Vegið úr launsátri.

Að fornu var gerður greinarmunur á drápi á mönnum eftir því hvort sá, sem vó annan mann, viðurkenndi verknaðinn eða hvort hann leyndi nafni sínu.

Til að þetta væri á hreinu lýstu menn vígi á hendur sér ef til þessa kom, en ef þeir leyndu því, var það talið morð og hið versta mál. 

Ástæðan var sú að menn voru vegnir samkvæmt mælikvarða þeirra tíma réttlætis, að hefna mætti fyrir víg á svipaðan hátt og dómstólar dæma í sumum ríkjum morðingja til lífláts.

Á okkar dögum er það í stjórnarskrám að tjáningar- og skoðanaferli er virt, en ef menn vega að mannorði annarra verði þeir að ábyrgjast það fyrir dómi ef dómsmál verður höfðað. 

Nafnleynd kann að vera nauðsynleg í afmörkuðum tilfellum til þess að koma á framfæri upplýsingum án þess að eiga á hættu ofsóknir vegna þess. 

En nafnleynd af því tagi, sem því miður veður uppi á netinu, þar sem menn nýta sér hana til að ausa óþverra yfir samborgara sína er allt annars eðlis. 

Þeir sem skjóta sér á bak við slíka nafnleynd þora ekki að standa fyrir máli sínu, heldur stunda þeir á stundum mannorðsmorð, svo að það er hliðstætt við morð sem framin voru úr launsátri til forna. 

Um leið og þeir gera þetta skaða þeir þá, sem nota netið á heiðarlegan hátt og koma óorði á það. 

Það er allt of mikið af þessu því það væri slæmt ef þetta verður til þess að skerða heiðarlegt frelsi til tjáningar og samskipta á netmiðlum.

Of margir láta það freista sín til að fara hamförum að þessu leyti, að þetta "selur" hina ljótu afurð, samanber það að fréttin um ljóta hegðun á Fésbókinni sé mest lesin í dag. 

 

 

 


mbl.is Ljót hegðun á Fésbókinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þess vegna var dráp Osama bin-Laden VÍG, en ekki morð, þótt DV haldi því fram.

Sammála?

Jón Valur Jensson, 11.5.2011 kl. 23:32

2 identicon

Voru þá dauðsföllin í turnunum víg eða morð? Eitthvað var kallinn að monta sig af þeim...

Er annars "fyrsta" drápið ekki bara dráp.

Þetta fúnderum við nú með, og það undir nafni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 08:15

3 identicon

Jón Valur, við metum ekki Víg í dag.  Við teljum okkur siðað fólk í dag, og hafa vit fyrir sjálfum okkur.  Það vit sem við höfum, en suma skortir, er sú staðreynd að okkur getur skjátlast.  Þó að við vitum 100% að einhver sé sá seki, þá vitum við að þessi 100% okkar, geti verið hrein og bein vitleysa.  Þetta vitum við, viti bornir menn, af reynslunni.  Ekki ófáir skúrkarnir hafa gengið lausir, og ekki ófáir saklausir borgarar hafa misst líf, limi og líferni, vegna þess að þeir tóku sér eppli til matar.  Eða bara voru á röngum stað, á röngum tíma.

Þess vegna, drepum við ekki fólk, í hefnd.  Við hér í hinum vestræna heimi, sem köllum okkur siðmenntað fólk.  Viðurkennum ekki víg eða dráp.   Slíkur er hugur morðingja, óhað því hvað þeir telja sjálfum sér til góðs, og öðrum til lasts.

Hvað varðar Internet, þá vil ég benda Ómari Ragnarssyni á eitt.  Þó svo að þetta hljómi sem samsæriskenning, þá getur þú Ómar kynnt þér þetta sjálfur með tíð og tíma. 

Þeir sem eru verstir í þessu, eru þeir sem standa fyrir opinberum stofnunum, og eru handbendi lögreglu, hers og dómsmálayfirvalda.  Þeir eru á netinu, án nafns og undir örnefnum, en vinna að því.  Bæði leynt og ljóst, að skapa það umhverfi á netinu, sem mun veita þeim réttin að fylgjast með því, og loka því.

Ég tek sem dæmi. Þú þekkir net vírusa, og sjálfsagt þekkir þú hugtakið "bakdoor" sem ofta er notað til að segja frá því, að menn geri slíka hluti oft á tíðum til að tryggja eigin hagsmuni sína.  Ómar, þetta er ekki rétt.  Vissulega var til "bakdoor", en slíkt var notað í upphafi og við "þróun" búnaðar, þetta var og er "öryggis útbúnaður" sem var skilyrði fyrir þróuninni, til að tryggja efri aðgang.

Vírus, var í upphafi það sem maður kallar "bug".  Oft á tíðum, settu men inn (ég gerði það sjálfur), smá kóða á form við plástur til að leiða fram hjá þessum galla í forritinu.  Þetta fannst í svokölluðum "alfa" og "beta" hugbúnaði.  Stundum varð þessi "galli" ekki tekinn úr sjálfu forritinu, en tekin úr sambandi.

Fyrirtæki nýttu sér að læsa hugbúnaði sínum, gegn misnotkun annarra.  Meðal annars, var settur í gagn kóði sem þurrkaði út hluti.  Þetta var aldrei gert af smá strákum, með C-64 tölvur, heldur var gert af Microsoft sjálfum, og öðrum forritunar fyrirtækjum.

Á netinu eru margir sem veita þessar upplýsingar til smá stráka, en þessir smá strákar eru síðan í því að telja sig stóra á eftir.  Ekkert samsæri, svona er þetta ...

Menn selja þér búnað, og vilja síðan græða enn meir, með því að selja þér annan búnað sem lagfærir gallana.  Segja þetta verk pörupilta ...

Sama á við um stóran hluta af glæpum, níð og öðrum hlutum á netinu.

Ef þú villt koma í veg fyrir þetta, þá þarftu að ganga úr skugga um að lögregla, her og dómsmálayfirvöld eru skyldug til að upplýsa um allt sem gert er, og að fylgst sé með þeirra högum, og hverjir þar hafi aðgang.  Þetta er mikilvægast af öllu, því að það er hér ... sem stærsti gallinn er.  Það er nákvæmlega það sama uppi á teningnum hér, og hjá hugbúnaðar fyrirtækjum ... annars vegar ertu að tala um fólk, sem vill hagnast á öllu ... meira að segja sínu eigin mistökum.  Hinsvegar, ertu að tala um fólk, sem ekki vill láta uppi sín eigin mistök, en er í nöp við allt frjálsræði því að í þeirra augum, gerir frjálsræðið vinnu þeirra erfiðari.  Í þeirra augum, eru allir glæpamenn ... nema þeir sjálfir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 08:55

4 identicon

Hvað með hetjuna hans JVJ, þið vitið, hann Guddi; Samkvæmt meintri bók hans þá drap hann mun fleiri en Binni Lati, var miskunarlaus með öllu; Fyrirskipaði nauðganir, fyrirskipaði morð á börnum.. .já vildi að fórnarlömb nauðgana yrðu grýtt til dauða eða látin giftast nauðgara.. Myrti svo allan heiminn fyrir utan eina mafíósafjölskyldu.

Segðu mér JVJ, hvað myndi það kallast að drepa gaur með svona ferilskrá?..  Hvers vegna á að taka léttar á þessum glæpahund en öðrum glæpahundum.. Hvað þá með menn sem geta boðið mútur, já og ógnað; Á að dýrka slíka menn... ?
Kristnir og aðrir í trúarbrögðum Abrahams eru blindaðir fyrir þessum meintu voðaverkum súperhetjunnar sinnar...
Svona er nú hræsnin í trúarbrögum

doctore (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 09:01

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Víg er eitt, Bjarne, þá lýsa menn þvi á hendur sér. Morð er annað. Með þvi að taka þetta skýrt fram, þessa aðgreiningu, er ekki verið að segja, að hvert víg sé réttmætt. Víg fjöldamorðingjans O. bin-Laden var það hins vegar, um það eru flestir sammála.

Jón Valur Jensson, 12.5.2011 kl. 13:42

6 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ágætru pistill og þeir sem skrifa nafnlaus níð ættu að taka hann til sín.

en smá athugasemdir

Kaldhæðni örlagan ollu því að rétt fyrir gestabó aðgerð bandarísku selanna þá lést alræmdasti hryðjuverkamaður á vesturhveli, Orlando Bosch,  friðsælum ellidauða í Florída. Eftir að Bush eldri náðaði hann árið 1990 gat hann átt áhyggjulaust ævikvöld í faðmi fjölskyldunar.

Einhvern tíma lísti baby bush því yfir að þeir sem hýstu "hryðjuverkamenn" væru sjálfir hryðjuverkamenn (eithvað í þessum dúr allavega) og innrás og árás á slík ríki (ásamt því að myrða leiðtoga þeirra þjóða) væri réttlætanleg.

Þannig að samkvæmt baby bush ætti kúpa og Venezuela að ráðast inn í bandaríkinn og steypa stjórnvöldum þar og myrða fyrverandi og núverandi forseta.

Hvað ættli Jón Valur segði um þá aðgerð?? 

----

Ég hef svo sem ekki forsendur til að meta fullyrðingu Bjarne (örugglega að hluta til rétt, allavega til mörg staðfest dæmi um slíka misnotkunn yfirvalda). En ég held að megin punktur hans sé hins vegar réttur. það er mjög varasamt að fara að setja miklar skorður á tjáningarfrelsi til höfuðs nafnleysingum á netinu. Og við þurfum að vera mjög gagnrýnin þegar yfirvöld tala um slíkt. Slík löggjöf verður alltaf misnotuð af þeim sem hafa völd og áhrif og vilja losna við óþægilega umræðu. Það getur nefnilega skipt máli að fólk geti komið frá sér upplýsingum og rökstuddum skoðum undir nafnleynd. 

Almennt held ég að þessi nafnlausu níðskrif  séu lítið annað enn suð í netheimum.  Það eru kanski nokkur mjög gróf dæmi sem þarf þá bara að taka á sérstaklega.

Alvarlegustu tlfellinn eru þegar börn nota netið til að leggja í einelti og á því þarf að taka í skólunum og af nærsamfélaginu, ekki með miðstýringu.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 12.5.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband