Rusl inn, - rusl út.

Svo er að sjá sem menn hafi ekki getað lært af eldgosinu í Eyjafjallajökli í fyrra. Þegar þetta er ritað er heiðskír himinn og hreinviðri yfir Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli og báðum völlunum lokað!

Þekkt er í tölvuheimum, að engin útkoma er betri en forsendurnar. Ef skakkar forsendur eru settar inn kemur arfavitlaus útkoma út. 

Úti í Londin sitja tölvutótar og eru greinilega með forsendur, sem soðnar eru upp úr flugatvikinu í Indónesíu hér um árið suður við miðbaug, þar sem veðrahvolftið nær miklu lengra upp en hér og flugstjóri þotu í blindflugi flaug henni inn í öskukökk sem hann áttaði sig ekki á. 

Í dag leikur um Ísland ískaldur og þurr heimskautavindur og auðvelt væri að fljúga utan allrar ösku með því að taka sveig fyrir sunnan öskumökkinn, sem þar að auki sést vel úr þotum. 

Þær eru búnar ratarsvörum sem sjást á skjám hjá flugumferðarstjórum og þess vegna er auðvelt að fljúga slíkt flug eftir blindflugsreglum, sem skylda er í meiri hæð en 5500 fetum yfir úthafinu, og hafa þar að auki frábært skyggni sem auka öryggisatriði !

Það sýnir vel hvað tölvulíkönin í London eru ófullkomin, að völlunum hér var lokað í svipuðum skilyrðum og nú eru, en hins vegar voru þeir opnir þá tvo daga sem öskufalla, öskumistur og svifryk varð mest á suðvesturhorninu. 


mbl.is Keflavíkurflugvelli lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er einhver athyglissýkihjá þessu furðufyrirtæki Isavia. Ætli þeir hagnist á athyglinni?

Hér er tilvitnun í Fulltrúa þeirra í New York Times:

"The ash is covering up all of Iceland,? said Hjordís Gudmundsdottir, a spokeswoman for Isavia, Iceland?s air navigation services provider. "We are trying to identify some holes in it and to use them to allow some flights, but it?s not looking very good right now.? 

Þetta er ósköp einfalt.  Þetta er hauga lygi og ótrúlegur senatianolismi. Hvað skyldi þetta kosta okkur?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2011 kl. 10:46

2 Smámynd: Jón Svavarsson

MIKIÐ MIKIÐ rétt hjá þér Ómar, almennskynsemi er gjörsamlega lögð á hylluna, ákvarðanir eru teknar í lokuðum kjöllurum í Skógarhlíð, þar sem mætti halda að allir væru að búast við heimsendi ! :-)

Jón Svavarsson, 22.5.2011 kl. 12:00

3 identicon

Like the man said; "The trouble with Common Sense is how Uncommon it is".

Hilmar (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 12:10

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Lokaorð Ómars segja allt. Á meðan Eyjafjallajökull gaus horfði ég út um skrifstofugluggann hjá mér á Fokker Flugfélagsins taka á loft af braut 31 í Reykjavík, taka vinstri beygju og klifra á stefnu á Skaga.....og hverfa í gosmistrið á meðan flug var ekki leyft á heiðskírum dögum eins og í dag! Loftrýmið á að vera opið og ákvarðanir um flug eiga að vera í höndum flugrekenda sjálfra. Flugyfirvöld eiga ekki að taka svona rekstrarlegar ákvarðanir.

Það væri algjörlega furðulegt ef Icelandair eða Flugfélagið sætta sig við þetta bull mótmælalaust! Hvað þá aðrir ferðaþjónustuaðilar!

Svona ummæli talsmanns Isavia sem Jón Steinar vísar til lýsa ekki ástandinu eins og við sjáum út um gluggana.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.5.2011 kl. 12:10

5 identicon

Ég sit í mínum stól við Hvolsvöll og sé fok í öllum áttum, en það þarf ekkert Grímsvatnagos til.

Í austri er fok úr restunum sem Eyjafjallajökull skildi eftir sig. Líka lengra til norðausturs, svo tekur við í vestrinu moldrok og jafnveg flagfok.

Askan er langtum austar, en þetta lítur illa út við Klaustur.

Ætti að vera alveg í lagi að fljúga, bara aðeins breyting á plani/stefnu.

Meiri sauðirnir.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 12:24

6 identicon

Fyrir utan það, þá er miklu meiri hagur falin í því, að sýna að Íslendingar hafi kunnáttu þegar svona hlutir gerist, en að haga sér eins og móðursjúkar og athyglissjúkar kerlingar.  Það er alltaf gott að fara varlega, en algjör óþarfi að vera með dómsdags móðursýki ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 15:13

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég skil ekki hvers vegna þessu er einhliða stjórnað frá London? Sérstaklega þegar er verið að ljúga til um ástandið? Af hverju fara Íslendingar eftir þessari vitleysu?

Það á að fara varlega, en innan skynsamlegra marka, og nota sitt eigið hyggjuvit, þekkingu og innsæi líka. Er ekki askan grófari en í fyrra, og þar af leiðandi hættuminni fyrir flugvélarnar en í fyrra? Og skýlaust himinn í Keflavík, eins og nakinn keisarinn í ævintýrinu forðum? 

Hvað hefði flugkappinn Richard Bradson sagt við svona vitleysu? Hefur hann ekki oft hundsað þessa London-fræðileysingja, og vegnað vel vegna sinnar þekkingar og innsæi? 

Þið Richard hefðuð stýrt þessu af meiri þekkingu, hyggjuviti og innsægi en þessir London-hálofta-fræðileysingjar! Mér hreinlega ofbýður að Íslenskir hálofta-fræðileysingar skuli ekki hafa meiri þekkingu, vit og innsæji um raunveruleikann.

Þeir eru ekki lausir við að svara fyrir þessi afglöp, sem standa fyrir þessu! Best að senda þeim reikninginn fyrir afglöpunum, frá fyrsta degi! Mér ofbýður þetta algjörlega, og gott að sjá að fleiri eru á sama máli!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2011 kl. 15:43

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég hélt Ómar að þú ættir við ríkisstjórnina :-)

Jón Baldur Lorange, 22.5.2011 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband