Spár Braga Árnasonar.

Fyrir nær 30 árum spáði Bragi Árnason prófessor því að notkun á vetni og fleiri nýjum kostum við orkunotkun myndi koma til sögunnar og þyrfti að koma til sögunnar sem fyrst.

Bragi var talinn setja fram óra en annað kom í ljós og í umfjöllun erlendra fjölmiðla um þessi mál er hans getið. 

Fyrir nokkrum árum tók Ari Trausti Guðmundsson viðtal við Braga sem spáði því að eina leiðin út úr orkukreppu mannkyns væri beislunn sólarorkunnar sjálfrar. 

Þessi ummæli vöktu enga athygli og í hugum þeirra sem á hlýddu líklega enn um hreina draumóra að ræða. Eða hvað?  Það skyldi þó aldrei vera að hann sé enn langt á undan sinni samtíð?


mbl.is Sólarvélin lent í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei hann var ekkert á undan sinni samtíð.. þetta var allt saman vel þekkt fyrir 30 árum.. svo er annað mál hvort ísland hafi verið í samtímanum á þeim tíma frekar en í dag.

Óskar Þorkelsson, 15.5.2011 kl. 17:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef hann var ekkert á undan sinni samtíð fyrir 30 árum, hvers vegna hefur hans verið getið sem brautryðjanda á ýmsum vettvangi og í erlendum fjölmiðlum?

Ómar Ragnarsson, 15.5.2011 kl. 21:29

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hann getur vel hafi verið brautryðjandi á einhverjum sviðum, en alls ekki í þessum spádómum sem þú nefnir hér að ofan. Þetta var komið í umræðuna upp úr 1960

Óskar Þorkelsson, 16.5.2011 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband