Venjuleg tvöfeldni.

Þrátt fyrir fagurgala sem hafður er uppi af ráðamönnum ríkja þegar þeir kynna utanríkisstefnu þeirra kemur ævinlega í ljós að í raun miðast stefnan aðeins við eitt; þrönga efnahagslega og pólitíska hagsmuni viðkomandi ríkis.

Orð og gerðir hjá öllum stórveldunum fyrr og síðar bera þessu glöggan vott og er tvöfeldni Breta varðandi Saudi-Arabíu og Bahrein bara venjuleg og í þeirra augum eðlileg. 

Olíuhagsmunirnir varðandi Persaflóaríkin yfirgnæfa alla aðra hagsmuni og þess vegna munu bæði Bretar og Bandaríkjamenn gera hvað sem er til að hjálpa spilltum ráðamönnum þessara ríkja við að halda völdum sínum á sama tíma og þeir hvetja fólk í þessum löndum til að sækjast eftir lýðræði og hafa uppi mótmæli á borð við þau sem hafa verið í Túnis, Líbíu, Egyptalandi, Jemen og Sýrlandi.

Vel má ímynda sér að á laun hafi uppreisnarmenn verið studdir á bak við tjöldin á sama hátt og hermenn valdsherranna í Bahrein og Saudi-Arabíu voru studdir til að berja niður mótþróa með harðri hendi. 

 


mbl.is Voru þjálfaðir af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nokkuð til í þessu hjá þér Ómar því miður!

Sigurður Haraldsson, 30.5.2011 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband