ómar og ekki þú. Ekki 99% þjóðarinnar per se. Hvernig vogar þú þér að draga samasemmerki þarna á milli?

Eiríkur níðir skóinn af þjóðinni við hvert tækifæri til þess að losa hanna við þá litlu sjálfsvirðingu sem eftir er, svo hún verði betur teymd inn í ESB.

Eiríkur situr einmitt i A hópi stjórnlagaráðs, ásamt Þorvaldi Gylfasyni, þar sem höndlað er með fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar í því markmiði að afnema það að mestu. Til þess var efnt til stjórnlagaþings, fyrst og fremst, því fullveldið stendur í veginum.

Lestu 7. lið hér í lögum um stjórnlagaþing, sem er verkefnalisti eftir pöntunum Jóhönnu og Brusselaðalsins. 

Ég trúi því varla að þú skulir vera svo einfaldur að gleypa við þessu hrokaþvaðri og ber fram þá spurningu: Hvað höfðum við fyrir fullveldið og hvað öðluðumst við með því? Erum við best komin án þess, eins og Eiríkur hamrar á?

Maðurin er þjóðníðingur og lndráðamaður, hrokagikkur og sósíópat.  Stendur eitthvað í bókinni um hver styrkti hann til skrifanna? Ef ekki, þá væri vert að þú spyrðir hann að því.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2011 kl. 17:37

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú situr í þessu ráði...ertu ekki farinn að sjá í gegnum þennan viðbjóð?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2011 kl. 17:38

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það koma fram sterkar skoðanir á Eiríki Bergmann.  En einu hef ég tekið eftir í sambandi við þennan mann. Hann forðast eins og heitann eldinn að segja hverjar skoðanir hans eru (þó flestum sé löngu ljós dýrkun hans og ESB) en reynir að færa allt í þann búning að hann sé hlutlaus fræðimaður.

Sigurður Þórðarson, 7.5.2011 kl. 18:09

8 identicon

Það má ekki gagnrýna Íslendinga, enda eru þeir mestir og bestir. Þeir hafa ekki skilið að eiginleikar eins og auðmýkt, að kunna að taka gagnrýni og sýna ábyrgð er það sem þarf til að komast í fremstu röð.

Árni Árnason (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 19:37

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meirihluti þjóðarinnar tók þátt í gróðafylleríinu með því að fjórfalda skuldir heimilanna á sama tíma og hér var á yfirborðinu mesta góðæri sem þekkst hefur í heiminum hjá einni þjóð.

Meirihluti þjóðarinnar var ánægður með afrek útrásarvíkinganna og tók undir það þegar sagt var að útlendingar, sem reyndu að sýna hvernig í raun var í pottinn búið, væru öfundsjúkir, einkum Danir sem voru sakaðir um að sakna þess tíma þegar þeir arðrændu og kúguðu Íslendinga. 

Meirihluti þjóðarinnar trúði því að við værum gáfaðasta, listfengasta og merkilegasta þjóð í heimi. 

Sóst var eftir að eiga stór einbýlishús, marga nýja og stóra bíla, sumarhallir og hvaðeina. 

Þeir voru taldir afbrigðilegir "lúserar" sem ekki áttu sjálfir myndarlegar íbúðir eða stöðutáknin flottu.

Einkennisbíll á íslenskum götum var meira en sex metra langur þriggja tonna amerískur pallbíll með minnst 300 hestafla vél sem eyddi 30 lítrum á hundraðið í bæjarsnattinu. 

Sagt er að aðeins 1% þjóðarinnar hafi stutt það að skuldir heimilanna voru fjórfaldaðar í einstæðu gróðæri. Svo lítill þjóðarinnar gat auðvitað ekki gert það og kaus í kosningum æ ofan í æ þá ráðamenn, sem pössuðu inn í mynd Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um fyrirmyndar Íslendinginn:  "Hann nennir ekki að skipta sér af stjórnmálum heldur kýs flokk með sterkan leiðtoga sem sér um að stjórna landinu svo að kjósandi hans hafi nógan tíma til að græða á daginn og grilla á kvöldin."

Ómar Ragnarsson, 7.5.2011 kl. 20:00

10 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég vil leiðrétta þig Ómar,  Flokkur Hannasar Hólmsteins er ekki með sterkan Leiðtoga um þessar mundir....

Vilhjálmur Stefánsson, 7.5.2011 kl. 20:13

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég verð líka að mótmæla því að ég vinni að því í stjórnlagaráði að koma því í stjórnarskrá að Íslendingar verði sviptir sjálfstæði sínu og að stjórnlagaráð hafi sérstaklega verið sett á laggirnar til að fremja landráð.

Veit reyndar ekki hvort maður á að vera að svara svona athugasemdum. Þær dæma sig sjálfar. 

Ómar Ragnarsson, 7.5.2011 kl. 20:16

12 Smámynd: Sævar Helgason

# 9 :

Tek undir þetta alltsaman hjá Ómari - þó má bæta við öllum utanlandsferðum þjóðarinnar "uppgangsárin" með tilheyrandi gjaldeyrisbruðli. Oft margar fjölskylduferðir á ári. Já þjóðin öll lagðist í stórfellt eyðslufyllirí á gengdarlausum lánum frá erlendum sparifjáreigendum. Og þegar allt féll var barið sér á brjóst: Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna.... og lokuðum að okkur. Sameiningartáknið,forsetinn, kom í gegn tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum-óreiðumönnum til styrktar.

Sævar Helgason, 7.5.2011 kl. 20:21

13 Smámynd: GunniS

það á að finna þá sem standa að þessu og taka þá á teppið. svona lagað á ekkert að viðgangast að undirbjóða laun . 

en ég hef aðeins einu sinni farið út til útlanda á æfinni, ástæðan er að ég hef aldrei vaðið í peningum og fundist þeim betur varið í annað sem endist lengur. og vona að einhverjum líðu betur með að lesa það. 

GunniS, 7.5.2011 kl. 20:41

14 Smámynd: GunniS

kannski ég bæti við að ég er heldur ekki með neinn myndlykill, og í gær þegar ég kveikti á sjónvarpinu þá byrja ég oft á að horfa á kvöldfréttir stöðvar 2 sem eru ólæstar, en þá stóð að stöð 2 sé hætt að senda út analog, og þurfi stafrænan búnað til að ná sendingum þeirra.

mér finnst merkilega lítið heyrast um þetta í fréttum , og mér næstum líður eins og síðasta einbúanum í Reykjavík, sem er í alvöru bara með loftnet til að ná sjónvarpsútsendingum. ég kannski fæ mér myndlykill þegar ég fæ vinnu, en hef verið atvinnulaus síðan nóv 2008 

GunniS, 7.5.2011 kl. 20:45

15 identicon

Ætli það hafi nú verið tómur þjórembingur sem varð til þess að menn héldu að þessi eina greiningadeild í Danmörku væri að rugla?

Eftir hrunið vilja menn stundum tala eins og ekki hafi verið þverfótað fyrir erlendum sérfræðingum sem vöruðu við hruninu. Veruleikinn er hinsvegar sá að bæði stofnanir og fjölmiðlar erlendis sem fjölluðu um "íslenska efnahagsundrið" voru með örfáum undantekningum jafn trúuð á það og við sjálf *(sbr. td. greiningar AGS) og þegar einhver hagfræðingur frá Danmörku  sem engin hafði heyrt minnst á fór að gagnrýna var ekkert auðveldara en að fá risanöfn eins og Richard Portes eða Fredrich Mishkin til að svara fullum hálsi.

Hverjum átti fólk eiginlega að trúa? Athugaðu að þetta gerist á meðan við trúðum því ennþá flest að hagfræðingar skildu eitthvað í hagkerfinu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 21:25

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Því fer fjarri, Ómar, að almennir launamenn hafi fjórfaldað skuldir heimila sinna. Ýmsir gerðu miklu meira en þetta, það hækkar meðaltalið, og þar að auki stuðlaði óábyrg lánapólitík í ÍLS og bönkunum að því, að eignalaust, ungt fólk leigði sér ekki íbúð, heldur keypti á allt að 100% lánum. Þetta, ásamt bílalánum og lánum lítils hluta fólks til hlutafjárkaupa, stuðlaði að þessari "fjórföldun" sem þú talar um. Fólk, sem átti og hélt sér við sínar íbúðir, var yfirleitt ekki að auka við lán sín vegna þeirra.

Og þetta er ekki lýsing á lífsháttum íslenzkra alþýðumanna:

"Einkennisbíll á íslenskum götum var meira en sex metra langur þriggja tonna amerískur pallbíll með minnst 300 hestafla vél sem eyddi 30 lítrum á hundraðið í bæjarsnattinu."

Á þeim nýríku - jú, þetta er lýsing á þeim.

Svo sniðgengurðu að viðurkenna hér, að Eiríkur Bergmann er í áróðursherferð til að gera lítið úr mikilvægi fullveldis landsins - að hann (eins og fleiri Esb.-sendlar) vill gera hugtakið fullveldi afstætt (relatívisera það), gera það loðið og óljóst, ef ekki asnalegt fyrirbæri!

Varaðu þig á viðleitni þvílíkra í stjórnlagaráðinu þínu ólöglega!

Jón Valur Jensson, 7.5.2011 kl. 21:26

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef margoft mælt að mesta böl íslands er helv. þjóðrembingsdrullan.

Meðan þjóðin veltir ekki af sér því fargi og feykir síðan útí hafsauga - og menn nóteri hjá sér að fargið er bara fáfræði og heimóttaskapur - þá mun nefnt farg að sjálfsögðu verða byrgði á landinu.  Segir sig sjálft. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.5.2011 kl. 21:59

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg óþarfi að bölva hér, Ómar Esb.maður. En þar fyrir mælir vitaskuld enginn skynsammur maður með þjóðrembu. Hún er raunar mest í nösunum á jaðarfólki.

En mesta fargið, sem nú er við að etja, er vitaskuld þessi staða ríkisstjórn, dragbíturinn mesti á framfarir, m.a. í formi aukinna fiskveiða. Það þykjast mikil, en eru heiglar gagnvart hjáfræðum Hafrómanna, dragbítanna þar.

Jón Valur Jensson, 7.5.2011 kl. 22:20

19 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

ESB menn væla því þeir vilja vera gjafmildir og gefa fiskinn sem við getum veitt sjávir. Mesta meinsemd okkar Íslendinga í dag er Ríkistjórnin sem nú er við völd.

Vilhjálmur Stefánsson, 7.5.2011 kl. 22:45

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er sammála innleggi Ómars nr. 9.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.5.2011 kl. 22:54

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Varðandi þjóðrembingsdrulluna, þá td varðandi skuldarmál landsins er snýr að neytendavernd og vissum lágmarksbótum er ísland átti að bæta - að þá hérna á dögunum var það réttlætt að stela ætti peningum af neytendum í viðkomandi ríkijum er skuldin snýr að - og vegna hvers?  Jú, vegna þess að EU væri svo vont!

Fyrsta skipti sem eg heyri að það sé bara í lagi að stela  ef mér finnst einhver vera vondur.  Ekkert annað en þjóðrembingsdrulla í sinni smæstu og lítilmótlegustu mynd. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.5.2011 kl. 23:03

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa :

"Þau þykjast mikil, en eru heiglar" o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 8.5.2011 kl. 01:04

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er ekkert annað en þjóðernisvandlæting hjá þér Ómar. (Íslendingahatur) Það er komið nóg af því að tala kollektíft niður til þjóðarinnar og hamast við að draga úr henni kjark og sjálfsvirðingu. Þú ættir að skammast þín og þú hefur sett mikið niður í mínum augum við þessi skrif.

Og ég vil svo að lokum fullvissa þig um að stjórnlagaráð var sett á laggirnar til að afsala fullveldinu. Það eru landráð já, alveg rétt hjá þér.

Kaupir þú þann spuna að hrunið hafi orðið hér vegna gallaðrar stjornarskrár? Var það forgangsverkefni til að taka á afleiðingum þess eða koma í veg fyrir annað?  Ég skal segja þér fréttir: NEI.

Var það ástæða hrunsins að við værum fullvalda þjóð? Það er það sem Eiríkur er leynt og ljóst að spinna. Fullveldi er til trafala. Hvernig var það áður? Svarar hann því?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2011 kl. 03:27

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt mörgum kunni að virðast það ótrúlegt, kemur í ljós við athugun á málatilbúnaði í kringum stjórnlagaráð og hvernig ýmsir laumuðu sér þar inn í krafti þess að leyna stefnu sinni gagnvart fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar - og þar á meðal sumir þeirra, sem eyddu hvað mest til framboðs síns -, þá kemur í ljós (endurtek ég), að það er furðumikið til í því, sem Jón Steinar segir hér um stjórnlagaráð.

Jón Valur Jensson, 8.5.2011 kl. 10:51

25 identicon

Búin að panta bókina. Vona bara að ég þoli að lesa hana án þess að verða heltekin af "þjóðernisvandlætingu" (Íslendingahatri).                                                                     Ef ég finn mig nálgast hættumörkin hvað það snertir kíki ég bara á einhver þjóðrrembingsbloggin. Þar er úr nógu að velja. Í rauninni þarf ekki að líta lengra en forsíðufréttir fjölmiðla okkar til að sjá að Íslendingar vekja annað slagið athygli í útlöndum, svo okkur er ekki alls varnað.                                                                

Góð færsla, Ómar, og mjög  athyglisverðar athugasemdir Þó ég sé reyndar ekki alveg búin að "fatta" tengslin milli Stjórnlagaráðsins og hugsanlegs samsæris um að  fá það í gegn að Íslenska Ríkið afsali sér "fullveldinu.

Agla (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 16:14

26 identicon

Mér finnst skrif Jón Vals og Jón Steinars ótrúleg. Aðallega í ljósi þess að þess að ég (er 23 ára) hef aldrei upplifað svona þjóðerniskennd á Íslandi. Ég bjó lengi í Bandaríkjunum og þá fannst mér þjóðerniskennd alltaf óskaplega vitlaus en á Íslandii upplifði ég aldrei neitt sambærilegt og fannst það gott.

Það að Jón Steinar tali um Íslendingahatara er í raun ótrúlegt. Sérstaklega í því ljósi að Ómar Ragnarson er kannski sá maður sem hefur barist hvað mest t.d. fyrir íslenskri náttúru og menningu. Þetta eru dæmi um að umræðan sé að missa allt vit.

Þjóðerniskennd sem snýst um það að við séum betri en aðrir, að Ísland sé fallegra en önnur lönd o.s.frv. er ekki rökrétt. Það er einfaldlega vegna þess að allir halda þetta sama þ.e. að þeirra land sé best í heimi. En ef allir halda því fram þá hljóta allir að hafa rangt fyrir sér. Ísland er mjög fallegt land og skemmtilegt fólk býr hérna. Það þýðir ekki að það sé ekki raunin annars staðar í heiminum enda er eyjan Ísland aðeins partur af stærri heimi og það eru engin lögmál sem gilda hérna sem gilda ekki annars staðar. Sama á við um fólkið hérna. Við erum nákvæmlega eins og allir aðrir í heiminum. Það að halda annað er órökrétt.

Þrátt fyrir þetta er ég mjög hrifinn að Íslandi. Ég hef búið lengi í útlöndum en finnst gott að búa hérna og vil landinu vel.  Ég vil ganga í ESB og ég vil gera það vegna þess að ég tel að þaðsé gott fyrir Ísland. Ekki vegna þess að það sé gott fyrir aðra. Jón og Jón þið verðið að skilja þeir sem hafa ekki harðlínuskoðun ykkar hvað varðar samskipti við heiminn eru ekki óvinir Íslands. Þeir vilja Íslandi vel.

Þessi hugmynd um að allt gott á Íslandi hafi komið frá Íslendingum og allt vont frá útlendingum er ekki rökrétt sérstaklega í ljósi þess að við Íslendingar hefðum ekki getað byggt upp samfélagið eins og við gerðum á síðustu 100 árum án 2. hluta. Í fyrsta lagi þá fengum við gífurlega aðstoð frá Bandaríkjamönnum í formi Marshall aðstoðar og annað. Hitt atriðið er að við seldum útlendingum fisk þ.e. áttum alþjóðleg viðskipti. Þessi tvö atriði eru algert grundvallaratriði og eru í raun dæmi um það hvernig við höfum grætt af alþjóðlegum samskiptum.

Sagan segir okkur að Ísland hefur blómstrað þökk sé góðum samskiptum við umheiminn. Það að kalla einvern Íslandshatara ótrúleg fullyrðing.

Eitt annað: Það að fara til og ferðast í útlöndum er algerlega nauðsýnilegt fyrir hvern mann. Ástæðan er einföld: Ísland er 103.000 fkm. en heimurinn er í heild 149 milljón f.km. af landsvæði. Ef þú ferð aldrei af Íslandi þá hefurðu aðeins skoðað 0,069% af heiminum sem er eyðsla á mannsævi.

Egill A. (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 16:48

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er reyndar eitt sko, að þetta er oft kallað þjóðremingur og rasismi og sona- að spurning hvort ,,aðskilnaðarstefna" nái þessari áráttu margra íslendinga miklu betur.  það er svona algjör aðskilnaður.  Eitt gildir um íslendinga - annað um útlendinga.  Alltaf og í öllum tilfellum.  Íslendingar eru súper - útlendingar lægra settir.  Og það er fráleitt að meðhöndla skuli eða umgangast á sama hátt. O.s.frv.  Held það.

þetta er bara mein í þjóðarlíkamanum sem hefur verið feimnismál að tala um.  Þetta kemur fram í svo mörgu að með ólíkindum er.  Lengi vel reyndi ekkert á þetta því einangrunin var svo mikil.

Td. þegar ungt fólk fór að fara erlendis á tónlitarhátíðir og sona - þá varð það sér alltaf til skammar.  það hélt bara að allir erlendis hgsuðu ekki um annað en hve ísl. væru merkilegir.  Sem vinlegt var því þessu var haldið að fólki í gegnum skólakerfið meir að segja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2011 kl. 18:52

28 identicon

Humm....hljómar líka kunnuglega fyrir Íra......The state of denial that prevails nationally at present was an intrinsic part of the mindset in the Department of Finance during the period 2000-2008. The idea that anything might happen that could throw our booming economy into a tailspin was simply anathema – as was anyone who dared to entertain such views. http://www.irishtimes.com/newspaper/opinion/2011/0506/1224296265727.html

Hólmsteinn Jóansson (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 20:34

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Egill A: "Þjóðerniskennd sem snýst um það að við séum betri en aðrir, að Ísland sé fallegra en önnur lönd o.s.frv. er ekki rökrétt." - Ég get alveg tekið undir þetta. Þjóðremba er ekki til í mér - og heldur ekki minnimáttarkennd yfir okkar ágætu þjóð.

Ég get líka tekið undir þetta hjá Agli A.: "Þessi hugmynd um að allt gott á Íslandi hafi komið frá Íslendingum og allt vont frá útlendingum er ekki rökrétt." - En það felur ekki í sér, að ég hviki um brotabrot úr millimetra frá þeirri afstöðu, að fullveldi er okkur nauðsynlegt, umfram allt það fullveldi okkar í löggjafarefnum, sem sjálfstæðisbarátta Jóns Sigurðssonar og eftirmanna hans snerist framar öðru um að ávinna þjóðinni til handa.

Við Jón Steinar - jafnólík og afstaða okkar er í sumum málum - eigum að sameiginlegt, að barátta okkar snýst ekki um einangrunarhyggju, þjóðernisofstopa né útlendingahatur. Við erum ekki að berjast gegn Esb.-innlimun vegna fjandskapar við aðrar þjóðir né vegna íslenzkrar yfirburðahyggju gagnvart þeim. Við viljum einfaldlega varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og standa gegn því, að hún verði sett undir vald Brusselmanna. Valdastéttin í hverju stórveldi hefur aldrei talið sig bundna af því bezta sem er að finna hjá hinum óbreytta almúga í ríkjum þeirra. Valdstéttin fer sínu fram og leggur áherzlu á að auka völd sín, eins og einmitt hefur gerzt í Brussel. Neitunarvald hefur verið afnumið í fjölmörgum málaflokkum, og árið 2014 skellur á sú valdhlutfalla-breyting (nánast bylting), sem ákveðin var með Lissabon-sáttmálanum (sem 26 af 27 þjóðum Esb. fengu ekki að kjósa um), þ.e. að atkvæðavægi fimm stærstu ríkjanna eykst þar í hinu volduga ráðherraráði í Brussel um 61% á kostnað hinna smærri. Atkvæðavægi Þýzkalands eykst t.d. úr 8,41% í 16,41%, Bretlands úr 8,41% í 12,33%, Frakklands úr 8,41% í 12,88%, Ítalíu úr 8,41% í 12,02% og Spánar úr 7,83% í 9,17%. Sjá nánar HÉR!

Þegar Egill A. - ungur maður sem ég hef samúð með vegna ranghugmynda hans - hefur slegizt hér um stund við eigin vindmyllusmíðar, þ.e. sínar eigin ímyndanir um meintan þjóðernishroka tveggja Jóna hér á síðunni, - þá opinberar hann síðan einlæglega fyrir okkur sína unglingslegu bjartsýnishyggju gagnvart Esb: "Ég vil ganga í ESB og ég vil gera það vegna þess að ég tel að það sé gott fyrir Ísland," segir hann án frekari skýringa.

Sú staðreynd, að vitaskuld þarf Ísland að eiga viðskipti við útlönd, er engin ástæða til að láta lokast inni í Evrópusambandinu. Við erum í raun frjálsari til viðskipta við önnur lönd með því að fela Esb. EKKI valdið yfir viðskiptasamningum okkar og gefa því EKKI vald yfir samningum við önnur ríki um fiskistofna sem synda í lögsögu fleiri ríkja en okkar eigin (þ.e. deilistofna).

Egill þarf að huga að því, hvað tapast með því að "ganga í" þetta Esb. Það er ekki verið að "ganga í klúbb", þótt Esb.sinnar tali þannig sjálfir. Maður, sem gengur í klúbb, heldur öllu sjálfræði sínu, en það gerir Ísland EKKI í Evrópusambandinu ("Brussel-klúbbnum", ef þið viljið nota það hugtak).

Ég bíð enn eftir svörum Ómars við því, hvort hann vill að Ísland "gangi í" Esb. Hann hefur hingað til komið sér undan því að svara spurningum mínum um það mál.

Ómar Ragnarsson, þú verður að svara þessu. Þú skuldar þjóðinni þau svör. Ég efast ekki um, að þú elskir land þitt og þjóð, en þú verður að taka afstöðu til þessa máls.

Jón Valur Jensson, 9.5.2011 kl. 01:23

30 identicon

Hérna kemur einn Jón enn ;)

Ég hegg eftir þessu hjá Ómari:

"Meirihluti þjóðarinnar tók þátt í gróðafylleríinu með því að fjórfalda skuldir heimilanna á sama tíma og hér var á yfirborðinu mesta góðæri sem þekkst hefur í heiminum hjá einni þjóð."

Nú er það svo, að meirihluti þjóðarinnar býr líka á einu horninu, og þar, fullyrði ég, var partíið einna flottast.

Þar sem maður var bara í basli og veseni á þessum veisluárum varð maður alveg gáttaður á þessu. Að sjá bílaflotana sem komu úr bænum út á land þegar voraði, maður var orðlaus. Og að sjá byggingabóluna á Reykjanesinu og í Reykjavík, þetta var engu líkt. Það var líka byggt í minni sveit, en ekki neitt neitt hlutfallslega miðað við hitt, og ekki svo stórt heldur.

Og þoturnar, þyrlurnar, tískukjaftæðið og monthátturinn, - þetta er heilmikið til í þessu.

En þetta var ekki algilt. Það voru líka mjög margir sem héldu jarðsambandinu og furðuðu sig á þessu. Að ferðast til útlanda  í sömu flugvél og svona flottRÆFLAR fannst mér bara neyðarlegt. Að sjá brussuganginn í verslunarferðum, og glyðruganginn í kvöldlífinu skynjaði ég sem hálfgerða skömm. Og svo þurfti maður að sæta eilífum glósum og aulabröndurum af því að maður ferðaðist gjarnan á reiðhjóli og fór ekki í ræktina, ræktaði kartöflur í soðið í staðinn fyrir að kaupa þær, sleit fötunum sínum upp, fékk ekki iðnaðarmenn í allt, átti ekki bíl, sólbrann úti í náttúrunni í staðinn fyrir að puðra yfir sig brúnku, 3 klippingar á ári, enginn litur og strípur og keypti kjötið beint frá SS.

EN!

Ég held að við séum ekkert öðruvísi en aðrir ef að settöppið sem hér var væri heimfært á aðra þjóð. Kannski heldur fljótfærari, en ég ætla líka að halda fram ákveðnum kosti sem svolítið hefur fylgt Íslendingum í gegn um tíðina, og það er ákveðið æðruleysi. Okkar þjóð hefur oft staðið sig vel þegar vanda ber að höndum. Og þeir tímar eru núna. Djö. var gott að maður slapp við góðærissmitið :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband