29.5.2011 | 13:46
Þarf að læra af Þórsmörk í fyrra.
Það var eðlilegt í fyrra að menn fjölluðu af ákafa um öskufallið úr Eyjafjallajökli. En því miður var því ekki fylgt eins vel eftir og hefði þurft, að askan sígur ótrúlega fljótt niður í grassvörðinn og fýkur líka mikið.
Í byrjun virtist Þórsmörkin hafa farið afar illa út úr gosinu en annað kom furðu fljótt í ljós. Ekki voru liðnar nema tvær vikur frá goslokum þegar mörkin blómstraði öll. Var dásamlegt að koma þangað og njóta fegurðarinnar og í raun frábært fyrir ferðamenn að ná því besta í einni ferð; að sjá leifarnar af öskunni og það hvernig gosefni fylltu lónið við rætur Gígjökuls, og undrast gróðurmagnið í þessum fagra sal fjalla og jökla.
Nú þarf að læra af þessu til þess að öskufallið úr Grímsvötnum skemmi ekki fyrir ferðaþjónustunni, heldur lyfti undir hana eins og hægt hefði verið að gera í Þórsmörk í fyrra.
Sinna eftirmálum eldgossins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.