Íslenskir tvíburar fengu líka áfall sama dag.

Fyrir nokkrum árum fengu tveir eineggja íslenskir tvíburar hjartaáfall sama dag en lifðu það af gagnstætt því sem varð hjá Juilan og Adrian Riestar, sem sagt er frá í frétt sem tengd er þessu bloggi. 

Samband eineggja tvíbura er oft alveg einstakt og voru Clausens-bræður, Örn og Haukur, gott dæmi um það. 

Þegar ókunnugt fólk kom til samneytis við fjölskylduna þurfti það nokkurn tíma, að sögn þeirra sem til þekktu, til að átta sig á þessu og venja sig við það hvernig þeir töluðu, hegðuðu sér og hugsuðu sem einn maður en ekki tveir.

Í landskeppninni frægu, þegar Íslendingar báru sigurorð af Norðmönnum og Dönum í frjálsum íþróttum 29. júní 1951, meiddist Haukur, og virtist það mikið áfall, vegna þess að hann átti að keppa í 100m, 200m og 4x100 metra boðhlaupum. 

Þetta kom þó ekki að sök, því að Örn hljóp í skarðið, stóð sig afar vel og varð lang stigahæsti keppandinn, sigraði meira að segja líka í 400 m grindahlaupi ef ég man rétt.

Ég hef oft haft á orði að ef þeir bræður hefðu ekki hætt 23ja ára gamlir en tekið tugþrautina með trompi hefðu þeir átt góða möguleika á að standa saman á verðlaunapalli í þeirri grein á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956, svo einstakir afreksmenn voru þeir bræður.  


mbl.is Eineggja tvíburar létust sama dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Pabbi var í Melaskóla á þessum tíma og heldur mikið upp á þessa kappa. Brosir breitt við að rifja upp sögur um þá. Þeir voru greinilega ljómandi fyrirmyndir

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.6.2011 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband