31.5.2011 | 18:07
Vel gert en kannski nóg komið.
Matseðill Katrínar Middleton er skynsamlegur og til dæmis er magurt kjöt ágætis megrunarfæði.
Hafrar eða haframjöl eru að vísu með nokkurri fitu, en á morgnana er gott að neyta fæðis, sem gefur "gott start."
Oft villir það um fyrir fólki að það borðar fitandi og jafnvel óhollar sósur með kjötréttum.
Svipað er að segja um mjólkurvörur, sem eru með kolvetnaríkum sósum eins og til dæmis hin ágæta hrísmjólk frá Búðardal sem hefur sósuna í sér hólfi, en þegar lesið er um innihaldið utan á umbúðunum er þess ekki getið hvort sósan er talin með.
Sé hún talin með kemur betri útkoma út og mér finnst þessi mjólkurafurð mjög góð.
Nú þarf hún Katrín blessunin að passa sig á að láta ekki megrunarfæðið teyma sig of langt. Guð skapaði konuna ekki eins og renglu, það held ég að sé nokkuð víst.
Svona fór Katrín að því að grennast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo er það nú í sumum ættum að flestir eru eins og spýta í laginu. Þær eru grannvaxnar og spengilegar systurnar, Kata og Pippa, - svona sportlegar. En hún mætti aðeins bæta á sig ef hún ætlar sér að næra fyrir tvo, og svo til að hafa hold til að mjólka af, - þ.e.a.s. ef hún tekur ábendingum um frjósemis-starf fyrir kóngsættina......
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.