Þurfti ekki að loka í gær.

Ég kom í gærkvöldi heim úr mælingaflugi fyrir Verkfræðistofnun Háskóla Íslands þar sem mælt var á óyggjandi hátt öskumagn í lofti, bæði í Ölfusi þar sem var þykkt öskumistur eins og komið hefur fram og einnig tókum við aðflug og fráflug frá Keflavíkurflugvelli.

Niðurstaða mælinganna var sú að öskumagn í lofti í vallarsviðum Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla var langt fyrir neðan þau mörk sem miðað er við til að loka fyrir umferð og þannig hafði þetta verið allan tímann frá upphafi gossins. 

Eftir þrjár ferðir að gosstöðvunum er ég líka með fullt af kvikmyndum og ljósmyndum sem sýna glögglega útbreiðslu þess öskufalls sem hefði getað réttlætt það að loka fyrir innanlandsflug. 

Ég lýsti því á báðum útvarpsstöðvunum í morgun hvernig málið væri vaxið og hvernig öll skilyrði voru afar heppileg til þess að koma á afar einfaldan og ódýran hátt í veg fyrir að vellirnir lokuðust í gær. 

Í fyrra reyndi ég líka að vekja máls á þessu og þá voru framkvæmdar mælingar, sem sýndu það sama og nú en með því að bera brigður á vottun og smíði mælitækjanna svæfðist málið.

Í þetta sinn er búið að prófa tvenn tæki, önnur frá Háskólanum í Dusseldorf og allar mælingar hingað til leiða til svipaðrar niðurstöðu. 

Vonandi verður nú loks hægt að taka þetta mál almennilega fyrir. 


mbl.is Loftrýmið opnist í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Takk Ómar. Vonandi fara "sérfræðingarnir" að taka mark á þér eftir þetta. Hér er um gífurlega mikla fjárhagslega hagsmuni fyrir okkur að ræða!

Torfi Kristján Stefánsson, 23.5.2011 kl. 10:10

2 Smámynd: Jón Svavarsson

Það þurfti ekki nema að horfa upp í loftið í gærmorgun til að sjá hve röng þessi ákvörðun var um lokun Keflavíkurflugvallar !

Jón Svavarsson, 23.5.2011 kl. 15:10

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta Ómar. Þú ert snillingur. Ég vissi að hér voru einhver brögð í tafli eða hreinlega afglöp, sem kosta gríðarlega mikið. Heiðskír himinn og ekki flugveður? Það hreinlega passar ekki! Það sér það hver maður sem veltir þessu fyrir sér, og ábyrgðin er okkar allra, að láta okkur málefnin varða!

Ég ítreka það sem ég sagði í gær í athugasemd á síðunni þinni. Og það er kominn tími til að kveða niður svika-drauga FALDA VALDSINS. Það verður ekki gert nema með heiðarlegri umfjöllun og umræðu. Þetta er allt á valdi almennings, sem því miður er það vald ekki notað nógu mikið. Almenningur hefur ekki nógu mikla trú á sér, og sinni sýn og skoðun, og heldur að allir fræðingar séu heiðarlegir og klárastir, sem þeir eru því miður ekki!

Ég ætla ekki að segja meira um það núna, en ég hugsa ýmislegt um þessa aðgerð!  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2011 kl. 18:32

4 identicon

Ég efast ekki um að þar sem þú flaugst, á þeim tíma og í þeirri flughæð hafi mælingar verið eins og þú segir. Gallinn er hinsvegar sá að þú hefur lengi verið talinn fífldjarfur þegar kemur að flugi. Og sumir segja að ef þú værir einhver annar en Ómar Ragnarsson þá væri löngu búið að svipta þig leyfi til að fljúga.

Þetta er alls ekki illa meint en þegar flugöryggi er annarsvegar þá ert þú ekki einn þeirra sem ég treysti til að meta aðstæður og velja öryggi framyfir einhverja lítilmótlega fjárhagslega hagsmuni, þó þú sért frábær á mörgum öðrum sviðum.

Sigfis (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 22:54

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hygg að Jónas Elíasson prófessor eigi mestan heiðurinn af þessu framtaki því að hann hefur haft frá upphafi veg og vanda af því að útfæra þessar mælingar og vinna úr þeim.

Þetta er svona áframhald af rannsóknarstarfi sem Þorbjörn heitinn Sigurgeirson stundaði með segulmælingum.  Þá var notuð flugvél Sverris Þóroddssonar af gerðinni Cessna 206 og nú var notuð vél í eigu hans af sömu gerð. (Sjá mynd í nýju bloggi). 

Sverrir flaug vélinni í mælingum í fyrra en ég núna, enda var ég að fljúga þessari vél fyrir austan fjall við myndatökur af gosinu því að FRÚ-in flýgur ekki í bráð, jafnvel ekki næstu ár vegna fáránlegra nýrra reglna um skoðanir og viðhald. 

Þorgeir Pálsson hefur verið og er áhugasamur um þetta verkefni enda þekkjast hann og Jónas vel sem samstarfsmenn í Háskólanum. 

Mælingarmaðurinn í ferðunum nú er Hans Martin sem kemur frá Skógum til þess að framkvæma þær og hann var í dag í sambandið við vísindamann í háskólanum í Dusseldorf, en þar er mikill áhugi á framförum á þessu sviði. 

Um er að ræða gríðarlegt beint tjón flugfélaga þegar svona lokanir dynja yfir, 750 milljónir króna í fyrra. 

Ómar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 22:55

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekkert bannsvæði hefur verið í gildi í þessu gosi fyrir litlar bulluhreyflavélar nema í gær á svæði næst gosinu sjálfu sem ég fór ekki inn í.  Ég vil því andmæla því að flugið í öskumistrinu í gær hafi verið "fífldjarft".

Til er bandarískt máltæki sem segir: Það eru til tvenns konar flugmenn, - hræddir flugmenn og dauðir flugmenn.

Eftir rúmlega 7000 flugtíma er ég enn ekki dauður. 

Ómar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 23:00

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við þetta má svo bæta því að heiðskíra daga í fyrra voru vellirnir lokaðir en síðan opnir þá tvo daga þegar mesta öskufall, öskumistur og svifryk í heila öld var í Reykjavík.

Var ekki fífldirfska að menn skyldi fljúga með fólk þessa verstu öskufallsdaga? 

Ómar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 23:12

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigfús. IP-leigupennar eiga við þann vanda að stríða, að blogga eftir uppskrift, en ekki eigin þekkingu og skilningi. Enda eru rök ykkar nafnleysis-IP-aranna á köflum svo fífl-djarflega fáránleg, að maður vorkennir fólki fyrir fátæklegar fífla-bloggfærslur. það sést strax á þessum IP-bloggum, að hugur fylgir ekki orði! Og þá er nafnleysið ekki til að bæta trúverðugleikann!

Ómar. Nú er bara að byrja að semja reikninga fyrir tapinu og senda til London-fágræðlinganna.Sem leyfa sér svona svik á erfiðum krepputímum, þar sem kostnaðurinn lendir á flugfélögum og ferðamönnum um allan heim, ekkert síður en Íslendingum! Þetta eru samviskulausir skæruliðar af verstu gerð þarna úti. Ég vorkenni almenningi í Bretlandi, að hafa svona skæruliða í þessu ábyrgðarmikla starfi í landinu sínu. Sem snúa öllu öryggis-eftirliti á hvolf á ábyrgðarlausan og vítaverðan hátt. Og halda greinilega að almenningur þori ekki að deila við mafíu-fáfræðingana og nafnlausu raka-lausu bloggarana, sem eru að taka þátt í skæruhernaðinum.

Ég hvet þig til að halda þessu til streitu Ómar

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2011 kl. 00:07

9 Smámynd: Snorri Hansson

Gamall jarðfræðingur talaði í útvarp í dag um að gervitungl geti skynjað efni sem er í eldfjallaösku.

Kortlagning með gervitungli er nokkuð sem mér líst vel á.

Snorri Hansson, 24.5.2011 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband