Sigurrós Pétursdóttir eyddi minnstu.

Úrslit sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu sýna hve klókur og góður bílstjóri Sigurrós Pétursdóttir er.

Í svona sparaksturskeppni verður ökulag keppenda óraunhæft ef þeir ætla að ná árangri því að í praxis er eyðslan mun meiri og mælingar sem kenndar eru við EU eru meira í takt við raunveruleikann. 

Sem dæmi má nefna, að mikið atriði er þegar ekið er af stað úr kyrrstöðu sparast talsverð orka með því að fara rólega af stað og auka hraðinn hægt og bítandi. 

Þetta gildir um einstaka bíla, en ef allir höguðu sér svona, myndi umferðin tefjast og "grænar bylgjur" á umferðaljósum fara í vaskinn, þannig að á heildina litið myndi eyðslan verða samanlagt meiri. 

Þótt EU-mælingarnar séu raunhæfari en eyðslutölu í sparaksturskeppnum, eru  þær ekki alveg marktækar hér á landi því að loftkuldi hefur  áhrif og þau áhrif eru meiri á bensínvélar en dísilvélar. 

En sparaksturskeppni er af hinu góða og sýnir, að hægt er að ná fram verulegum sparnaði með breyttu ökulagi.

 


mbl.is Yaris eyddi minnstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér, Ómar. Sigurrós hlýtur að vera frábær bílstjóri að ná Yarisnum þetta niður í eyðslu. Enda er Toyota Yaris mjög sparneytinn bíll. Ég átti Yaris árgerð 2000, með litlu bensínvélinni (998), og hann var mjög sparneytinn. Einu sinni ók ég frá Reykjavík vestur á Arnarstapa á Snæfellsnesi, alls 227 km. samkvæmt mæli. Á Arnarstapa tók ég bensín á tankinn, og kom ekki nema 9,1 lítrum á hann. Það gera rúmir fjórir lítrar á 100 km!!. Ég ók á sunnudagsmorgni og var venjulega á 80-90 km. hraða, fór aldrei upp fyrir 90, en að aka á 80-90 er heppilegasti hraðinn til að halda lítilli eyðslu.

Ólafur (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 21:20

2 identicon

Það má ekki gleyma því að rússneska bensínið er lélegt miðað við það sem gengur og gerist annars staðar í vestrænum heimi og er orkuminna.

Það yrði of langt mál að fara út í hvernig oktan staðlar eru mismunandi sem veldur því að íslendingar halda að þeir séu með betra bensin en það raunverulega er, en fólk ætti að kynna sér það, en það er ekki einfalt mál. En í stuttu máli þá er ekki endilega 95<>95 í þessum bransa og 98=95+bætiefni hérlendis.

Ragnar (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband