2.6.2011 | 23:47
Reynsla og raunhyggja ráði.
Nýleg rannsókn bendir til þess að þegar allt sé lagt saman sé áfengið það fíkniefni sem mestu tjóni veldur.
Þeir, sem samþykktu áfengisbann hér á landi og í Bandríkjunum á fyrri hluta síðustu aldar höfðu því á réttu að standa varðandi böl vínsins.
Engu að síður voru þessi áfengisbönn óframkvæmanleg. Hér á landi var strax byrjað að fara í kringum bannið með því að læknar ávísuðu á áfengi sem nokkurs konar "læknadóp" þess tíma.
Síðan var leyfður innflutningur á spönskum léttvínum vegna saltfiskviðskipta við Spán (Spánarvínin) og að lokum var brugg orðið svo algengt að banninu var aflétt.
Í Bandaríkjunum leiddi bannið til óviðráðanlegrar glæpaöldu með Al Capone og fleirum slíkum sem höfuðpaurum.
Samkvæmt rannsóknum á vegum heilbrigðisstofunar Sameinuðu þjóðanna fer áfengisneysla vaxandi við ákveðin mörk þess hve auðvelt er að ná í það.
Þetta þekkja allir fíklar sem hafa farið í meðferð. Því minni og fjær sem freistingarnar eru, því betra.
En síðan er komið að þeim mörkum að bann fer að hafa öfug áhrif.
Ég hygg að svipað gildi um reykingar. Það sé vel hægt að íhuga hvort gera eigi aðgengi að tóbaki eitthvað erfiðara og sjálfsagt sé að koma í veg fyrir óbeinar reykingar, þar sem ágætur árangur hefur náðst til að vernda það fólk sem reykir ekki.
En fráleitt finnst mér að banna alfarið að reykingar eða tóbaksnotkun sjáist í kvikmyndum og nógu mikið hafa læknar landsins að gera þótt ekki bætist við að auka við "læknadópið" á þann hátt að þeir ávísi á tóbak.
Sjálfur hef ég aldrei reykt né drukkið vín og það eru ekki einhlít rök að neysla tóbaks og áfengis bitni ekki á öðrum en neytendum þess.
82 milljarðarnir, sem þjóðfélagið greiðir vegna tjóns af völdum áfengis er há tala og kostnaðurinn vegna sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla af völdum tóbakst nemur líka milljörðum, jafnvel tugmilljörðum.
En enda þótt ég vildi bæði tóbak og áfengi í burtu beygi ég mig fyrir því hvað er raunhæft og tek vara við öfgakenndri forsjárhyggju.
Heimdallur hafnar tóbaksbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og Global Commission on Drug Policy sagði í dag þá hreinlega virka bönn ekki.
Það sem hefur orðið til þess að tóbaksneysla hefur minnkað er eftirlit og fræðsla, ekki "bann".
Bönn eyða ekki vímuefnum né fíkniefnum. Það að gera þau ólögleg setur þau bara í hendurnar á lögbrjótum.
Það eru ástæður fyrir því að LEAP er til.
Með því að gera tóbak ólöglegt væri bara verið að gefa lögbrjótunum nýa vöru, og þeir spyrja aldrei um skilríki.
Gaman þegar bindindismenn sjá þetta líka í stað þess að stinga fingrum í eyrun eins og sumir gera. :)
Hans Miniar Jónsson., 3.6.2011 kl. 03:07
Það sama á við um bann við öll vímuefni og vændi. Að banna eitthvað sem veldur á frjálsu vali gerir ekkert nema að veita skipulagðri glæpastarfsemi óhamdan vöxt á völdum og auð.
Það er mikið auðveldara fyrir krakka að nálgast hörð efni á götunni heldur en áfengi þar sem einmitt enginn spyr um skilríki.
Einnig að banna vændi og gera það part af undirheimunum veldur því að hryllingur eins og mansal þrífst.
Lögleiðing núverandi ólöglegra vímuefna og vændis mun gera okkur kleyft sem samfélagi að fylgjast með, stýra þessum málum og stuðla að öryggi, fræðslu og velferð allra þeirra sem leggja það í vana sinn að stunda eitthvað af ofangreindu.
Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 04:19
Þetta er náttúrulega enn eitt bullið, sem ekki nær fyrir endan á. Íslendingar ættu að hætta þessu endalausa kjaftæði. Það mætti halda að þið væruð allir á vændishúsum, og á eyturlyfjum og væruð að reyna að réttlæta ykkar böl.
Rétt, áfengi er böl ... samt rangt. Áfengi kallaðist hér áður fyrir "Vatn lífsins", en þaðan er orðið "ákavíti" á Íslensku, sem þýðist yfir í orðið "aqua vitae". Þetta nafn hefur alltaf fylgt víni, og hefur ekkert með áfengis neyzlu þess að gera. Hér áður var þetta "lyf" í margvíslegri merkingu. Menn þjáður af óendanlegum kvillum, sem ekki voru til lækningar á, annað en að bíta í ann og drekka til að gleyma áverkunum.
Eruð þið þarna Íslendingar enn á þessu lága þroskastigi mannkynsins, að þið eruð hér en?
Áfengi hafði einnig annan kost, og það var að það virkaði deyfandi á "parasite" sem menn höfðu innbyrðis oft á tíðum. Men síðar, notuðust við eyturefni, til að drepa inbyrðis "parasite". Sem í dag er orðið fullkomnað, með því að læknar hafa í dag "eytur" skammt, sem eru í akkúrat því magni sem þarf.
Tilheyrir Ísland, þeim hluta veraldarinnar, sem er ennþá á þessu þroskastigi?
Hér áður var bjór bannaður á Íslandi, og var talað um að menn drykkju bara brennivín. Þá væri bjórinn skárri, en brennivínið, því menn yrðu ekki eins fullir. Bjórinn var leifður, og upp úr því hef ég aldrei æfinni séð annað fyllibyttubæli og hórubæli, í orðsins fyllstu merkingu.
Bætið við eyturlyfjum piltar, og þið verðið lítið annað en skítasker innan 10 ára.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 10:08
Bjarne, það eru fjöldinn allur af rökvillum og rökleysum í þessu svari þínu.
Áfengisbönnum hefur verið lift um allann heim þar sem það var sýnt fram á að það eina sem græddist á slíku banni var laumudrykkja og aukin glæpastarfsemi.
"Stríðið" gegn fíkniefnum hefur farið á sama veg.
Undir bönnum hefur neysla aukist nær stöðugt.
Glæpastarfsemi græðir ómælt á sölu vímuefna, fíkniefna og fólki.
Fíklar hræðast það að leita sér hjálpar þar sem neysla er ólögleg þannig að þeir verða verst úti þar sem neysla er ólögleg.
Glæpamenn sem selja eyturlyf spyrja ekki um skilríki, þannig að börn eiga léttar með að verða sér úti um hörð eyturlyf en áfengi, sem er löglegt.
Þar sem lögum hefur verið breytt hefur neysla eyturlyfja minnkað, sérstaklega meðal ungmenna.
Ég skal segja þetta aftur.
ÞAR SEM FÍKNIEFNALÖGGJÖF HEFUR VERIÐ BREYTT HEFUR NEYSLA FÍKNIEFNA MINNKAÐ, SÉRSTAKLEGA MEÐAL UNGMENNA.
Það þarf meiri fræðslu, byggða á staðreyndum, og við þurfum eftirlit, ekki að gefa undirheimum söluvöru!
Lærum af sögunni.
Lærum af reynslu annara.
Gerum þetta rétt.
Ef þér líkar það ekki, farðu og gangtu í klaustur einhversstaðar.
Hans Miniar Jónsson., 3.6.2011 kl. 12:12
Sá sem hér skrifar er alsaklaus af reykingum og fíkniefnum, en ekki að því að glingra við stút.
Ég verð að segja það, að mér finnst þetta orðið nokkuð gott eins og er með tóbakið. Þetta var ógeðslegt hérna áður þegar allstaðar var svælt og brælt, - í rútum, flugvélum, hótelum, herbergjum, heimilum, skólum , - bara alls staðar.
En....hvar mega vondir vera? Er nú ekki allt í lagi að reykja úti á svölum eða úti í garði, inni í eigin bíl og þar fram eftir götunum? Ég sé ekkert að því.
En með eiturlyfin, - Hollendingar riðu á vaðið með sína lausn/frelsi, og fengu mælingu hjá sjálfum sér með minnkandi glæpatíðni. En þetta er svolítið egótripp hjá þeim, af því að landið er orðið sölumiðja fyrir stöffið fyrir vikið.
Og,á meðan ég skil ekki alveg bullið í Bjarne, þá verð ég samt að spyrja "frelsis-sinnana" hvort að þeir vilji að börnin þeirra hafi frjálsan aðgang al ÖLLU.
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 14:15
Jón Logi, það yrði sömu takmarkanir á öllum vímuefnum og eru á áfengi, þ.e.a.s aldurstakmarkanir, hugsanlega jafnvel hærri og öllum þeim pening sem er eytt í að viðhalda þessu ''stríði'' má veita í stórauknafræðslu og rannsóknir á efnunum sjálfum.
Annars munu þeir aðilar sem virkilega langar í hörð efni alltaf geta nálgast þau alveg sama hvað og vegna fræðslu sem að flestu fólki er kunnugt þá munu fæstir kaupa sér heróín alveg sama hvort þú færð það hjá dópsala eða útí apóteki. Það slæma við lögbann er að fíklar eru gerðir að glæpamönnum og það hjálpar engum!
Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 17:30
Ég myndi aldrei vilja sjá mörg þessi efni á frjálsum markaði. Sorrý. Mér finnst þetta vera nokkuð gott eins og er. Og ítreka, að mér finnst ekkert eðlilegt að ungmenni getin nálgast sterk efni bara si-svona einfaldlega af því að það "þýðir ekkert" að hafa þau ólögleg.
Ungmenni eru líka tvítug í mínum huga.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 17:47
Það sem er hættulegast af öllum "vímum" er sú spenna sem ungt fólk fær út úr því að vita að þau séu að gera það sem þau mega ekki.
Því opnara sem samfélagið er og minna um boð, bönn og fordóma, því betur blandast kynslóðir saman og kynslóða"bil" minnkar og/eða hverfur.
Það er ekki nóg að slá á puttana og segja "NEI, Bannað" þar sem að forvitnin yfirvinnur alltaf rökhyggju þeirra fáfróðu til að reyna hið forboðna.
Með rökum afturhaldsinna ættu Hollendingar og Danir að vera syndandi alkar, fíklar og sprautusjúklingar með lágar lífslíkur og hafsjó sjúkdóma... en það er ekki raunin.
Það er aftur á móti einmitt í þessum löndum sem mest hefur dregið úr ruglinu þar sem fræðsla er góð.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 18:21
Baaahhh. Ég ætla ekki að líkja saman píputóbaki og heróíni, bjór og spítti, eða þar fram eftir götunum. Ekki vil ég heldur kyngja lógíkinni með að það þýði bara ekkert að banna, neytandinn muni alltaf nálgast vöruna. En mér finnst of langt gengið með að reykingamaður geti ekki einu sinni svælt úti á svölum.
Við erum með nokkuð stranga skotvopnalöggjöf, og oft hef ég tuskast í rökræðum við Bandaríkjamenn, sem einmitt segja þetta, - "það þýðir ekkert að banna skambyssur, o.s.frv.", - "þið Evrópumenn vitið ekkert í ykkar haus", og "aðgengi að byssum minnkar glæpatíðni".
Þessu er auð-slátrað. USA hefur margfalda glæpatíðni á við Evrópuríkin, morðtíðni (svo og vopnuð rán og nauðganir) eru margföld á við t.d. Bretland, og 75% morða eru framin með skotvopni. Morðtíðni er hærri í dreifbýli (rural) Bandaríkjanna en í London.
Ég yrði reyndar hissa ef morðtíðni á Íslandi dytti niður ef allir fengu skambyssu.
Sama gildir um lét aðgengi að dópi. Það er ástæða fyrir því að blokkera ætthvíslir ópíums og líka kemískar sortir í spíttgeiranum. Þetta er ekkert barnadjók.
Og varðandi Hollendinga,,,,,eða Dani...við- söltum þá í statistík, með færri fíkla og hærri lífslíkur. Danir eru reyndar miklir reykingamenn. Gaman að því, að ég gafst upp á vinnumannahaldi frá Danmörku, því að síðasti og næstsíðasti voru einmitt eitursmyglari og hass+tóbakshaus, báðir f.v. tugthúslimir, og líklega annar dauður fyrir fertugt. En....þeir komust ekki í nein efni á "ömurlega" Íslandi :D
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 18:57
Munurinn á skotvopnum og vímuefnum er hinsvegar að skotvopn má auðveldlega nota til að skaða annað fólk (eini tilgangur þeirra er að skaða og drepa aðrar lífverur en sjálfan þig.) á meðan vímuefni eru val hvers og eins að setja ofan í sig hvaða efni sem hverjum og einum langar til, sem sagt einstaklingbundið frelsi.
Enginn er heldur að segja að vandamálið með hörð efni muni hverfa með löggjöf, þó að það gæti eflaust minnkað, heldur að taka völdin og peningana úr höndum glæpamanna svo að samtök eins og til dæmis Hells Angels og Outlaws sem eru nú alltaf í fréttum undanfarið verði svo að segja ''geld''.
Þeirra helsta uppspretta auðs í Evrópu eru einmitt dóp, vændi og mansal og ef að maður strokar út þessar auðlindir þeirra þá held ég að völd þeirra minnki gríðarlega.
Svo er líka málið með þetta ''stríð'' á móti vímuefnum að það er ekkert að virka og hefur notkun og aðgengi að öllum mögulegum efnum einungis aukist og aldrei verið meiri og sér ekki högg á vatni.
Það er algerlega tilgangslaust, kostar gríðarlega mikinn pening, offyllir öll fangelsi af dópsölum og veitir skipulögðum ásamt óskipulögðum glæpamönnum og samtökum grundvöll fyrir starfsemi sína.
Þessum staðreyndum verður ekki neytað, en svo er það bara spurning um að kljást við vímuefnavandann sem félagslegt mál en ekki sem dóms- og yfirvaldamál.
PS: Svo ég víki nú að efninu sem byrjaði þetta allt saman, frumvarpið um tóbakshömlunina, þá tek ég undir með ungum sjálfstæðismönnum (því miður ;)) að þetta frumvarp loðir við ofstopafullan fasisma. Það þýðir ekki að banna eitthvað sem fólk notar af frjálsu vali og með upplýstum huga, því hvað er næst? Nammi í búðum?
Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.