30.5.2011 | 19:25
Frábær staðsetning.
Þegar um er að ræða alþjóðlegar ráðstefnur þar sem koma saman gestir austan og vestan Atlantshafsins er Ísland augljóslega ákjósanlegur kostur rétt eins og það var þegar leiðtogafundurinn frægi var haldinn í Höfða 1986.
Ekki mun af veita að efla stöðu landsins að þessu leyti ef litið er til þess hve miklu hlutverki ferðaþjónusta þarf að gegna varðandi rekstur Hörpu ef húsið á ekki að verða stór fjárhagslegur baggi á þjóðinni.
Harpa þarf að keppa við Osló og Kaupmannahöfn þar sem ný og stórbrotin tónlistarhús hafa risið á undanförnum árum og mikils um vert að allt verði gert sem unnt er til að efla rekstur hússsins.
Ísland með bestu ráðstefnulöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.