Var mesta hátíđ ársins.

I rúman áratug, frá 1960 og fram ađ Eyjagosi, var ég árlegur ţátttakandi í hátíđarhöldum Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum.  Auk ţess tók ég ađ mér ađ ráđa ađra skemmtikrafta á hátíđina og voru ţetta allt upp í 20 manns.

Sjómannadagurinn var langmesti hátíđisdagur í Eyjum og víđa um land á ţessum árum og stóđu hátíđarhöldin alla helgina. Sjálf jólin féllu í skuggann. 

Á ţessum árum voru aflakóngar hylltir á ađalsamkomunum, sem fóru fram á sunnudagskvöldum, og aldrei á öllum hálfrar aldar ferli mínum sem skemmtikraftur var frábćrari stemning en á stóru samkomunni ţetta kvöld. 

Ég á ógleymanlegar minningar frá ótrúlegustu uppákomum varđandi ţađ ađ komast međ allan ţennan mannskap til og frá Eyjum og gefst vonandi fćri til ađ skrá eitthvađ af ţví niđur áđur en yfir lýkur. 

Sem betur fer fer ákveđin vakning um landiđ varđandi ţađ ađ gera sér dagamun á sumarhelgum og törnin er greinilega byrjuđ. 

Sjómannadagurinn ţessa helgi, Skjaldborgarhátíđ á Patreksfirđi um nćstu helgi, síđan 200 ára afmćli Jóns Sigurđssonar og koll af kolli um allt land í allt sumar. 

Ekki veitir af á ţessum ađ mörgu leyti erfiđu tímum ađ kveikja ljós gleđi og vonar hvenćr sem fćri best á međan sól og sumarylur leikur um landsmenn. 


mbl.is Fór af stađ međ skrúđgöngum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband