29.5.2011 | 17:47
Vonlaust verkefni.
Hernaður Bandaríkjamanna í Vietnam var vonlaus vegna þess að skæruliðar Vietkong leyndust á meðal íbúa og því var ómögulegt að finna út hvaða þorp og hús voru aðeins með venjulega borgara og hver voru gegnsýrð af uppreisnarmönnum.
Á endanum var það slátrun almennra borgara sem sneri almenningsálitinu í Bandaríkjunum gegn stríðsrekstrinum.
Það er erfitt að sjá hvernig NATO ætlar að komast hjá því að drepa konur og börn í árásum sínum í Afganistan úr því að það hefur mistekist í bráðum áratug.
Ef hótun Karzai um að fleiri megi svona árásir ekki verða á að vera tekin alvarlega þýðir hún einfaldlega að NATO verður að breyta um aðferðir og jafnvel að hætta hernaðaraðgerðum af þessu tagi.
Karzai aðvarar NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hótun Karzai ætti í raun ekki að þýða það, heldur að hann krefjist þess að NATÓ fari með her sinn út úr Afganistan.
Hins vegar held ég að þetta sé innantóm hótun, því maðurinn heldur einingus velli með hjálp NATO (sem kom honum jú til valda).
Á sínum tíma var stjórnin í Saigon (í Suður Víetnam) með réttu kölluð leppstjórn Bandaríkjamanna. Sama er auðvitað raunin með Karzai.
Yfirlýsingin sýnir að eins að NATÓ er í landinu í óþökk alls almennings (og að Karzai sé að reyna að friða þjóðina).
Mér segir svo hugur að sama eigi við í Libýu. Loftárásir NATÓ á landið njóti aðeins stuðnings fámenns hóps uppreisnarmanna, sem voru þjálfaðir til uppreisnar af CIA, og uppreisn sem er haldið gangandi af NATÓ.
Án stuðnings að vestan væri löngu búið að semja vopnahlé, rétt eins og verið var að gera í Jemen.
Torfi Kristján Stefánsson, 29.5.2011 kl. 18:18
NATO ætti kannski að draga aðeins lappirnar, og leyfa þessum talibönum að sýna sig aðeins.
Jón Logi (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 20:14
teta er bara business
http://www.youtube.com/watch?v=ChIF6yvTL6k&feature=share
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 11:31
Ég sá rússneska kvikmynd sem sýnir baráttu þeirra við Talibana í Afganistan. Bandaríkin studdu Talibana af ráðum og dáð og mokuðu í þá vopnum. Það sem þessi mynd sýndi ákaflega vel er að það er vonlaust mál að sigra í stríði við Talibana. Ofboðsleg harka , baráttuþrek og nægjusemi og svo landslagið. Endalausir fjallgarðar með óteljandi hellum. Rússar með alla sína fljúgandi skriðdreka gáfust upp og það munu Bandaríkjamenn gera líka. Spurningin er hvenær?
Snorri Hansson, 30.5.2011 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.