"Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp."

Ofangreind orð eru rússneskt máltæki. Þegar Hrafn Gunnlaugsson var í heimsókn í Sovétríkjunum sálugu á tímum Glasnost og Perestroiku var hann mjög forvitinn um það sem væri að gerast þar undir handleiðslu Gorbatsjovs.

Hann sagði mér frá því að þrátt fyrir að alræðisstjórnin væri að sleppa tökunum væri fólk þar eystra enn smeykt við að segja eitthvað opinberlega um pólitík. 

Undir járnhælnum hafði þjóðin hins vegar fundið leið til að komast hjá þessu en segja samt eitthvað. 

Það fólst í því að neita því að segja neitt sjálft um viðkomandi mál eða atriði en vitna hins vegar í eitthvert rússneskt máltæki. 

Hrafn sagðist hafa spurt einn viðmælenda sinna hvað hann héldi um framhald mála þar eystra. Viðmælandinn sagði: "Ég vil ekki segja neitt sem hægt er að hafa eftir mér. Hins vegar er til rússneskt máltæki, sem hljóðar svona: "Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp." 

Hann reyndist sannspár. Í kjölfar falls kommúnismans fylgdi 

Þetta kemur upp í hugann þegar New York Times fjallar um það þegar Ísland þiðni. 

Frá Hruni hefur verið frosin jörð gjaldeyrishafta og kreppu en ekki er að sjá neina hugarfarsbreytingu í samræmi við tilefnið. Þegar Ísland þiðnar muni því ormarnir koma upp. 

Dæmi Guðfinns bílasala sýnir í hnotskurn hvernig hægt var að blása upp ægilega gróðærisbólu sem var að mestu aðeins á pappírunum og í exelskjölum, án þess að raunveruleg verðmæti stæðu að baki.

Hannes Smárason lýsti þessu blákalt í tímaritsviðtali í ársbyrjun 2007, hvernig hann verslaði með fyrirtæki fram og til baka, keypti og seldi hluti í þeim á víxl, og við hvern gerning var hægt að búa til á pappírum tuga og hundraða milljarða viðskiptavild sem skóp gróða, byggðan á blekkingum. 

Nú munu ormarnir sækja í orkuauðlindir landsins sem aldrei fyrr og afleiðingarnar af því hruni, sem leiða mun af því fyrr eða síðar, verða því miður óafturkræfar að miklu leyti um alla eilífð. 

Á sínum tíma voru gjaldeyrishöft og handstýrt gengi hér og jörðin frosin. Síðan var losað um það og þá komu ormarnir heldur betur upp. 


mbl.is „Ísland er að þiðna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þú orðar þetta mjög skemmtilega og þetta er að mínu mati rétt.

Sumarliði Einar Daðason, 13.5.2011 kl. 14:48

2 identicon

Vantar ekki eitthvað í textann? Svona fyrir þá sem eru ekki eins fróð í sögu Sovétríkjanna. Hvað fylgdi í kjölfar falls kommúnismans?

Annars er ég sammála og alltaf finnst mér jafn gaman að lesa bloggið þitt.

Sigrun Rohleder (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 17:17

3 identicon

Ómar þarna hittir þú naglann heldur betur á höfuðið, margir af ormunum sem eru að koma upp núna eru af eldri kynslóðinni ásamt nýliðum sem eru nýskriðnir út úr viðskiptafræðinni.

eyjolfur (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 20:22

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir þetta er rétt og þá hlýtur það að vera okkar verk að tína upp ormana og eyða þeim sem slíkum!

Sigurður Haraldsson, 14.5.2011 kl. 09:44

5 identicon

Og hvar er Rússland í dag?

Undir hælnum á gömlum komma sem nú stjórnar í einræðis-gerræði, eða eins og annað gott Rússneskt máltæki: "Meet thr new boss, same as the old boss"

Óskar G (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband