13.5.2011 | 20:36
Svipuð tímamót og fyrir 61 ári.
Ég man það vel þegar Þjóðleikhúsið var vígt á sumardaginn fyrsta 1950. Bygging þess húss var svo stórt stökk fram á við í íslenskri menningu að annað eins hefur ekki gerst aftur fyrr en nú.
Bygging Þjóðleikhússins tók tólf löng ár og byrjað var í því í kreppu, sem var slík, að orðið kreppa um síðustu ár á varla við.
Mörgum fannst Þjóðleikhúsið ofætlun fyrir fátæka þjóð í kreppu í landi malarvega og troðninga.
Munurinn á því og Iðnó var slíkur, að varla var hægt að tala um bæði húsin í sömu setningu.
Vigsla hússins markaði slík tímamót, að ég valdi hana sem einn af hundrað merkilegustu fréttum síðustu aldar í hundrað smáþáttum um það efni.
Stríðsgóðinn bjargaði Þjóðleikhúsinu og fróðlegt er að sjá í grein eftir Þröst Ólafsson að 40% af kostnaði við Hörpu hafi í raun komið úr vösum þeirra útlendinga sem lögðu fé sitt inn á Icesave og töpuðu mestu af því.
Sé það rétt eiga Bretar og Hollendingar talsvert í þessu húsi og má kannski þakka fyrir að þeir geti tekið húsið upp í skuld!
Ég hef fært að því rök að mörgum sinnum ódýrara hús á borð við Ólafshöllina í Þrándheimi hefði nægt til að þjóna þeim þörfum sem Harpa á að gera.
Hafði raunar fyllst skömm við að koma tvívegis til Þrándheims og sjá hvernig frændur okkar þar, sem búa í sambærilegustu byggð við Reykjavíkursvæðið sem finnst í heiminum, höfðu orðið langt á undan okkur til að reisa jafn þarft og sjálfsagt hús.
Nú er út í hött að fjasa um slíkt, heldur fagna því að dýrlegur draumur um svona hús skuli loksins hafa ræst og sameinast um að gera veg þessa húss sem musteri íslenskrar tónlistar sem mestan.
Harpa tekin formlega í notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þröstur Ólafsson fer með bull.Fé til byggingar Hörpunnar var allt fengið að láni.Ekkert af því fé hefur verið fengið lánað hjá Icesave eigendum í Bretlandi og Hollandi.Upphaflegur eigandi hússins fóra á hausinn og hluti þeirra lána sem þá hvíldu á húsinu var afskrifaður.Eftir standa um 2o milljarðar sem almenningur á íslandi á eftir að borga fyrir utan rekstrarkostnað hússins ef það stendur ekki undir rekstrinum.Þar fyrir utan þá er járngrind sú sem er utan um húsið og heldur utan um glerhjúð hússins ékki zinkuð, heldur aðeins máluð og verður trúlega öll í ryðtaumum innan skamms tíma.Íslendingar hafa eignast góða tónlistarmenn þrátt fyrir að eiga ekki glerhjúp.En vonandi hangir þetta saman.
Sigurgeir Jónsson, 13.5.2011 kl. 21:08
það þarf að borga þessi dýrlegheit.Ekki var almúga manninum boðið á opnunina,aðeins fyrirmenn og þeim sem á eftir dæma fyrir bankahrun ef þeir verða dæmdir á annað borð.það hefði mátt setja utan á þetta hús eithvert Ísleskt grjót heldur járnarusl og gler frá Kína. þetta er kanske í lagi verkamaðurinn borgar,ekki veða það broddborgarar og þeir sem settu Landið á hausinn...En þeir mættu á opnunina,þeim var víst boðið.
Vilhjálmur Stefánsson, 13.5.2011 kl. 21:33
þótt ég sé tónlistarmaður, þá mun ég ekki nokkurntíman vilja styrkja vasana á þeim sem byggðu þetta glæsihús í svokölluðu einkaframtaki -- og ekki byggt fyrir okkur tónlistarfólkið og landa, heldur byggt fyrir græðgi og vel fyrirsjáanlega kúgun þegar illa fór.. Ég mun forðast að far þarna á tónleika, og forðast að stíga þar á svið...,
Jonsi (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 03:28
Áræðanlega algjört aukaatriði, en gætirð þú kannski gefið tilvísun á þessa grein Þrastar Ólafssonar sem þú vitnar í ?
Agla (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.