10.5.2011 | 21:49
Eitt af þessum augnablikum...
Níu þjóðir voru komnar áfram. Tyrkland beið enn, - líka norska lagið og fleiri sigurstrangleg lög.
Maður hugsaði: "Ókey, svona fór þetta. Þeir stóðu sig óaðfinnanlega, gerðu þetta á einfaldan, sannan og einlægan hátt án einhvers hamagangs og láta, - gerðu sitt besta og vel það, en það er ekki alltaf hægt að treysta á íslensku heppnina, að þetta reddist einhvern veginn."
Og þá kom það, alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar þulurinn tilkynnti: "Lag númer tíu (síðasta lagið) er: "Icealand!"
Já eitt af þessum ógleymanlegu augnablikum. Einmana Finni með gítar, nokkrir einlægir íslenskir strákar, þetta komst áfram, ekki hátimbruð teknó-rytma lög.
Frábært! Til hamingju! Það var lítil von en þetta slapp á síðustu stundu.
Þetta var stríðnin í Sjonna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var skemmtilegt móment. Fannst samt þulurinn fara yfir strikið og gleyma dálítið að leyfa þeim Íslendingum sem voru að horfa að fagna upp á eigin spýtur. Það var eins og hún héldi að þetta snerist um sig og sínar tilfinningar.
Óli minn, 10.5.2011 kl. 22:04
Þegar finninn komst upp og söngkonan man ekki hvaðan, söngleikakonan, þá vissi ég að Júróvision er að breytast, það eru einmitt öðruvísilög sem komast áfram. Þorði samt ekki alveg að vona. En Voila þarna kom það. Ég óska íslandi og vinum Sjonna til hamingju með þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2011 kl. 22:16
Þegar lesa átti upp síðasta lagið í upptalningunni hafði ég skrifað fyrirfram nafn Noregs á upptalningar-listanum því mér fannst við ekki lengur hafa sjéns í aðalkeppnina, en að heyra nafn Íslands, þriðja árið í röð í síðasta umslaginu !!!! Það er eitthvað skrítið í gangi í Eurovision, en mér er nokk sama núna, því Ísland mun keppa næsta laugardag !!!
Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 22:44
"Einmana Finni með gítar, nokkrir einlægir íslenskir strákar, þetta komst áfram, ekki hátimbruð teknó-rytma lög."
Þetta er líklega að flestra mati frábær þróun, allavega allir þeir sem ég hef talað við eru sammála þeirri fullyrðingu.
Frábært að sjá hvað fólk virðist enn meta vel gerða tónlist og velja hana fram yfir tónlist þar sem ein manneskja virðist geta gert óendanlega löng lög (og mörg nánast eins, þar sem nafnið virðist eini munurinn) upp á eigin spítur, með því einu að vera með einhvern 3 sekúndna takt á repeat og snúa svo tveim tökkum til að breyta tíðni taktsins.
Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 23:01
Flutningur óaðfinnanlegur.. HALLó, eru allt aðrir staðlar í gangi í euriovision.. úps já ég gleymdi því, það eru engir staðlar í gangi þarna; Nema það að lönd keppast um að senda mestu viðvaninga landsins inn.
Í alvöru, tónlist er tónlist.. þetta var ekki tónlist þarna í gær; Hvorki hjá þeim íslensku né öðrum; Þetta voru pyntingar :/
doctore (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 09:48
Fínt, grípandi og einlægt lag, og engin pynting. Áfram Ísland!!!
Sviss var líka með ágætt.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 10:13
Mjög gaman af íslenska laginu.... Ég bjóst nú ekki við okkur í úrslitakeppninni þannig allt héðan af er bónus...
CrazyGuy (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.