Samt stysti tími sem þekkist.

Þótt búið sé að framlengja starfstíma stjórnlagaráðs um einn mánuð verður starfstími ráðsins hinn stysti sem vitað er um varðandi svipað viðfangsefni í öðrum löndum ef marka má niðurstöðu norsks sérfræðings um þetta efni.

Hann sagði í fyrirlestri hér að hvergi hefði verið svo fámennt stjórnlagaráð eða -þing og hvergi svo stuttur starfstími. 

Í einni af athugasemdum við frétt um þetta á mbl.is er fárast yfir hvað þetta sé dýrt. 

Hvað má þá segja um Þjóðfundinn 1851 þar sem fulltrúar voru næstum tvöfalt fleiri og þjóðin átti varla til hnífs eða skeiðar í vegalausu landi þar sem fólk bjó í torfkofum. 

Ef líta á á Þjóðfundinn sem fráleitt bruðl ættu menn að hætta að líta á hann í þeim ljóma sem um hann leikur. 


mbl.is Starfstími stjórnlagaráðs framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Í löndunum í kringum okkur er þetta sett fram sem sjálfstætt þing en ekki risanefnd undir ritskoðun og leiðbeiningum frá hrumum rugludalli sem vill breyta breytinganna vegna.

Af hverju skrifaði Jóhanna ekki bara plaggið beint og sleppti dýrustu nefnd sögunnar?

Óskar Guðmundsson, 31.5.2011 kl. 22:41

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Mér finnst þessum peningum og tíma ekki vel varið ef mannréttindakaflinn frá 1874 er skárri en nú er boðið uppá. Þau drög sem tilbúin eru standast ekki ME.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.6.2011 kl. 01:00

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Mál þetta allt, frá upphafi til enda, er eitthvað sem því miður er ekki hægt að hrópa húrra fyrir af hálfu þeirra er sitja nú við stjórnvöl landsins.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2011 kl. 01:07

4 identicon

Margt ágætt má sjálfsagt segja um störf þessa svokallaða Stjórnlagaráðs.

En sáralítil kosningaþátttaka og síðan ógilding Hæstaréttar á kosningunum, varpa óneitanlega skugga á þetta fundahald og takmarkar umboð þess.

Þó held ég að margt gott geti komið frá þessu ráði.

En ef það fellur í þá pólitísku gryfju að fara að krukka í fullveldisákvæði Stjórnarskrárinnar til þess að auðvelda stjórnvöldum landsins ESB inngöngu, þá mun Stjórnlagaráðið skara svo eld að höfði sér, að jafnvel allt þeirra starf að öðru leyti gæti verið í stórhættu.

Því vona ég að fulltruar ráðsins hafi vit á því að hætta sér ekki út á þann þunna ís að ætla sér að ganga svo augljóslega erinda Samfylkingarinnar og ESB trúboðsins á Íslandi !

Þá væri trúnaður við meirihluta þjóðarinnar að fullu rofinn og þar með allur friður úti um gjörðir þessa Stjórnlagaráðs !

Þetta vona ég að jafn víðsýnn og lífsreyndur maður og þú Ómar gerir þér fulla grein fyrir og fáir þar um einhverju áorkað.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 08:26

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var kallað til Þjóðfundarins 1851 til að freista þess að ræða stjórnskipan Íslands. Trampe greifi stjórnaði fundinum og lagði fram tillögu um að Ísland yrði innlimað að fullu undir Danmörk. Þegar fundarmenn mótmælti þessu sleit Trampe fundi og þá féllu hin frægu orð "Vér mótmælum allir"

Stjórnarskrá fengu svo Íslendingar afhenta 23 árum seinna, úr hendi Kristjáns IX, árið 1874.

Hver kostnaður þjóðarinnar varð af Þjóðfundinum er hvergi getið, enda líklegt að fundarfulltrúar hafi greitt allan kostnað sinn sjálfir og séð sér fæði og húsnæði.

Kostnaður af Stjórnlagaráði og öllu því tengdu er hins vegar mikill, sérstaklega í ljósi þess ástands sem við búum við.

Því er mikilvægt að það skili af sér afurð sem mun verða líkleg til að sameina þjóðina. Því miður eru margar þeirra tillagna sem komið hafa fram ekki beinlínis í anda þess.

Þó margt gott fólk hafi verið sett í ráðið, þá eru nokkrir innan þess sem hafa talað með nokkurri fyrirlitningu til þjóðarinnar. Þú ert í fyrrnefnda hópnum Ómar!

Þessir fáu einstaklingar innan ráðsins, sem komið hafa fram með hroka, virðast vera þarna af öðrum hvötum en að sameina þjóðina. Þeir virðast ganga erinda einhverra ákveðinna afla. Ef þetta fólk fær ráðið niðurstöðu ráðsins mun allt loga í illdeilum.

Þá hefði betra verið heima setið en af stað farið.

Gunnar Heiðarsson, 1.6.2011 kl. 11:49

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sú staðreynd að þessi tími sem ætlaður er til skoðunar, breytingar eða smíði nýrrar stjórnarskrár er allt of stuttur, jafnvel þó nýttur sé sá viðbótartími sem heimild er fyrir.

Á þetta var marg bent í upphafi, en ekki var hlustað.

Reyndar er allt í sambandi við þetta mál sem einkennist af offorsi og lélegs undirbúnings.

Ef virkilega var vilji til að vinna þetta mál af viti og í samvinnu við þjóðina, hefði í fyrsta lagi verið vandað betur til undirbúnings, þá hefði það klúður sennilega ekki komið upp er varð um kosninguna. Ef það klúður hefði samt sem áður orðið, hefði átt að sjálf sögðu að kjósa aftur. Þá hefði auðvitað átt að gera ráð fyrir mun lengri tíma til sjálfrar vinnunar við endurskoðun eða smíði nýrrar stjórnaskrár.

Vissulega svíður mörgum þær fjárhæðir sem í þetta fer, en sá sviði er kannski einkum vegna þess offors sem einkennt hefur málið og þá tilfinningu að tilgangur verksins sé ekki endilega að búa okkur betri stjórnarskrá.

Ef málið hefði verið vandaðra og fólk fengið þá tilfinningu að tilgangurinn væri að gera bætt og betra þjóðfélag, er ljóst að flestum hefði þótt í lagi þó kostnaður yrði meiri en nú er áætlað. Gæfan verður ekki verðlögð og það sem stuðlar að aukinni gæfu er aldrei of dýrt. En til þess verður sú tilfinning að vera fyrir hendi.

Því miður á það ekki við um þetta stjórnlagaráð.

Gunnar Heiðarsson, 1.6.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband