3.6.2011 | 16:17
Verður að vera jafnræði.
Hrunið var dæmalaust í sögu þjóðarinnar og jafnvel meðal þjóða heims. Tilkoma Landsdóms var líka einsdæmi í sögu okkar sem og það hvernig því máli var ráðið til lykta á þingi.
Strax í upphafi málarekstursins var jafnræði sakbornings við ákæruvaldið fyrir borð borið með því að draga úr hófi að hann fengi verjanda.
Nú er enn vegið í sama knérunn með því að mismuna enn ákærða í óhag þegar aðeins ákæruvaldið fær að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum á vefsíðu sinni en ekki hinn ákærði.
Þessu verður að linna. Málið er þannig vaxið að gera verða skýlausar kröfur til málarekstursins varðandi jafnræði og sanngirni.
Sjónarmið Geirs komi líka fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ÓMAR,ÞETTA VEFSLÓÐARDÆMI ER ALGJÖR SVÍVIRÐA .þAÐ HLJÓTA ALLIR AÐ SJÁ.aÐ FARA AÐ TALA UM AÐ HLEYPA SJÓNARMIÐUM GEIRS AÐ ER BARA BULL.þAÐ HEFUR VERIÐ VENJA AÐ REKA DÓMSMÁL Í RÉTTARSÖLUM EN EKKI Á EINHVERJUM VEFSÍÐUM.þAÐ GETUR EKKI VERIÐ ALLT Í LAGI MEÐ ÞESSA SÍGRÍÐI FRIÐJÓNSDÓTTUR.hLÝTUR AÐ VERA SNARRUGLUÐ.'EG PERSÓNULEGA ER FARINN AÐ SKAMMAST MÍN FYRIR AÐ VERA ÍSLENDINGUR OG ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉU FLEIRI.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.