82 milljarðar !

Bakkus er harður húsbóndi. Það eru gömul og ný sannindi sem spegluðust í úttekt, sem birt var í Kastljósi kvöldsins.  Ég segi Bakkus, því að hann stendur á bak við nær alla neyslu fíkniefna, sem byrjar yfirleitt á neyslu áfengis.

Það er gott að loksins sé fórnarkostnaðurinn vegna fíkniefnanna reiknaður út í beinhörðum peningum og látið koma fram að Bakkus og hirð hans með 82ja milljarða kostnað fyrir þjóðfélagið á ári, sé mun dýrari en öll framlög til menntamála og vegamála samtals. 

Heilbrigðisráðherra stóð sig að mínu mati jafn vel í Kastljósi í kvöld og landlæknir stóð sig illa um daginn. Guðbjartur er að stimpla sig inn sem einn af kandidötunum til arftaka Jóhönnu Sigurðardóttur þegar þar að kemur.
mbl.is Stórefla þarf eftirlit með lyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðbjartur ætlar að færa fjármagn til í kerfinu. Kannski draga úr meðferð foreldranna til að eiga fyrir meðferð barnsins?

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 23:09

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta eru alveg ótrúlegar fjárhæðir  sem Bakkus heimtar sér til framfærslu.

Velferðarráðherra stóð sig með afbrigðum vel í Kastljósinu. Hann var mjög vel undirbúinn og fjallaði um málin á yfirvegaðan og skýran hátt.  Sammála - hann er greinilega kominn í forystusveit Samfylkingarinnar og formannsefni -klárlega.

Sævar Helgason, 30.5.2011 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband