Betra en ef þeir verða mörgum leikjum of langir.

Það gerist aftur og aftur í íþróttum að ferill íþróttamanna endar ekki á þann hátt sem þeir hefðu kosið.

Margir hafa getað sagt það sama og markvörður Manchester United sagði eftir tapleikinn í kvöld.

Jim Jeffries hætti á toppnum fyrir rúmri öld vegna þess að yfirburðir hans voru svo miklir að engir boðlegir mótherjar fundust.

Fimm árum síðar var honum att fram til þess að stöðva þá ósvinnu að blökkumaður væri heimsmeistari. 

Jeffries þurfti að létta sig um marga tugi kílóa og bæði það og fimm ára hreyfingarleysi ollu því að hann tapaði fyrir Jack Johnson. 

Fyrir bragðið er Jeffries líklegast vanmetinn í stað þess að ósigraður hefði verið hægt að efast um hvor þeirra var betri á hátindi ferils síns, hann eða Johnson.  

Allt fram til 1959 var notað orðtakið "they never come back" um heimsmeistarana í þungavigt sem reyndu að endurheimta titilinn eftir að hafa misst hann. 

Þetta var orðin býsna löng röð: Jim Corbett, Jim Jeffries, Jack Dempsey, Joe Louis, Ezzard Charles. 

Rocky Marciano hafði vit á að hætta efir 49 sigra í röð sem atvinnumaður og ekkert tap, og hefur enginn leikið það eftir honum. 

Fyrir bragðið velta menn vöngum yfir því hvort hann hefði hugsanlega getað haldið titlinum í fimm ár í viðbót. 

1960 varð Floyd Patterson fyrstur manna til að endurheimta titilinn í þungavigt en missti hann aftur 1962.  Sonny Liston mistókst síðan að endurheimta titilinn eftir að hafa tapað við Cassius Clay/Muhammad Ali og Ali mistókst að endurheimta titilinn 1971 eftir að hafa misst hann við að fá ekki að keppa í þrjá og hálft ár. 

Ali endurheimti síðan titilinn 1974 og eftir tap 1978 lék hann sama leik. 

En hann gat ekki hætt og mistókst að ná beltinu 1980 og eftir tap 1981 kom í ljós að hann hefði átt að hætta mörgum árum fyrr. 

Íþróttaferlar sem verða mörgum bardögum eða leikjum og langir fá á sig slæman blæ. 

En það er bara oft svo erfitt fyrir íþróttamennina sjálfa að velja rétta augnablikið til að hætta. 

Og oft enn erfiðara fyrir þá að hætta, liggjandi í striganum eða lútandi í gras.


mbl.is Ferillinn var einum leik of langur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband